Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 4
16. júní 2012 LAUGARDAGUR4 Fengu 130 umsóknir Samfélagssjóður Landsbankans veitti í gær umhverfisstyrki fyrir fimm millj- ónir króna. Veittir voru fjórtán styrkir, sex að fjárhæð 500 þúsund krónur og átta 250 þúsund króna styrkir. Dr. Guðrún Pétursdóttir, formaður dómnefndar, segir að nefndinni hafi verið vandi á höndum því um 130 umsóknir hafi borist sjóðnum og margar frambærilegar. SAMFÉLAGSMÁL GENGIÐ 15.06.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,5323 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,34 126,94 196,43 197,39 159,32 160,22 21,437 21,563 21,209 21,333 18,040 18,146 1,6042 1,6136 191,92 193,06 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is BIÐIN ER Á ENDA! HUNGURLEIKARNIR H FRAMALDA Á INNBUNDIN KILJA VERSLUN Áfengissala jókst um 7,8 prósent í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í yfirliti frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þá jókst velta smávöruverslunar í flestum vöru- flokkum í maí. Áfengissala hefur farið vaxandi að undanförnu. Ástæður þess eru taldar að fólk sé að jafna sig á miklum verðhækkunum á áfengi í kjölfar efnahagshrunsins. Einkaneysla hefur almennt farið vaxandi það sem af er ári og er gert ráð fyrir að sú verði raunin áfram. Má gera ráð fyrir að áframhaldandi vöxtur einka- neyslu styrki verslun, ekki síst sérvöruverslun. - bþh Einkaneysla fer vaxandi: Áfengissala jókst um 7,8% Í RÍKINU Áfengissala hefur aukist milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Hækkun fasteigna- mats er mjög misjafnt eftir hverf- um á höfuðborgarsvæðinu. Nýtt fasteignamat fyrir næsta ár var kynnt á fimmtudag. Þannig hækkar fasteignamat í Garðabæ um 13,8 prósent á næsta ári og í Fossvogi um 9,9 prósent, en um 7,2 prósent í Vesturbæ vest- an Bræðraborgarstígs. Mikil hækkun, eða tíu til ellefu prósenta, verður í Rima-, Engja-, Víkur- og Borgarhverfum í Graf- arvogi, í Neðra-Breiðholti og í Setbergi í Hafnarfirði. Hækk- unin verður minnst í Blesugróf, um 2,1 prósent, í Úlfarsárdal um 3,3 prósent og í Bústaðahverfi um 4,6 prósent. Í Leirvogstungu í Mosfellsbæ lækkar fasteigna- matið á næsta ári um 5,4 prósent. Þjóðskrá Íslands notar stuðla til þess að gera fasteignamatið. Þannig er stuðullinn fyrir sérbýli í Hvarfahverfi í Kópavogi einn, en í fjölbýli 0,99. Í syðri hluta Þing- holta er stuðullinn á sérbýli hins vegar 1,64 og í fjölbýli 1,47. Þetta þýðir að sérbýli sem kostar 40 milljónir í Hvarfahverfi myndi kosta 65,6 milljónir ef það væri í Þingholtunum. Íbúð í fjölbýli sem í Hvörfum væri metin á 19,8 millj- ónir kostaði 29,4 milljónir í Þing- holtunum, sem er dýrasta hverfið á höfuðborgarsvæðinu. - þeb Mikill munur er á fasteignamati innan höfuðborgarsvæðisins: Þingholtin hæst metna hverfið MIÐBÆRINN Stuðullinn í öllum mið- bænum er í hærri kantinum, en dýrast er að vera í suðurhluta Þingholtanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANDARÍKIN Bandaríkin ætla að hætta að vísa úr landi ólögleg- um innflytjendum sem komu til landsins sem börn. Fólk á aldrinum 16 til 30 ára sem hefur búið í landinu í fimm ár eða lengur fær mögulega að vera þar áfram og fá atvinnu- leyfi. Fólkið þarf að vera í skóla, útskrifað úr menntaskóla eða hafa verið í hernum og með hreinan sakaferil. Tillagan er talin skipta máli í forsetakosningaslag Obama og Romney um atkvæði fólks af suður-amerískum uppruna. - þeb Ný innflytjendastefna: Ungu fólki ekki vísað burt SVÍÞJÓÐ 91 árs gömul úkraínsk kona hefur fengið dvalarleyfi í Svíþjóð, en áður hafði staðið til að vísa henni úr landinu. Fjölskylda konunnar býr í Sví- þjóð og eftir að eiginmaður henn- ar lést vildi hún flytja til afkom- endanna. Í átta ár hefur hún hins vegar ekki fengið nema tíma- bundið dvalarleyfi. Í október síð- astliðnum var brottvísun hennar