Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 34
16. júní 2012 LAUGARDAGUR34 M iklar breytingar hafa orðið á lífi Jóns Helga Guð- mundssonar frá því faðir hans stofnaði ásamt mági sínum Byggingavöruverslun Kópavogs, BYKO, fyrir 50 árum. Þá var Jón Helgi 15 ára og rakkaði timbri í nýju versluninni, sem alla tíð síðan hefur verið rekin sem fjöl- skyldufyrirtæki. Nú 50 árum seinna er hann hættur að rakka timbrinu en segist enn búa að þeirri reynslu að vinna með timbur alla daga. „Við höfum fylgt íslenskri bygg- ingarsögu í 50 ár og verið virk- ir í því sem hér er búið að gerast allan þann tíma,“ segir Jón Helgi. „Ég var í timbrinu, rakkaði timbri, afgreiddi og gerði annað sem til féll. Ég kynntist spýtunni ungur og á margar góðar minningar úr timbr- inu. Það hefur breyst mikið hvern- ig timbur er flutt til landsins. Þetta var talsvert mikil vinna fyrir okkur strákana og allt unnið í höndunum. Það var hver spýta handfjötluð.“ Hann hefur komið sér þægilega fyrir á skrifstofu forstjóra BYKO, sem þar til fyrir ári var hans skrif- stofa. Nú hefur Guðmundur sonur hans tekið við forstjórastólnum, en það var ekki auðvelt að sleppa taumnum. „BYKO er grunnurinn að þessu öllu hjá okkur. Ég er búinn að vera í þessu meira og minna í 50 ár. Ég er ekki alveg búinn að sleppa hend- inni af BYKO, ég fæ að vera með og get gefið góð ráð af og til. Það hefur ekki verið auðvelt, og var eiginlega ekki hægt eftir þær hamfarir sem urðu hér að skilja einhverja aðra eftir í súpunni. Ég þurfti að vera virkur í því að koma fyrirtækinu í gegnum þann skafl. Nú sér þokka- lega til lands með reksturinn, svo kannski fer maður að spila meira golf og lækka forgjöfina.“ Frá því dyrnar á fyrstu BYKO- versluninni við Kársnesbraut í Kópavogi opnuðust fyrir hálfri öld hafa fleiri fyrirtæki bæst í hóp- inn. Norvík, móðurfélag BYKO, er með starfsemi í sex löndum og á og rekur stórar verslanakeðjur á borð við Krónuna, Nóatún, og Intersport. Byggingavöruverslanir á Íslandi hafa farið í gegnum mögur ár frá því bankarnir hrundu haustið 2008, en Jón Helgi segir fjárhagslega stöðu BYKO sterka þrátt fyrir erfið- leika í rekstri. „Við höfum auðvitað þurft að takast á við okkar umhverfi á síð- ustu árum. Við þurftum að loka 12 þúsund fermetra verslun BYKO í Kauptúni í Garðabænum í fyrra- haust. Það reyndist vera svo miðað við efnahagsástandið að þessum tólf þúsund fermetrum virðist hafa verið ofaukið. Síðar hafa reyndar komið yfir tuttugu þúsund fermetr- ar inn í staðinn hjá öðrum bygginga- vöruverslunum, hvernig sem þeim kann að reiða af.“ BYKO hefur þurft að laga sig að breyttu umhverfi eins og önnur fyrir tæki, hagræða í rekstri og segja upp starfsfólki. Breyting- arnar eru þó ekki allar tengdar hruninu, því samkeppnin á bygg- ingavörumarkaðinum hefur aukist til muna. Fjárhagslegri endurskipu- lagningu Húsasmiðjunnar er lokið og keðjan komin í hendur nýrra eigenda. Þá hefur Bauhaus opnað verslun sína, eftir að hafa beðið með tómt húsnæði frá því í hruninu. „Við höfum alla tíð búið við sam- keppni. Þegar ég byrjaði í þessum bransa voru fleiri um hituna en eru í dag, þó þetta hafi kannski þjappast meira saman í gegnum árin,“ segir Jón Helgi. Hann viðurkennir þó að nýir aðil- ar