Fréttablaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 26.05.2012, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGEurovision LAUGARDAGUR 26. MAÍ 201262 Haukur flutti til Stokkhólms síðastliðið haust. Eurovisi-on-áhuginn fylgdi honum yfir hafið en Haukur lét ekki sitt eftir liggja í undankeppninni í Svíþjóð og mætti á úrslitin. „Lo- reen, sem vann keppnina hér í Sví- þjóð, er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er þess fullviss að hún muni bera sigur úr býtum í kvöld,“ segir Haukur. „Það er mikil stemning í Svíþjóð fyrir keppninni og lands- menn strax orðnir sigurglaðir. Margir Svíar segjast ekki horfa á keppnina en svo liggja þeir yfir henni,“ segir Haukur sem telur að Íslendingar eigi auðveldara með að viðurkenna áhuga sinn á keppn- inni. Serbía, Ósló og Dusseldorf „Ég hef farið þrisvar á fjórum árum á Eurovision-keppnina. Ég fór til Serbíu 2008, Óslóar 2010 og Dussel- dorf 2011. Það eru því nokkur við- brigði fyrir mig að vera ekki í Bakú núna,“ segir Haukur. Hann segist ekkert hafa verið hissa á því að Ís- land færi áfram. „Ég var alveg viss um það. Ég spái því að við lendum í kringum tíunda sætið. Annars er maður ekki dómbær á sitt lag og ég hef sjaldnast rétt fyrir mér um það. Við höfum allt til að vinna en því miður er sigursætið frátekið. Ég spái Svíum sigri en það eru nokkrir sem geta ógnað Loreen og þá helst Ítalía. Einnig gæti ég trúað að Eng- elbert Humperdinck gæti komið sterkur inn. Þau eiga það sameig- inlegt að sviðsframkoman er ein- föld og fókusinn er á þeim allan tímann. Ég tel það keppendum til framdráttar samanber keppand- ann frá Albaníu. Mér fannst í und- anriðlinum að þeir sem voru með flókna sviðsmynd kæmu verr út þar sem sviðið er íburðarmikið,“ segir Haukur. „Íslensku keppendurnar stóðu sig mjög vel en mér fannst of mikið af litlum skotum með myndavél- inni, til dæmis út í sal. Jóhanna Guðrún er gott dæmi um flott atriði þar sem myndavélin var á henni allan tímann.“ Veit allt um Eurovision Haukur segist muna vel þann dag sem hann féll fyrir Eurovisi- on. „Ég horfði á Gleðibankann á sínum tíma en minnist þess ekki að hafa horft á keppnina fyrir þann tíma. Árið 1990 kepptu Sigga Bein- teins og Grétar Örvars og ég var að hjálpa bróður mínum að bera út sunnudagsblað Mogga. Það var enginn á ferli en við heyrð- um allt í einu gríðarlegt fagnað- aróp frá íbúðum í kringum okkur. Þá fékk ég einhverja þjóðernis- kennd gagnvart keppninni sem ég hef ekki losnað við. Ég varð forfall- inn Eurovision-aðdáandi. Ég fór að taka upp keppnina og horfa á hana aftur. Núna þykist ég vita allt um flytjendur hvers árs frá þeim tíma.“ Áttu þér uppáhaldsflytjanda? „Minn uppáhaldslagahöfund- ur er frá Serbíu og er einmitt með í keppninni núna. Hann heitir Željko Joksimović. Þetta er í fjórða skipti sem hann á lag í keppninni en annað skiptið sem hann syng- ur. Hann var kynnir keppninnar þegar hún var haldin í Serbíu 2008. Ég var einu sinni á ferðalagi þegar ég stóð við hliðina á honum í röð á flugvelli. Ég held að ég hafi verið sá eini sem þekkti hann og fékk mynd af mér með honum.“ Stofnuðu aðdáendaklúbb Nokkrir forfallnir aðdáendur Euro- vision-keppninnar stofnuðu aðdá- endaklúbb síðasta haust hér á landi og er Haukur einn þeirra. „Þetta er orðinn einn stærsti svona klúbb- ur í heimi og við erum með alþjóð- lega viðurkenningu. Það þýðir að við fáum úthlutað sætum fremst í salnum ef við mætum á keppnina og getum veifað fánanum okkar. Hópurinn er orðinn óvenju sterkur enda telur hann 120 manns. Euro- vision-hópurinn hittist reglulega og fékk meðal annars að sitja í saln- um þegar þættirnir Alla leið voru teknir upp hjá RÚV. Eitt skiptið hittumst við og horfðum á öll lögin sem höfðu lent í öðru sæti í keppn- inni. Það er mjög skemmtilegt fyrir þessa aðdáendur að hitta aðra Eurovision-nörda,“ segir Haukur. Hann segist vera sestur að í Sví- þjóð, enda fann hann ástina þar og er kominn í sambúð. „Ég er samt alltaf með heimþrá,“ segir þessi helsti aðdáandi Eurovision-keppn- innar. elin@365.is Hin sænska Loreen mun sigra í kvöld Haukur Johnson er einn helsti Eurovision-aðdáandi landsins og hefur verið það frá því hann var smápolli. Hann hefur þrisvar verið viðstaddur úrslitakvöld. Hauki líst vel á aðalkeppnina í kvöld og spáir Íslandi góðu gengi. Haukur Johnson fyrir utan Eurovisionhöllina í Ósló fyrir tveimur árum. Haukur telur að Ísland verði í kringum tíunda sætið í ár. Svíar telja að sín kona, Loreen, muni bera sigur úr býtum í kvöld. NORRÆNIR KEPPENDUR FRÁ FRAMANDI LÖNDUM Það er eftirtektarvert með þátttakendur Norðurlandaþjóðanna í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár að nokkrir þeirra eiga ættir að rekja út fyrir Norðurlöndin. Loreen, sem keppir fyrir Svíþjóð, heitir réttu nafni Lorine Zineb Noka Talhaoui. Báðir foreldrar hennar eru marokkóskir Berbar. Hún er fædd í Stokkhólmi. Tooji, sem keppir fyrir Noreg, heitir Touraj Keshtkar. Hann er fæddur í Shiraz í Íran og flutti til Noregs þegar hann var ársgamall. Soluna Samay, sem keppir fyrir Dan- mörku, heitir Soluna Samay Kettel. Hún er fædd í Gvate- malaborg. Faðir henner er Gerd G. Kettel, tónlistarmaður frá Þýskalandi, móðirin Annelis Ziegler, listakona frá Sviss. Soluna flutti með fjölskyldu sinni 10 ára frá Gvatemala til Danmerkur, þegar foreldrar hennar keyptu bújörð á Borgundarhólmi. Pernilla Karlsson, sem keppti fyrir Finnland er Finnlands-Svíi, fædd í Finn- landi. Íslensku þátttakendurnir eru, eftir því sem næst verður komist, alíslenskir í báðar ættir. Norski Eurovision- keppandinn Tooji Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is s. 512-5432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Osta- og ljúfmetisverslun Nóatúni 1 7 • Sími 551 8400 www.burid.is Gildir til 30.8.2012 www.teogkaffi.is A PI P TB A R\ A BW A •• SÍ A SÍ A • 1 21 53 3 15 12 3 53 Karamellu frappó með rjóma og karamellusósu Komdu á næsta kaffihús Te & Kaffi og bragðaðu svalandi sumardrykki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.