Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 30
16. júní 2012 LAUGARDAGUR30 Blendnar tilfinningar til nýju þáttanna Halldór Gylfason, leikari „Ég sit límdur við skjáinn næstu vikurnar, rétt eins og ég geri ráð fyrir að helm- ingur þjóðarinnar geri,“ segir Guðmundur R. Gíslason, söngvari hljómsveitar- innar Súellen frá Neskaupstað. Stofnendur sveitarinnar voru kornungir, þrettán og fjórtán ára, þegar þeir fengu nafn hinnar vansælu eiginkonu JR lánað, en það hefur staðist tímans tönn og er enn við lýði. „Við horfðum auðvitað á Dallas eins og allir aðrir Íslend- ingar, hvort sem þeir viðurkenna það í dag eða ekki,“ segir Guðmundur. „Við höfðum verið að velta fyrir okkur nafni á hljómsveitina og íhuguðum nöfn á nokkrum öðrum persónum í Dallas. Trommuleikarinn þáverandi stakk þá upp á Súellen, sem okkur þótti afleit hugmynd í fyrstu, en í raun var hugmyndin svo hræðileg að hún var frábær. Eini misskilningurinn sem nafnið hefur valdið er sá að margir halda enn að við séum kvennahljómsveit. Sumir rugla okkur saman við Dúkkulísurnar, enda er það skiljanlegt þar sem þær komu líka að austan og sungu lagið Pamela í Dallas. En þessi ruglingur hefur ekki komið að sök að ráði,“ bætir hann við og segir Sue Ellen eðlilega hafa verið eftirlætis karakter hljómsveitarmeðlima. Árið 2004 héldu meðlimir Súellen í pílagrímsferð vestur um haf og heimsóttu fyrirheitna landið, sjálfa Dallas-borg í Texas. „Við urðum að láta verða af þessu. Við komumst meðal annars að því að búgarðurinn þar sem þættirnir voru teknir upp var orðinn að Dallas-safni, sem við kíktum auðvitað á. Svo tókum við líka upp tvö lög í þessari skemmtilegu ferð. Verst var að við náðum ekki sambandi við Lindu Gray, leikkonuna sem leikur Sue Ellen, en við spjölluðum við umboðsmann hennar sem sagði okkur að hún væri því miður of upptekin til að hitta okkur. Mig minnir að hún hafi verið að leika á Broadway á þessum tíma, svo við eigum það eftir. Hún veit þó af tilvist hljóm- sveitarinnar Súellen á Íslandi og það er huggun í því,“ segir Guðmundur. N íundi áratug- urinn bauð þorra þjóð- arinnar upp á eins konar þjóðhátíðar- dag einu sinni í viku, þegar ástir og ævintýri Ewing- fjölskyldunnar í borg- inni Dallas í Texas-ríki blöstu við á skjánum. Það hefði því farið vel á því að Stöð 2 hefði hafið sýning- ar á nýrri Dallas-þáttaröð þann 17. júní eins og til stóð, en ákveðið var að flýta frum- sýningu fram til gærkvöldsins. Margir bíða spenntir, en hvort nýir fylgismenn bætist í hópinn kemur væntanlega fljótlega í ljós. Alls lét fjölmiðlafyrirtækið TNT framleiða tíu þætti og velt- ur á viðtökunum hvort fleiri fylgi í kjölfarið. Ekki er um endurgerð á hinni ástsælu framhaldsþáttaröð að ræða heldur framhald sem ger- ist í nútímanum, nokkurs konar „öppdeitaða“ útgáfu af sápu- óperunni. Umfjöllunarefnið er þó kunnuglegt, eins og við mátti búast. Allir þrá enn yfirráðin á Southfork-búgarðinum og svífast einskis til þess að ná þeim, þótt sumir beiti til þess ruddalegri aðferðum en aðrir eins og geng- ur. John Ross (Josh Henderson), sonur