Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 2
16. júní 2012 LAUGARDAGUR2
DÝRAVERND Sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðuneytið mun endur-
skoða frumvarp um dýravernd í
sumar. Það verður svo lagt fyrir
þingið næsta haust.
„Það verður auðvitað farið yfir
þá gagnrýni
sem fram hefur
komið,“ segir
Sigurgeir Þor-
geirsson ráðu-
neytisstjóri. „En
ég get ekki sagt
neitt um hvort
eða hverju verð-
ur breytt.“
Sigurgeir
segir að meðal
annars verði
leyfi fyrir geldingu á sjö daga göml-
um grísum án deyfingar tekið til
endurskoðunar. „Þetta hefur verið
praktíserað svona og er í samræmi
við gildandi reglur í nágrannalönd-
unum,“ segir Sigurgeir og bendir
á að nýlega hafi verið sett á reglu-
gerð sem tilgreinir að ef slíkt sé
gert verði að beita verkjastillandi
lyfjum. Þá sé verið að þróa nýtt lyf
á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu sem
gæti hugsanlega komið í staðinn
fyrir geldingu á næstu árum.
„Við þurfum að horfa á þróun
þessa tiltekna lyfs sem seinkar
þroska á eistum grísa og kemur í
veg fyrir að galtarbragðið mynd-
ist,“ segir hann. „Við hljótum að
horfa til þess hvort það sé ekki
lausn sem verði innleidd hér. Ég
ætla þó ekki að nefna neinn tíma í
því samhengi, en það verður skoð-
að.“
Hagsmunahópar hafa einnig
gagnrýnt þá ákvörðun ráðuneyt-
isins að vilja taka út þvingunar-
úrræði Matvælastofnunar til að
skerða eða fella niður ríkisstyrki
hjá þeim sem brjóta gegn dýrum.
Sigurgeir segir þá gagnrýni
umdeilanlega. Þar hafi verið uppi
lögfræðileg sjónarmið varðandi
hvernig breyta átti þeim viðurlögum
sem hægt sé að beita þá sem brjóta
gegn réttindum dýra. Til staðar séu
nú þegar ákveðin refsi- og sektar-
ákvæði, þar á meðal stjórnvaldssekt
upp í allt að fimm milljónir króna.
„Svo eru heimildir til að svipta
fólk rétti til að halda dýr,“ segir
hann. „Ef menn framfylgja lögun-
um á það ekki að geta liðist að bænd-
ur haldi bústofn sem er illa með
farið til lengdar því það á að vera
hægt að stöðva það.“ Hann segir
yfirvöld hafa borið því við að ekki
væru nægilega skýr ákvæði til að
taka á þessu með viðeigandi hætti.
„En það á að færa mönnum ótvíræð-
ar heimildir til að grípa til nauðsyn-
legra aðgerða.“ sunna@frettabladid.is
Þorlákur, þarf ekki bara að slá
á þessa vitleysu?
„Nei, hér þarf að leggja hönd á
plóg.“
Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri
Olweusaráætlunarinnar, segir brýnt að
taka á ofbeldisfullum busavígslum sem
virðist tíðkast innan sumra íþróttafélaga.
Frumvarp um vernd
dýra endurskoðað
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun taka frumvarp um dýravernd til
endurskoðunar og leggja fram á þingi næsta haust. Ráðuneytið horfir á inn-
leiðingu nýs lyfs sem tefur þroska eistna í grísum og kæmi í stað fyrir geldingu.
SIGURGEIR
ÞORGEIRSSON
VIRÐA BER RÉTT DÝRA Yfirvöld eiga að hafa ótvíræðar heimildir til að grípa til
aðgerða gegn þeim sem brjóta á rétti dýra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Dýralæknafélag Íslands mótmælti harðlega þeim breytingum sem ráðu-
neytið lét gera á frumvarpinu.
Meðal þess sem félagið gagnrýndi ráðuneytið fyrir að taka út úr tillögum
nefndarinnar sem vann að gerð frumvarpsins, var ákvæði um að grasbítum
skyldi tryggð sumarbeit, heimila ekki geldingar grísa án deyfingar, banna
aflífun minks og sels með drukknun og þvingunarákvæði Matvælastofnunar
um að svipta fólk ríkisstyrkjum til að halda dýr brjóti það á rétti þeirra.
