Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 8
16. júní 2012 LAUGARDAGUR8 lega þau sömu og fyrir tveimur vikum og hlutfall óákveðinna ekki að minnka. Þarf að sækja að Ólafi Ragnari „Niðurstöður þessarar könnun- ar ættu að segja Þóru og henn- ar stuðningsfólki að hún verði að endurskoða sína kosningabar- áttu,“ segir Gunnar Helgi Krist- insson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Hann segir stöðu Ólafs Ragnars óneitanlega afar sterka svo stuttu fyrir kosn- ingar. Þar sem Ólafur Ragnar mælist með hreinan meirihluta og aðeins tæplega 28 prósent eru enn óákveðin liggur beint við að Þóra verður að ná einhverju fylgi af Ólafi til að eiga einhvern mögu- leika á sigri, segir Gunnar Helgi. „Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Þóru, það eru ekki nema tvær vikur til kosninga og aug- ljóst að hún þarf að vera meira afgerandi,“ segir Gunnar Helgi. „Það er ekki hægt að segja að for- skot Ólafs sé óyfirstíganlegt, en það þarf eitthvað mikið að ger- ast til að annar frambjóðandi nái honum.“ Ólafur Ragnar Grímsson hefur afar sterka stöðu fyrir forsetakosningarnar sem fram fara eftir tvær vikur. Um 58 prósent styðja Ólaf en helsti keppinautur hans, Þóra Arnórsdóttir, nýtur stuðnings um 28 pró- senta kjósenda. Stuðning- ur við aðra frambjóðendur eykst í kjölfar sjónvarps- þátta en þeir eru samanlagt með stuðning tæplega 14 prósenta þjóðarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, er með ríflega tvö- falt meiri stuðning til embættis forseta en sá frambjóðandi sem næst honum kemur samkvæmt niðurstöð- um nýrrar skoðana- könnunar Fréttablaðs- ins og Stöðvar 2 sem gerð var á miðviku- dags- og fimmtudags- kvöld. Al ls segjast 58 prósent þeirra sem afstöðu taka til ein- hvers frambjóðanda í könnuninni ætla að kjósa Ólaf Ragnar þegar gengið verður til kosninga laugar- daginn 30. júní. Stuðn- ingurinn hefur aukist lítillega frá síðustu könnun, sem gerð var dagana 30. og 31. maí. Þá mældist stuðningur við Ólaf 56,4 prósent. Munurinn er þó ekki marktækur. Stuðningur við Þóru Arnórs- dóttur dalar frá síðustu könn- un. Um 27,8 prósent þeirra sem afstöðu taka í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 segj- ast myndu kjósa Þóru verði geng- ið til kosninga nú. Fyrir tveim- ur vikum sögðust 34,1 prósent styðja Þóru. Stuðningur við hana hefur því dregist saman um 6,3 prósentustig, og er það marktæk lækkun milli kannana. Munurinn á milli Ólafs og Þóru hefur aukist milli kannana og er nú 30,2 prósentustig. Þóra er með öðrum orðum ekki hálfdrætting- ur á við Ólaf Ragnar. Frá því könnunin sem gerð var í lok maí var framkvæmd hafa farið fram kappræður og umræðuþættir á Stöð 2 og RÚV, auk þess sem frambjóðendur hafa verið áberandi í fjölmiðlum, á fundum og vinnustaðaheim- sóknum, enda kosningabaráttan í algleymingi. Þetta virðist þó ekki hafa breytt stöðunni nema óverulega. Aðrir frambjóðendur hafa bætt við sig stuðningsmönnum á þess- um tveimur vikum, þó enginn þeirra komist nærri Þóru eða Ólafi Ragnari. Alls segjast um 8 prósent myndu kjósa Ara Trausta Guð- mundsson verði gengið til kosn- inga nú, sem er 2,2 prósenta aukning milli kannana, sem er marktækur munur. Nú segjast um 3,6 prósent ætla að kjósa Herdísi Þorgeirsdótt- ur, sem er aukning um 2,3 prósentustig frá síðustu könnun, þegar stuðningurinn mældist 1,3 prósent. Þetta er marktæk aukning á stuðningi við Herdísi. Um 1,8 prósent styðja Andreu J. Ólafsdóttur í könn- uninni sem gerð var í vikunni, sem er tvö- falt hærra hlutfall en fyrir tveimur vikum þegar stuðn- ingurinn mældist 0,9 prósent. Munurinn er marktækur. Þá segist 1 prósent þeirra sem afstöðu taka ætla að kjósa Hann- es Bjarnason, en 0,3 prósent studdu hann samkvæmt könnun- inni sem gerð var í lok maí. Alls taka 65,4 prósent þeirra 1.500 sem hringt var í afstöðu til einhvers frambjóðanda. Um 27,7 prósent segjast enn óákveðin, 4 prósent ætla ekki að kjósa eða ætla að skila auðu og 2,9 prósent kusu að svara ekki spurningunni. Hlutföllin eru næstum nákvæm- SKOÐANAKÖNNUN Á FYLGI FORSETAFRAMBJÓÐENDA Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Þóra ekki hálfdrættingur á við Ólaf Hringt var í 2.461 mann þar til náðist í 1.500 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 13. júní og fimmtudaginn 14. júní. