Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 93
LAUGARDAGUR 16. júní 2012 61
Bíó ★ ★★★★
Piranha 3DD
Leikstjórn: John Gulager
Leikarar: Danielle Panabaker,
Matt Bush, David Koechner, Chris
Zylka, Katrina Bowden, Gary
Busey, Christopher Lloyd, David
Hasselhoff
Manstu eftir bekkjarbróður þínum
úr grunnskóla sem endursagði alla
brandara úr kvikmyndum og sjón-
varpsþáttum sem hann sá? Brand-
ara sem voru fyndnir í sinni upphaf-
legu mynd en þegar hann þuldi þá
upp á slappri unglingaensku leið þér
skringilega og þig langaði að fara.
Kvikmyndin Piranha 3DD er þessi
strákur.
Upprunalegi brandarinn var hin
þrælskemmtilega Piranha 3D sem
kom út fyrir tveimur árum og gekk
fram af sjóuðustu splatterhundum
með hamslausum (en hlægilegum)
blóðsúthellingum og ofbeldi. Hinn
franski Alexandre Aja leikstýrði
henni með glott á vörum og sögu-
lokin bentu til þess að framhalds-
mynd væri á leiðinni. Aja sneri sér
hins vegar að öðrum verkefnum
og þeir sem halda á spöðunum nú
vita ekkert hvað þeir eru að gera.
Tafsandi og stamandi reyna þeir að
koma gamla brandaranum til skila,
en allt kemur fyrir ekki.
Að vísu var gaman að sjá Gary
gamla Busey étinn af pírönum og
þreföldun dolly zoom-skotsins úr
Jaws er húmor fyrir lengra komna,
en fleiri voru ljósu punktarnir ekki.
Piranha 3DD er í grunninn eins og
fyrirrennarinn, en munurinn er sá
að framhaldið er í höndum ófynd-
inna manna. Útkoman er því ekki
upp á marga fiska. Þá eru brell-
urnar verri, leikararnir geta ekki
neitt og hin óhóflega notkun nektar
verður að lokum merkilega niður-
drepandi.
Haukur Viðar Alfreðsson
Niðurstaða: Þú segir ekki sama
brandarann tvisvar.
Tafsandi og stamandi
MISHEPPNUÐ Piranha 3DD er ekki upp
á marga fiska.
STAÐALL
OPINN MORGUNVERÐARFUNDUR Á GRAND HÓTEL
REYKJAVÍK ÞRIÐJUDAGINN 19. JÚNÍ KL. 8-10.
Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og velferðarráðuneytið hafa frá því í árslok 2008 haft
forgöngu um gerð staðals um launajafnrétti kynjanna. Verkið hefur verið unnið undir leiðsögn Staðlaráðs
Íslands og með aðkomu fjölmargra aðila.
Frumvarp um jafnlaunastaðal er tilbúið til kynningar og fer nú í hefðbundið umsagnarferli samkvæmt
lögum um Staðlaráð Íslands. Umsagnarferlinu lýkur 20. september næstkomandi.
Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald.
Fyrirspurnir
Öguð vinnubrögð við stjórnun launamála
Hildur Jónsdóttir formaður tækninefndar um jafnlaunastaðal
Flokkun starfa
Birgir Björn Sigurjónsson hagfræðingur
Launagreiningar
Anna Borgþórsdóttir Olsen hagfræðingur
Íslenskur og evrópskur réttur á sviði launajafnréttis
Elsa S. Þorkelsdóttir lögfræðingur
Umsagnarferlið og úrvinnsla
Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra
ÁVÖRP: Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ
Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Dagskrá
Christian Bale segir að það hafi
næstum því liðið yfir sig vegna
þess hversu erfitt var að anda í
gegnum Batman-búninginn. Bale
leikur ofurhetjuna í þriðja sinn
í nýjustu myndinni, The Dark
Knight Rises, sem verður frum-
sýnd í sumar.
Í myndinni klæðist hann
þröngum leðurbúningi, grímu og
hálskraga í hlutverki Batmans.
„Þegar það er kalt í veðri verður
hálskraginn mjög þröngur. Eftir
nokkrar tökur var ég farinn að
reyna að anda í gegnum nefið.
Ég var farinn að sjá stjörnur og
sagði: „Þið verðið að taka þetta
af mér“,“ sagði Bale við tíma-
ritið Empire. Hann bætti því við
hann hafi nokkrum sinnum verið
sleginn í andlitið við upptökur á
slagsmálaatriðum í myndinni.
Gat varla
andað
ÞRÖNGT Bale átti erfitt með að anda í
Batman-búningnum sínum.
Söngkonan Rihanna hefur tekið
vel á því í ræktinni undanfarið
og fylgt stífu æfingaprógrammi.
Vegna þessa hefur hún lést veru-
lega og kveðst ekki ánægð með
breytinguna á vaxtarlagi sínu.
„Ég er í stærð 0 og er ekki ánægð
með það! Ég gekk alltof langt
og vil frekar vera í aðeins meiri
holdum. Ég vil fá gamla rassinn
minn aftur!“ Segir stjarnan sem
er heimsfræg ekki aðeins fyrir
söng sinn heldur einnig flottan
og þrýstinn líkama og ætlar sér
að fá meira hold á beinin á næst-
unni.
Rihanna vill
stærri rass
OF GRÖNN Rihanna kveðst hafa gengið
of langt í líkamsræktinni og vill endur-
heimta gamla rassinn sinn.
NORDICPHOTOS/GETTY
Hljómsveitin Bon Iver gefur
út nýja EP-plötu í næstu viku.
Hún hefur að geyma sjö lög sem
voru tekin upp á tónleikum, þar
á meðal útgáfu sveitarinnar á
Bjarkarlaginu Who Is It? Meðal
annarra laga á plötunni er Holo-
cene sem kom nýlega út á smá-
skífu. Það er einnig að finna á
síðustu plötu Bon Iver sem kom
út í fyrra.
Hljómsveitin byrjar tónleika-
ferðalag sitt um Evrópu 5. júlí í
Póllandi. Tveimur dögum síðar
taka við tónleikar á Hróarskeldu-
hátíðinni, þar sem Björk treður
einmitt líka upp.
Björk á plötu
Bon Iver
NÝ PLATA Justin Vernon og félagar í Bon
Iver syngja Bjarkarlag á nýrri plötu.