Úr ályktun Dýralæknafélags Íslands
ht.is
23 sm og 30 sm
borðviftur.
40 sm gólfviftur.
VIFTUR
LÖGREGLUMÁL Ríkissaksóknari
hefur fellt niður kærumál gegn
Agli Einarssyni. Tæpir sjö mán-
uðir eru síðan Egill var fyrst
kærður fyrir
nauðgun.
Brynjar
Níelsson, verj-
andi Egils,
staðfesti þetta
í samtali við
fréttastofu
Stöðvar 2 í gær.
Það var í
lok nóvember
á síðasta ári
sem átján ára stúlka kærði Egil
og unnustu hans fyrir nauðgun.
Málið vakti mikla athygli, en
Egill hefur alltaf neitað sök.
Eftir rannsókn lögreglu var
málið um miðjan janúar sent Rík-
issaksóknara sem sendi það svo
aftur til lögreglu til frekari rann-
sóknar. Í millitíðinni kærði önnur
kona Egil fyrir nauðgun sem sögð
var hafa átt sér stað fyrir átta
árum. - eh
Niðurstaða eftir sjö mánuði:
Kærumál gegn
Gillz fellt niður
EGILL EINARSSON
NOREGUR Kínverskum ferðaskrif-
stofum, sem allar eru ríkis-
reknar, er bannað að bjóða upp á
ferðir til Noregs í pakkaferðum
sínum til Evrópu, að því er segir
á fréttavef Dagens Næringsliv.
Áður skipulögðu Japanir
flestar Evrópuferðir af öllum
Asíuþjóðum en nú eru nýríkir
Kínverjar á faraldsfæti. Ferða-
lögum Kínverja til Evrópu-
landa fjölgar hraðar en ferðum
annarra.
Norska utanríkisráðuneytið
hefur beðið norska sendiráðið
í Peking um að afla upplýsinga
um hvað felst í banninu. Bæði
löndin eru bundin af samkomu-
lagi Heimsviðskiptastofnunar-
innar sem bannar aðgerðir af
þessu tagi. - ibs
Evrópuferðir aukast frá Kína:
Kínverjar hafa
bannað pakka-
ferðir til Noregs
KÍNA Liu Yang verður í dag fyrsta
kínverska konan til þess að fara
út í geim. Tilkynnt var um geim-
ferðina í gær.
Liu er 33 ára gamall herflug-
maður. Hún mun ásamt tveimur
karlkyns geimförum halda út í
geim í dag í Shenzhou-geimferj-
unni. Förinni er heitið að geim-
stöðinni Tiangong 1, sem er til-
raunaverkefni Kínverja, sem
vilja koma upp varanlegri mið-
stöð í geimnum.
„Frá fyrsta degi hefur mér
verið sagt að ég sé á engan hátt
öðruvísi en karlkyns geimfarar,“
sagði Liu við fréttamenn í gær.
- þeb
33 ára gamall flugmaður:
Kínversk kona
út í geim í dag SKEMMDARVERK Níu bílar voru
stórskemmdir í Reykjanesbæ
eftir að skemmdarvargar unnu
tjón á þeim í fyrradag. Grjóti var
hent í bílana sem eru allir nýir
eða nýlegir, þeir rispaðir, dæld-
aðir og rúður og hliðarspeglar
brotnir og mannasaur klínt á
þrjá þeirra.
Lögreglan á Suðurnesjum fékk
tilkynningu um málið um tíu-
leytið á fimmtudagskvöld.
Lögreglan leitar skemmdar-
varganna og eru þeir sem hafa
orðið varir við grunsamlegar
mannaferðir um Stapabraut eða
búa yfir upplýsingum um málið
beðnir um að hafa samband í
síma 420-1800.
- bþh
Skemmdarvarga leitað:
Níu bílar grýtt-
ir og makaðir
með mannaskít
UMHVERFISMÁL Brátt þurfa allir
Reykvíkingar að flokka pappír
samkvæmt stefnu Reykjavíkur-
borgar. Óheimilt verður að setja
pappír í sorpílát fyrir blandað
sorp.