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóð- skrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Með lagskiptu úrtaki er ákveðið fyrir fram hversu margra á að ná til og miðað er við lýðfræðilega sam- setningu þjóðarinnar eftir kyni, aldri og búsetu. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa til embættis forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Alls tóku 65,4 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Aðferðafræðin 60 50 40 30 20 10 % Fylgi forsetaframbjóðenda ■ Fylgi nú ■ Fylgi í könnun 30. og 31. maí ■ Fylgi í könnun 23. og 24. maí ■ Fylgi í könnun 11. og 12. apríl HEIMILD: SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 DAGANA 13. OG 14. JÚNÍ 2012 Frá kr. 67.400 með fullu fæði Heimsferðir bjóða frábær tilboð í 7 nátta ferð til Benidorm þann 19. júní eða 26. júní Í boði er m.a. Carlos I hótelið *** með fullu fæði og Hotel Melia **** með hálfu fæði eða með öllu inniföldu. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins á Benidorm á ótrúlegum kjörum. Hotel Carlos I *** Kr. 67.400 - með fullu fæði. Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi með fullu fæði í viku. Verð m.v. gistingu í tvíbýli með fullu fæði kr. 84.900. Aukagjald fyrir einbýli kr. 14.500. Sértilboð 19. júní í viku. Hotel Melia **** Verð frá kr. 87.900 - með fullu fæði. Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi með hálfu fæði í viku. Verð m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði kr. 99.900. Sértilboð 26. júní í viku. Allra s íðustu sætin Benidorm Allra síðustu sætin 19. júní og 26. júní 7 nátta ferð – einstakt tækifæri 0, 9% 2 ,7 % 1,8% 5, 8% 5, 3% 8,0% 0, 0% 0, 3%1,0% 0, 4% 1, 3% 1, 3% 2 ,9 % 3,6% 53 ,9 % 46 ,0 % 58,0% 56 ,4 % 46 ,5 % 35 ,4 % 34 ,1 % 27,8% Andrea J. Ólafsdóttir Ari Trausti Guðmundsson Hannes Bjarnason Herdís Þorgeirsdóttir Ólafur Ragnar Grímsson Þóra Arnórsdóttir Helmingur hefur kynnt sér stefnu allra Rétt rúmur helmingur kjósenda hefur kynnt sér stefnu- mál allra forsetaframbjóðendanna samkvæmt skoð- anakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls segjast 51,1 prósent hafa kynnt sér stefnu allra frambjóðenda. Um 18 prósent segjast aðeins hafa kynnt sér stefnumál þess frambjóðanda sem þau hyggjast kjósa. Þá hafði tæpur þriðjungur, um 30,9 prósent, ekki kynnt sér stefnumál neins frambjóðanda. Þau tæpu 28 prósent kjósenda sem enn hafa ekki gert upp hug sinn eru talsvert ólíklegri til að hafa kynnt sér stefnu forsetaframbjóðendanna en þeir sem taka afstöðu til ákveðins frambjóðanda. Aðeins rúmur þriðjungur þessa hóps sagðist í könnuninni hafa kynnt sér stefnu allra fram- bjóðendanna. Að undanförnu hafa bæði Stöð 2 og RÚV boðið upp á sjónvarpsþætti með frambjóðendunum, auk þess sem þeir hafa verið í viðtölum á útvarpsstöðvum og í blöð- unum. Þrátt fyrir það hefur tæpur þriðjungur kjósenda ekki kynnt sér stefnumál neins frambjóðanda. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor segir þetta ekki koma á óvart. Erfitt sé að segja til um hversu margir fylgist með sjónvarpsþáttum með rökræðum fram- bjóðenda eða viðtölum við hvern og einn. „Það verður bara að viðurkennast að þetta er ekki topp sjónvarpsefni,“ segir Gunnar. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að erfitt er fyrir frambjóðendurna að koma stefnumálum sínum á fram- færi við kjósendur segir Gunnar Helgi. Kosningabaráttan fari þá að snúast meira um almennt yfirbragð frambjóð- endanna en stefnumálin í smáatriðum. Spurt var: Hefur þú kynnt þér stefnumál allra forseta- frambjóðendanna? Alls tóku 94,7 prósent þeirra sem náð- ist í afstöðu til spurningarinnar. Um 3,9 prósent sögðust óákveðin og 1,3 prósent vildu ekki svara spurningunni. Stefnumál frambjóðendanna Hefur þú kynnt þér stefnumál allra forsetaframbjóðendanna? ■ Já ■ Nei, bara þess sem ég ætla að kjósa ■ Nei, engra HEIMILD: SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 DAGANA 13. OG 14. JÚNÍ 2012 51,1% 30,9% 18,0% 65% þeirra fimmtán hundruð sem leitað var til taka afstöðu til ein- hvers frambjóð- anda, en 27,7% segjast ekki búin að gera upp hug sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.