Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 37
FJÁRMÁL HEIMILANNA
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2012 Kynningarblað Sparnaðarráð, fjármálalæsi, húsnæðislán og óvæntar breytingar
Matur
Stór hluti ráðstöfunartekna hvers
heimilis fer yfirleitt í matvöru.
Matur er vissulega nauðsynleg-
ur en það er vel hægt að spara
háar fjárhæðir á ári með skyn-
samlegri innkaupum. Lágvöru-
verslanir bjóða að öllu jöfnu upp
á ódýrari matvöru og flestar mat-
vöruverslanir eru með ýmis til-
boð oft í mánuði. Skynsamlegt er
að gera matseðil fyrir vikuna og
kaupa sem mest inn í einni ferð.
Ef rýnt er í matarvenjur heimilis-
ins sést að þar finnast oft „óþarfa“
vörur sem auðveldlega er hægt að
sleppa eða kaupa minna af. Síðan
er gaman að spreyta sig á því að
finna uppskriftir af ódýrum og
hollum mat.
Bíllinn og bensínið
Afborganir af bílalánum og rekstr-
arkostnaður bílsins vega þungt í
útgjöldum margra heimila mán-
aðarlega. Auðvitað væri frábært ef
allir gætu gengið eða nýtt almenn-
ingssamgöngur en raunveruleik-
inn er þó annar fyrir marga ein-
staklinga og fjölskyldur. Séu tveir
eða fleiri bílar á heimili er hægt að
spara háar fjárhæðir árlega með
því að leggja öðrum bílnum. Fyrir
suma er raunhæfur kostur að hjóla
eða taka strætó nokkra daga í viku
til vinnu. Varast ber stuttar ferðir
á bílnum, til dæmis út í næstu búð
og reyna frekar að safna nokkrum
erindum saman í eina ferð.
Afþreying getur verið dýr
Alls konar afþreying er í boði
fyrir fjölskyldumeðlimi og kost-
ar mismikið. Það er auðvelt að
skera niður kostnað við afþrey-
ingu með því að sleppa henni en
líka má finna ókeypis eða mjög
ódýra afþreyingu. Hvernig væri
að skipta út bíóferðum og vídeó-
leigunni með tilheyrandi sælgæt-
iskaupum fyrir til dæmis hjólrei-
ðatúr eða sundlaugarferð? Heim-
sókn á næsta útivistarsvæði er líka
góð afþreying, sérstaklega ef nesti,
bolti og leiktæki eru með í för.
Tilboð óskast
Hægt er að spara háar fjárhæð-
ir árlega með því að óska eftir til-
boðum í ýmsa þjónustu og vörur.
Þar má meðal annars nefna trygg-
ingar heimilisins, bankaviðskipti,
húsgögn og símaviðskipti. Ef fjár-
fest er í dýrum hlutum, til dæmis
húsgögnum og innréttingum,
á hiklaust að óska eftir tilboð-
um. Fjarskiptafyrirtækin bjóða
upp á margvíslega þjónustu og
f lest heimili kaupa netaðgang,
heimasíma og áskriftarþjónustu
fyrir nokkra GSM-síma. Þetta eru
háar fjárhæðir árlega og því ekk-
ert sjálfsagðara en að óska eftir til-
boðum í fjölskyldupakkann.
Sparnaðarráð fyrir heimilið
Útgjöld heimilisins eru af margvíslegum toga. Einstaklingar og fjölskyldur ættu að setjast niður reglulega og fara yfir bókhaldið. Ef
vel er rýnt í heimilisbókhaldið má yfirleitt finna leiðir til að spara og jafnvel taka út einstaka kostnaðarliði.
Ýmsar leiðir eru til staðar ef einstaklingar og fjölskyldur vilja spara. Góð kvöldstund yfir heimilisbókhaldinu getur gefið ýmsar hugmyndir að sparnaði sem auðvelt er að framkvæma. MYND/GETTY
www.ils.is | Sími: 569 6900 | Grænt númer: 800 6969 | Borgartúni 21, 105 Reykjavík
Kynntu þér lán og aðra
þjónustu Íbúðalánasjóðs
Lán til íbúðarkaupa
Lán til endurbóta og viðbygginga
Aukalán vegna sérþarfa
Ráðgjöf og úrræði í greiðsluvanda