Fréttablaðið - 26.05.2012, Side 80

Fréttablaðið - 26.05.2012, Side 80
26. maí 2012 LAUGARDAGUR40 timamot@frettabladid.is Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, HÁKON KRISTINSSON vélsmiður Innri-Njarðvík, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, laugardaginn 19. maí. Útförin fer fram frá Njarðvíkurkirkju, Innri- Njarðvík, miðvikudaginn 30. maí kl. 14.00. Þorsteinn Hákonarson Kristín Tryggvadóttir Stefanía Hákonardóttir Sigurbjörn Júlíus Hallsson Bryndís Hákonardóttir Steinunn Hákonardóttir Elvar Ágústsson Guðfinna Ingimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN JENS GUÐMUNDSSON Hlíðarhúsum 3, 112 Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 20. maí sl. Útförin verður gerð frá Áskirkju þriðjudaginn 29. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Líf styrktarfélag, www.gefdulif.is. Solveig Margrét Þorbjarnardóttir Þór Kristjánsson Ásdís M. Magnúsdóttir Þrúður Jóna Kristjánsdóttir Sigmar Pétursson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVAVAR KRISTJÓNSSON rafverktaki Eikjuvogi 17, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 29. maí og hefst athöfnin kl. 15. Guðný Ásbjörnsdóttir Guðný Svavarsdóttir Sveinn Óttar Gunnarsson Jörundur Svavarsson Sif Matthíasdóttir Erla Kristín Svavarsdóttir Sigríkur Smári Ragnarsson Lilja Steinunn Svavarsdóttir Bjarni Jónsson Auður Ólína Svavarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, KEN C. AMIN Kópavogsbraut 47, Kópavogi, sem lést þriðjudaginn 15. maí verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. maí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort Parkinsonssamtakanna á Íslandi (parkinson.is). Sigurbjörg Jónsdóttir Aron Árnason Sigríður Elín Þorkelsdóttir Ervin Árnason Dagbjört Sigfinnsdóttir Anita Árnadóttir Sigurjón Páll Kolbeins Örn Árnason Margrét Þóra Einarsdóttir Orri Árnason Fanney Elín Ásgeirsdóttir Vishnu Amin Harpa Jósefsdóttir Amin barnabörn og barnabarnabarn. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HREINN GUÐMUNDSSON Túngötu 2, Sandgerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, föstudaginn 18. maí. Útförin fer fram frá Hvalsneskirkju, fimmtudaginn 31. maí kl. 14.00. Bryndís Eðvarðsdóttir Sigurður Smári Hreinsson Unnur G.G. Grétarsdóttir Berta Súsanna Hreinsdóttir Þórhallur Ingason Guðrún Sonja Hreinsdóttir Markús Karl Valsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir minn, bróðir okkar, mágur og frændi, KRISTINN SIGURJÓN JÓNSSON varð bráðkvaddur 19. maí sl. Útför hans fer fram í Laugarneskirkju miðvikudaginn 30. maí kl. 13.00. Jóhann Helgi Kristinsson Magnús Jóhann Jónsson Dagmar Almerii Gotti Helgi Ingólfur Jónsson Helga Jörgensdóttir og frændsystkini. Ástkær faðir okkar og vinur, BJÖRGVIN HERMANNSSON Húsgagnasmíðameistari, Boðahlein 22, Garðabæ, lést á Landspítala við Hringbraut, fimmtudaginn 24. maí. Útför hans verður gerð frá Háteigskirkju mánudaginn 11. júní kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Landssamtök. Vilhjálmur Pétur Björgvinsson Hermann Björgvinsson Sigríður Jóhannsdóttir Hjartans þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HILDIÞÓRS KR. ÓLAFSSONAR Árskógum 8. Anna Margrét Albertsdóttir María Hildiþórsdóttir Elísabet Hildiþórsdóttir Guðjón Baldursson Þórhildur Guðjónsdóttir Margrét Anna Guðjónsdóttir JÓNAS HALLGRÍMSSON skáld og náttúrufræðingur (1807-1845) andaðist þennan dag. „Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar annað hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.