á markaði hljóti að taka ákveðna markaðshlutdeild, en segir vonandi betri tíð fram undan á byggingar- vörumarkaði, sem komi öllum versl- ununum til góða. Jón Helgi segir að fátt hafi komið á óvart þegar Bauhaus opnaði versl- un sína, enda hafi þeir fylgst vel með þróuninni á byggingarvöru- markaðinum erlendis síðustu ára- tugi. „Fyrirtækin okkar erlendis eru að selja timbur og byggingavör- ur inn í keðjurnar erlendis svo við þekkjum það mjög vel, höfum fylgst með útsöluverði og öðru. Enda hefur það komið í ljós að það er engin sérstök breyting á verði hér á markaðinum með nýjum aðilum. Vöruúrvalið er sambærilegt, fyrir utan kannski garðvörurnar og gróð- urinn, sem við höfum ekki farið út í hjá BYKO. Við erum þá sterkari á öðrum sviðum á móti. Að okkar mati kom ekkert nýtt inn á markað- inn með þessari auknu samkeppni. Svo á eftir að koma í ljós hvernig þetta mun þróast.“ Komnir í gegnum skaflinn Eftir 50 ár á byggingavörumarkaðinum stendur BYKO sterkum fótum þrátt fyrir efnahagshrun og aukna samkeppni. Jón Helgi Guð- mundsson er staðinn upp úr forstjórastólnum en segir Brjáni Jónassyni að sér þyki erfitt að sleppa hendinni af fjölskyldufyrirtækinu. VAKTASKIPTI Í TIMBRINU Jón Helgi Guðmundsson á erfitt með að sleppa hendinni af timbursölunni og annarri starfsemi BYKO, en Guðmundur sonur hans vermir nú forstjórastólinn í þessu hálfrar aldar gamla fjölskyldufyrirtæki sem var upphafið að við- skiptaveldi Jóns Helga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■ RÆÐIR UM KAUPÞING OG FJÁRFESTINGARNAR Jón Helgi Guðmundsson hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi á undanförnum árum og átti meðal annars stóran hlut í Kaupþingi þegar bankinn fór í þrot. Fjárfestingafélag hans er skuldum vafið og hefur gert kyrrstöðusamning við lánardrottna sem rennur út í janúar á næsta ári. Um þetta og fleiri málefni, sem tengjast öðrum félögum Jóns Helga en BYKO, verður fjallað í ítarlegu viðtali við Jón Helga í Fréttablaðinu um næstu helgi. Jónsmessuganga á Botnssúlur Föstudaginn 22. júní Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands fagnar sumarsólstöðum og Jónsmessu með göngu á Botnssúlur, föstudaginn 22. júní. Stefnt er að því að standa á tindi Vestursúlu (1086 m) um miðnætti. Í kjölfarið býðst harðsnúnustu þátttakendunum að halda áfram í spennandi hringgöngu um Botnssúlurnar og enda á Syðstusúlu. Fararstjórar: Páll Guðmundsson, Páll Ásgeir Ásgeirsson, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Sigríður Lóa Jónsdóttir og Ævar Aðalsteinsson. Brottför frá Mörkinni 6 kl. 18:00. Skráning á skrifstofu FÍ í síma 5682533. Sjá nánar á heimasíðu FÍ, www.fi.is Stofnendur BYKO, þá Guðmund H. Jónsson og Hjalta Bjarnason, hefur varla rennt í grun hvílíkt við- skiptaveldi ætti eftir að byggjast upp á grunni byggingavöru- verslunarinnar sem þeir opnuðu 14. júní 1962 við Kársnesbraut í Kópavogi. Á þeim tíma var Kópavogur- inn og Fossvogs- hverfið í Reykjavík að byggjast upp og mikil eftirspurn eftir bygg- ingarefni. Verslunin sá einnig kaupfélögum úti á landi fyrir efni og hafði því aðkomu að nýbyggingum víða um land. Í lykilstöðu við uppbyggingu í Kópavogi og Fossvogshverfinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.