Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 86
16. júní 2012 LAUGARDAGUR54
Íslenska óperan frumsýnir óper-
una Il Trovatore eftir Giuseppi
Verdi í Eldborg í Hörpu þann 20.
október næstkomandi. Óperan
er eitt vinsælasta verk ítalska
meistarans, en þetta verður í
fyrsta sinn sem verk eftir hann
verður flutt í heild í Hörpu.
Þetta er þriðja óperan sem
Íslenska óperan setur upp í
Hörpu á einu ári en Töfraflaut-
an og La Boheme voru á dag-
skrá í fyrra. „Við stefnum að
því að vera með tvær sýning-
ar á vetri,“ segir Stefán Bald-
ursson óperustjóri. „Við reyn-
um að raða þessu þannig upp
að verkin séu ólík. Töfraflaut-
an og La Boheme voru léttari
en nú kemur Verdi inn af mikl-
um krafti með dramatískt verk
sem ólgar af ástríðu og hefnd.“
Il Trovatore hefur einu sinni
verið sett upp áður í Íslensku
óperunni, árið 1986.
Í helstu hlutverkum verða
Jóhann Friðgeir Valdimarsson í
hlutverki Manrico, Auður Gunn-
arsdóttir í hlutverki Leonoru,
Alina Dubik og Elsa Waage sem
skipta með sér hlutverki Azu-
cenu, Viðar Gunnarsson í hlut-
verki Ferrando og Tómas Tóm-
asson í hlutverki Luna greifa,
en hann syngur fyrstu þrjár
sýningarnar og heldur svo til
Mílanó, þar sem hann þreyt-
ir frumraun sína í Scala-óper-
unni í Lohengrin eftir Wagner.
Barítónsöngvarinn Anooshah
Golesorkhi tekur síðan við hlut-
verkinu af Tómasi. Hljómsveit-
arstjóri er hin bandaríska Carol
I. Crawford. „Það sætir tíðind-
um því þetta verður í fyrsta
sinn sem kona heldur um tón-
sprotann í óperuuppfærslu við
Íslensku óperuna,“ segir Stefán.
Alls verða sex sýningar á Il
Trovatore en miðasala hefst í
byrjun ágúst. - bs
Íslenska óperan setur upp Il Trovatore í haust
STEFÁN BALDURSSON Il Trovatore eftir Verdi
er dramatískari en síðustu verk óperunnar; La
Boheme og Töfraflautan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 16. júní 2012
➜ Gjörningar
14.00 Birgir Sigurðsson opnar mynd-
listarsýningu sína, Reynslusaga matar-
fíkils, í Flóru í Listagilinu á Akureyri. Í til-
efni þess mun hann fremja gjörninginn
Reglugerð um ofát á sama stað.
➜ Sýningar
14.00 Sölusýning á grafíkverkum
Errós verður opnuð að Brekkugerði 19.
Sýningin er haldin í tilefni af áttræðisaf-
mæli listamannsins nú í sumar. Enginn
aðgangseyrir er inn á sýninguna.
➜ Hátíðir
13.00 Hverfishátíð og flóamarkaður
verður haldin á Bollagöturóló í Norður-
mýri (við endann á Gunnarsbraut og
Auðarstræti). Allir velkomnir.
14.00 Buddha bar heldur upp á eins
árs afmæli sitt með afmælispartíi allan
daginn og fram undir morgun. Ókeypis
veitingar meðan birgðir endast og
skemmtidagskrá í boði fyrir alla.
➜ Umræður
14.00 Heimspekikaffihúsið verður
haldið á Horninu, Hafnarstræti 15.
Umræðuefnið er Hvað er sönnun? Allir
velkomnir.
➜ Tónlist
15.00 Jazzsumartónleikaröð veitinga-
hússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu
halda áfram. Að þessu sinni koma fram
feðginin Stefán S. Stefánsson og Erla
Stefánsdóttir ásamt hljómsveit. Tónleik-
arnir fara fram utandyra á Jómfrúartorg-
inu og aðgangur er ókeypis.
17.00 Þýski spunatónlistarmaðurinn
Christoph Schiller heldur tónleika að
Ingólfsstræti 10, efstu hæð, efstu bjöllu.
Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.
18.00 Orgelfoss 2012 fer fram í Hall-
grímskirkju. Flæðandi orgeltónlist verður
í kirkjunni til klukkan 21. Frítt er inn en
tekið við frjálsum framlögum í viðgerð-
arsjóð Klais orgelsins í Hallgrímskirkju.
20.00 Hljómsveitin Mannakorn heldur
stórtónleika í Hofi, Akureyri. Sveitin
hefur spilað saman frá árinu 1975 og
gefið út 12 geisladiska. Miðaverð á tón-
leikana er kr. 4.900.
20.30 Stormsveitin heldur stórtónleika
í Hlégarði. Sveitina skipa fjórradda
karlakór og fimm manna rokkhljóm-
sveit. Miðaverð er kr. 2.500.
22.00 Hljómsveitin Gordon Riots
vaknar eftri rúmlega tveggja ára dvala
og heldur tónleika á Bar 11. Þeim til
liðsinnis verður hljómsveitin We Made
God. Aðgangur er ókeypis.
22.00 DJ Seth
Sharp heldur
stuðinu gangandi
á Glaumbar. Ýmis
tilboð á barnum.
22.00 KK-band,
Bein leið, ásamt
óvæntum gestum
spila á Café Rosen-
berg.
23.00 Sálin hans
Jóns míns spilar á SPOT, Kópavogi.
Líklega mun hljómsveitin frumflytja nýtt
lag sitt, Hjartadrottningar, auk þess sem
tekin verða öll þeirra þekktustu lög.
23.00 Helgi og Hljóðfæraleikararnir
halda tónleika á Græna hattinum, Akur-
eyri. Miðaverð er kr. 1.500.
23.00 Pálmi Hjaltason skemmtir á Ob-
La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangs-
eyrir er kr. 1.000.
23.00 Húsbandið spilar á Hvítahúsinu,
Selfossi. Aðgangur er ókeypis og 2 fyrir
1 á barnum. Aldurstakmark er 18 ára.
➜ Leiðsögn
12.00 Ingibjörg Helga leiðir gesti um
sýningu sína, Mál er að mæla, í Listasal
Mosfellsbæjar til klukkan 15.
➜ Listamannaspjall
15.00 Dodda Maggý verður með lista-
mannaspjall í tengslum við sýninguna
Horizonic í Listasafni Árnesinga.
Aðgangur er ókeypis.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
Í HANDHÆG
UM
UMBÚÐUM
NÝJUNG
Þræddir, bræddir, snæddir.
Í salatið, í nestisboxið, á ostapinnann og út í heita rétti.
Það eru nánast engin takmörk fyrir möguleikum ostakubbanna.
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA