Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 38
KYNNING − AUGLÝSINGFjármál heimilanna LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 20122 Markmið og tilgangur Vaxta-greiðsluþaksins er að létta greiðslubyrði óverð- tryggðra húsnæðislána í óhagstæð- ara vaxtaumhverfi, að auðvelda við- skiptavinum að vera á óverðtryggð- um lánaskilmálum þrátt fyrir hærra vaxtastig og að lokum að minnka óvissu viðskiptavina um greiðslu- byrði óverðtryggðra húsnæðislána,“ segir Jón Finnbogason, aðstoðar- framkvæmdastjóri viðskiptabanka- sviðs Íslandsbanka. „Grunnvirkni Vaxtagreiðslu- þaksins er þríþætt. Í fyrsta lagi, ef vextir lánsins hækka umfram skilgreint vaxtagreiðsluþak tekur vaxtagreiðslan mið af því þaki en sú upphæð sem er umfram leggst við höfuðstól lánsins. Í öðru lagi að vextir sem leggjast við höfuðstól koma til greiðslu á þeim gjalddög- um sem eftir eru af láninu. Í þriðja lagi að lántakandi velur vaxta- greiðsluþakið sjálfur sem þó verður að vera yfir 7,5% ársvöxtum. Þannig getur viðskiptavinurinn stillt vaxta- greiðsluþakið af miðað við greiðslu- getu sína. Þjónustan er valkvæð hvort held- ur sem er fyrir þá sem eru nú þegar með óverðtryggð húsnæðislán eða nýja lántakendur.“ Ólíkir kostir og gallar verð- tryggðra og óverðtryggðra lána Bæði verðtryggð og óverðtryggð lán hafa kosti og galla sem þarf að vega og meta eftir því hvert markmiðið er hverju sinni. „Verðtryggð húsnæðis- lán eru með léttari greiðslubyrði í upphafi lánstímans en þyngjast eftir því sem höfuðstóll hækkar vegna verðbóta. Þau hafa stöðuga greiðslubyrði af því að raunvextir eru greiddir jafnóðum en verðbæt- ur leggjast við höfuðstól og dreif- ast á lánstímann. Eignamyndun er hægari hjá þeim sem hafa verð- tryggð lán, hluti fjármagnskostn- aðar bætist við höfuðstól lánsins í hvert skipti sem hann fellur til, það er að segja verðbæturnar. Hjá lántaka verðtryggðs láns er mikil- vægt að kaupmáttur hans og raun- verð íbúðarhúsnæðis haldi. Óverð- tryggðu húsnæðislánin hafa þyngri greiðslubyrði í upphafi lánstím- ans en þau verðtryggðu og sveifl- urnar í greiðslubyrðinni eru meiri. Þar eru nafnvextir greiddir jafnóð- um, vaxtabreytingar hafa því strax áhrif á greiðslur lántakandans. Hins vegar er eignamyndun hrað- ari hjá þeim sem hafa þessi lán. Fjármagnskostnaður er greiddur að fullu í hvert skipti sem hann fellur til og því engu bætt við höfuðstól.“ Íslandsbanki býður viðskipta- vinum upp á að velja hvernig sam- setningu af óverðtryggðum og verð- tryggðum lánum viðkomandi tekur. „Með Vaxtaþakinu hafa viðskipta- vinir nú raunverulegt val milli verðtryggðra og óverðtryggðra húsnæðis lána þar sem óvissa um framtíðar greiðslubyrði hefur verið takmörkuð. Það er skylda okkar að bjóða upp á mismunandi leiðir til fjármögnunar. Það sem er best fyrir einn er ekki endilega best fyrir ein- hvern annan,“ segir Jón. Valkostur sem takmarkar óvissu í greiðslubyrði óverðtryggðra lána Íslandsbanki býður upp á nýja þjónustu fyrir viðskiptavini sína. Vaxtaþak veitir þeim sem hafa óverðtryggð lán skjól fyrir toppum í greiðslubyrði við hækkun vaxta. Með Vaxtaþakinu hafa viðskiptavinir nú raunverulegt val milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Jón segir það skyldu bankans að bjóða upp á mismunandi leiðir til fjármögnunar. Það sé ólíkt milli einstaklinga hvers konar lán henti hverju sinni. MYND/ERNIR islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Ný þjónusta E N N E M M / S ÍA / N M 5 2 7 3 0 Við bjóðum vaxtagreiðsluþak yfir höfuðið Vaxtabreytingar geta valdið sveiflum í greiðslubyrði óverðtryggðra húsnæðislána. Vaxtagreiðsluþak Íslands banka veitir skjól ef vextir hækka. Þá jafnast greiðslu byrðin en það sem fer upp fyrir þakið bætist við höfuð stól og dreifist á lánstímann. Kostir vaxtagreiðsluþaks · Léttir greiðslubyrði ef vextir hækka · Dregur úr óvissu og veitir öryggi · Lánstími lengist ekki · Óverðtryggð lán geta hraðað eignamyndun Ókostir vaxtagreiðsluþaks · Hluta vaxtagreiðslunnar er frestað · Höfuðstóll hækkar ef vextir lánsins eru umfram vaxtagreiðsluþakið · Hærri höfuðstóll hækkar heildarvaxtakostnað lánsins Allar upplýsingar er að finna á www.islandsbanki.is Íslandsbanki hvetur alla til að kynna sér nánar skilmála vaxtagreiðsluþaksins og þær tegundir lána sem í boði eru og taka ákvörðun að vandlega athuguðu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.