Íbúum sem setja pappírsefni í
ílát fyrir blandað sorp verður til-
kynnt með límmiðum, á tunnum
eða sorpgeymslu, að ekki hafi
verið staðið rétt að flokkun og
að við næstu losun verði ílát ekki
losuð séu í þeim pappírsefni.
Tveir eftirlitsmenn verða ráðnir
til að fara á undan sorpbílunum og
taka stikkprufur. Þeir munu einn-
ig sjá um að setja límmiða á tunn-
ur sem innihalda pappír.
Stefnt er að því að innleiða
breytinguna í áföngum, þannig
að hún taki gildi á mismunandi
tímum eftir hverfum.
Breytingarnar taka fyrst gildi
á Kjalarnesi þann 1. október á
þessu ári en áætlað er að þær taki
seinast gildi í Vesturbænum í maí
2013.
Gera má ráð fyrir að mikill
fjöldi Reykvíkinga muni kjósa
að fá sér bláa ruslatunnu undir
pappírsefni og er gert ráð fyrir að
borgarbúar panti rúmlega 16 þús-
und tunnur hjá borginni á næstu
misserum.
- ktg
Stefna að breyttri sorphirðu:
Borgarbúar verða að flokka rusl
SORPHIRÐA Endurvinnsla stóreykst í
kjölfar breytinga sem gera á í Reykjavík.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
UMHVERFISMÁL Alþingi hefur sam-
þykkt breytingar á lögum um
mengun hafs og stranda. Ráðist
var í breytingarnar að ósk Hafnar-
sambands Íslands.
Hafnarsvæði er nú skilgreint
sem umráðasvæði á sjó og landi
sem hafnaryfirvöld annast. Mark-
miðið er að afmarka betur það
svæði sem hafnarstjórar bera
ábyrgð á varðandi viðbrögð við
bráðamengun á sjó. Settar verða
ýtarlegar reglugerðir um flokkun
hafna, tiltækan mengunarvarnar-
búnað, rekstur hans og notkun. - kóp
Brugðist við ósk um varnir:
Efla varnir
gegn mengun
FJARSKIPTI Orkuveita Reykjavíkur
hefur frá árinu 1999 lagt 13 millj-
arða í fjarskiptastarfsemi. Þar af
hafa 4,7 milljarðar farið beint í
Gagnaveitu Reykjavíkur frá stofn-
un hennar. RÚV greinir frá þessu.
Stjórn Orkuveitunnar hefur lagt
kapp á að selja eignir fyrirtækis-
ins til að grynnka á skuldum þess.
Gagnaveituna hefur borið hátt í
þeirri umræðu. Haraldur Flosi
Tryggvason, stjórnarformaður
Orkuveitunnar, segir að enn eigi
eftir að taka ákvörðun um sölu-
verð Gagnaveitunnar og hvort hún
verði seld fyrir minna fé en í hana
hefur verið lagt.
Samþykkt var á stjórnarfundi
Orkuveitunnar að birta upplýsing-
ar um kostnað hennar við Gagna-
veitu Reykjavíkur. Haraldur Flosi
segir ekki hægt að birta ýtarlegri
tölur vegna viðskiptahagsmuna.
Ekki sé hægt að eyrnamerkja
Gagnaveitunni alla þrettán millj-
arðana í dag, en megnið sé vissu-
lega í fyrirtækinu.
Gagnaveita Reykjavíkur var
stofnuð sem einkahlutafélag árið
2007 og er að fullu í eigu Orku-
veitunnar en skilið er á milli bók-
halds þessara tveggja fyrirtækja.
Gagnaveitan rekur gagnaflutn-
ingskerfi, meðal annars ljósleið-
aratengingar, sem nær frá Bifröst
í Borgarfirði til Vestmannaeyja.
- bþh
Megnið af framlagi Orkuveitunnar til fjarskiptastarfsemi í Gagnaveitu Reykjavíkur:
OR hefur lagt milljarða í Gagnaveituna
STJÓRNARFORMAÐUR Haraldur Flosi
Tryggvason segir að enn eigi eftir að
taka ákvörðun um sölu Gagnaveitunnar.
FRÉTTABKLAÐIÐ/GVA
milljarðar er
sú upphæð
sem Orkuveita
Reykjavíkur hefur sett í
fjarskiptastarfsemi síðan árið
1999.
SPURNING DAGSINS
13