“ „Við verðum með mjög skemmtilega dagskrá því það er í raun tjaldað öllu sem til er. Við fáum milli tuttugu og þrjátíu flugvélar af öllum stærðum og gerðum og á öllum aldri, allt frá því elsta sem til er, til þess nýjasta. Þeim verður stillt upp á Reykjavíkurflug- velli, bak við Hótel Natura sem áður hét Hótel Loftleiðir,“ segir Sigurður Ingi Jónsson forseti Flugmálafélags- ins sem stendur að flugdegi á annan í hvítasunnu milli klukkan 12 og 16. Upphaflega átti hann að vera í dag, laugardag. „Við frestum öllu fram á mánudag af öryggisástæðum,“ segir Sigurður og útskýrir það nánar. „Sam- kvæmt veðurspánni verður of hvasst í dag til að vera með listflug og fall- hlífarstökk“. Einn merkasti sýningargripurinn á vellinum verður Catalina-flugbátur sem kominn er hingað til lands í tilefni af 75 ára afmæli Icelandair og móður- fyrirtækja þess. „Catalina-flugbátar voru í notkun hérlendis frá 1944 til 1963, ótrúlegar flugvélar með mikið flugþol. Fyrst komu þær bara með sjóskíðum og gátu því einungis lent á vatni en síðar voru þær framleidd- ar með hjólastellum og sýningarvél- in verður því á vellinum en ekki úti á Skerjafirði. Mér skilst að hún sé mikill dýrgripur sem búið er að gera upp frá A til Ö,“ segir Sigurður Ingi. Icelandair á rætur að rekja til ársins 1937 þegar Flugfélag Akureyrar var stofnað. Það breytti nafni sínu í Flug- félag Íslands árið 1940 og færði höf- uðstöðvar sínar til Reykjavíkur. Árið 1979 sameinaðist öll starfsemi Flug- félags Íslands og Loftleiða sem hafði verið stofnað 1944 og eingöngu verið í millilandaflugi frá árinu 1947 en Flug- félag Íslands sinnti bæði innanlands- og millilandaflugi frá 1945. Þá var nafnið Icelandair tekið upp á alþjóð- legum vettvangi en það hafði Flug- félag Íslands notað yfir erlenda starf- semi sína áður. Þessi fortíð verður rifjuð upp í máli og myndum í flugskýli 1 á Reykjavík- urflugvelli sem er opið út á sýningar- svæðið, að sögn Sigurðar Inga. „Þar verða líka sett upp flugmódel, lista- smíði eftir íslenska hagleiksmenn, nákvæm eftirlíking af upprunaleg- um vélum,“ segir hann. „Svo verða fjölbreytt flugatriði svo sem listflug, nákvæmnisflug á þyrlu, flugmódel, svifflugur, svifvængir, í raun flest sem flogið getur.“ Sigurður hvetur fólk til að mæta á völlinn og hafa gaman af og getur þess að allur aðgangur sé ókeypis. gun@frettabladid.is ICELANDAIR: FAGNAR 75 ÁRA AFMÆLI Á FLUGDEGI ANNAN Í HVÍTASUNNU Dýrgripir koma við sögu og verða til sýnis á vellinum VIÐ GAMLA GERSEMI „Catalina-flugbátar voru í notkun hérlendis frá 1944 til 1963, þetta voru ótrúlegar flugvélar með mikið flugþol,“ segir Sigurður Ingi Jónsson, formaður Flugmálafélags- ins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þennan dag árið 1973 kom varðskipið Ægir að breska togaranum Everton frá Grimsby við veiðar um tuttugu sjómílum innan landhelgi Íslands sem þá hafði nýlega verið færð út í fimmtíu sjómílur. Þetta gerðist norður af Grímsey. Togarinn lagði á flótta og skipstjórinn hlýddi ekki fyrirmælum varðskipsins um að stansa. Ákvað þá skipherrann á Ægi, Guðmundur Kærnested, að skjóta á togarann, eftir að hafa varað skipstjórann við, fyrst púður- skotum og síðan föstum skotum. Endaði það með því að skotið var gat á skrokk togarans neðan sjávarmáls og kom strax mikill leki að honum en viðgerðarmenn frá freigátunni Jupiter og dráttarbátnum Statesman náðu að þétta skotgötin áður en meira tjón hlaust af. Mennirnir um borð voru aldrei í lífs- hættu enda hafði Guðmundur ráðlagt togaraskipstjóranum að láta skipverja sína fara aftur á skipið, áður en skothríðin hófst. ÞETTA GERÐIST: 26. MAÍ 1973 Hörkuátök á miðunum við Ísland Merkisatburðir 1056 Fyrsti biskup Íslands, Ísleifur Gissurarson, er vígður til Skál- holts. 1885 Garðyrkjufélag Íslands er stofnað að frumkvæði Hans Schierbecks landlæknis. 1929 Þorsteinn, fyrsti björgunarbátur Slysavarnafélags Íslands, er vígður í Reykjavík. 1941 Bresk flugvél ferst á jökli í fjalllendinu milli Eyjafjarðar og Öxnadals og með henni fjórir menn. 1968 Hægri umferð gengur í gildi á Íslandi. 1983 Fyrsta ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tekur við völdum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.