afstýrt á síðustu stundu af Mann- réttindadómstóli Evrópu. - þeb Fær að eyða ellinni í Svíþjóð: 91 árs fékk loks dvalarleyfi VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 28° 27° 17° 24° 30° 22° 22° 26° 18° 20° 24° 31° 15° 19° 27° 14°Á MORGUN 8-13 m/s NV-til annars hægari. MÁNUDAGUR Hæg breytileg átt. 4 4 4 3 3 3 3 3 1 3 2 10 10 9 5 8 7 8 10 14 12 5 11 11 10 10 12 13 11 1012 14 SKIN OG SKÚRIR Nú lítur út fyrir skúrir víða um land á þjóðhátíðar- daginn, einkum sunnan og vestan til en mestu líkur á þurru og björtu veðri á Norður- og Austurlandi. Áfram milt í veðri og má búast við 16°C suðvestantil. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður NEYTENDUR Kristján Berg, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, er búinn að fá fyrstu sendinguna af villtum netalaxi úr Þjórsá. Kristján segir að 90 kíló hafi komið í hús í gær. „Veiðin fer mjög vel af stað miðað við í fyrra, en þá var mjög lítið um netalax. Ég býst við að fá um 400 kíló á viku í sumar ef allt gengur upp.“ Kristján segir laxinn úr Þjórsá stóran og spikfeitan eða „alveg fullkominn fyrir okkur fisksal- ana“. Kristján segir að tímarnir séu góðir því sending af nýjum kart- öflum er í flugi, en nýjar íslensk- ar eru vandfundnar þessa dag- ana. - shá Fiskikóngurinn sáttur: Villtur netalax á leið í borðið KÓNGAR Hann er fallegur Þjórsárlaxinn sem er á leið í fiskborðið. MYND/KRISTJÁN ALÞINGI Allt kapp var lagt á að ná samkomulagi um þinglok í gær. Þingfundi var frestað ítrekað og þegar Fréttablaðið fór í prent- un stóð til að funda klukkan 22. Útkoma fundanna ræður því hvort þing klárast í dag. Ef ekki, er vilji fyrir hendi til að beita ákvæði um að ljúka umræðu með atkvæðagreiðslu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins buðu ríkisstjórnarflokk- arnir stjórnarandstöðunni upp á samkomulag sem snerist um að frumvarp um veiðigjöld yrði afgreitt fyrir sumarfrí en frum- vörpum um fiskveiðistjórnun og rammaáætlun um vernd og nýt- ingu náttúrusvæða yrði frestað til hausts. Upphæð veiðigjaldsins yrði breytt og það lækkað niður í 13,2 milljarða. Atvinnuvega- nefnd hefur þegar lagt til lækkun frá frumvarpi ráðherra og er því ætlað að skila um 15 milljörðum króna á næsta ári, en upphaflegar tillögur ríkisstjórnarinnar gerðu ráð fyrir um fjórðungi hærri tölum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virtist samkomu- lag vera að nást í gær, en Fram- sóknarflokkurinn setti þá fyrir- vara. Hverjir þeir eru er óljóst. Þá hefur ríkisstjórnin sam- þykkt að dreifa greiðslum veiði- gjaldsins yfir árið, en það er nokkuð sem útgerðin fór fram á. Ljóst er, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins, að Sjálfstæð- isflokkurinn vill tryggingu fyrir því að fiskveiðistjórnunarfrum- varp ríkisstjórnarinnar, sem lagt yrði að nýju fram á haustþingi, taki breytingum. Fjölmörg atriði í því eru umdeild og flokknum ekki að skapi. Hvernig samið yrði um slíkt er óljóst, enda óhægt um vik að binda hendur stjórnarflokk- anna varðandi frumvarp sem leggja yrði fram að nýju í haust. Formenn flokkanna hittust í gærkvöldi klukkan 19 og fundur- inn stóð enn þegar Fréttablaðið fór í prentun. Samkvæmt heim- ildum blaðsins mun þing klárast í dag, hafi samkomulag náðst. Gerist það ekki, eru stjórn- arþingmenn reiðubúnir til að leggja fram tillögu um að stöðva umræðu og ganga strax til atkvæðagreiðslu, en níu þing- menn þarf til að það verði að veruleika. Slíku ákvæði hefur ekki verið beitt síðan 1949. kolbeinn@frettabladid.is Allt í óvissu á Alþingi Formenn flokkanna funduðu tímum saman í gærkvöldi um þinglok. Fundur stóð enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Tekist á um sjávarútvegsmál. ALÞINGI Hart var tekist á um þinglok í gær. Reynt var til þrautar að ná samkomulagi en það tókst ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.