JR Ewing og Sue Ellen, er holdgervingur pabba síns. Ófyr- irleitinn kaupsýslumaður sem dreymir um að verða þvottekta olíubarón. Frændi hans Christop- her (Jesse Metcalfe), ættleiddur sonur Bobby Ewing og Pamelu, er andstæðan og trúir bláeygt á vistvænni orkugjafa. Jordana Brewster (Elena Ramos) er dótt- ir kokksins á Southfork, fyrrum unnusta Christophers sú sem John Ross hefur haft augastað á stóran hluta ævinnar. Rebecca Sutter Ewing (Julie Gonzalo), eig- inkona Christophers, hefur verið munaðarlaus frá tólf ára aldri og þriðja eiginkona Bobbys, Ann Ryland Ewing (Brenda Strong) er gömul vinkona Sue Ellen. Gömlu andlitin eru líka nokk- ur. Hinn aldni Larry Hagman snýr aftur sem JR Ewing, hjarta- knúsarinn Patrick Duffy sem Bobby Ewing og Linda Gray sem Sue Ellen. Einnig reka inn nefið Ray Krebbs (Steve Kanaly), Cliff Barnes (Ken Kercheval) og Lucy Ewing Cooper (Charlene Hilton) svo þekktustu nöfnin séu nefnd. „Nýju þættirnir eru alveg eins og þeir gömlu, fyrir utan það að nú er árið 2012,“ sagði Patrick Duffy í viðtali fyrir skemmstu. „Við lítum svo á að þetta sé fjór- tánda þáttaröðin. Það er eins og áhorfendur hafi bara gleymt á hvaða stöð við erum.“ Hver ræður ríkjum á Southfork? Stöð 2 heimsfrumsýndi í gær, utan Bandaríkjanna, nýja þáttaröð af Dallas. Ljóst er að margir biðu spenntir enda þættirnir vinsælu ljóslifandi í hugum fjölda fólks. Kjartan Guðmundsson kynnti sér þættina og viðbrögðin ytra. GAMLIR KUNNINGJAR Larry Hagman, Linda Gray og Patrick Duffy, eða JR, Sue Ellen og Bobby eins og þau eru betur þekkt, verða á skjánum á Stöð 2 á sunnudagskvöldum næstu vikurnar. NORDICPHOTOS/GETTY Auðvitað verð ég, sem Dallas-sérfræð-ingur, að horfa á þessa nýju þætti. En ég hef mjög blendnar tilfinningar til þessa framtaks. Helst myndi ég vilja hafa þættina áfram eins og þeir eru í minn- ingunni. Hvernig myndi íslenskufræðing- um lítast á ef gert yrði framhald af Njálu eða Egils sögu í nútímanum? Eða hvernig myndi kvikmyndaáhugafólki lítast á ef gerð yrði mynd um Þór og Danna í Nýju lífi í dag? Það er verið að taka risastór- an séns með þessum þáttum. Þetta er tvíeggjað sverð,“ segir leikarinn Halldór Gylfason sem telst með réttu sérfræð- ingur í málefnum Ewing-fjölskyldunnar enda fylgdist hann grannt með uppruna- legu þáttunum frá upphafi til enda og hafði á þeim miklar skoðanir. Halldór gengur svo langt að halda því fram að ekkert sjónvarpsefni, hvorki fyrr né síðar, komist með tærnar þar sem Dallas hefur hælana. „Ég hef að minnsta kosti ekki séð neitt sem trompar Dall- as. Maður sem ég þekki var í bölvuðum vandræðum um daginn, það voru veik- indi í fjölskyldunni hans og allt í volli, og hann sagði við mig að lífið væri ekki eins og sjónvarpsþáttur. Ég svaraði því að það væri kannski rétt, en lífið væri samt dálítið eins og Dallas því þar gerast svona hlutir, mjög óvæntir og dramatískir hlut- ir. Desperate Housewifes og allir þessir dramaþættir eru bara stælingar á Dallas, bara vel gerðar eftirlíkingar og karakter- arnir eiga sér stoð í gömlu Dallas-þátt- unum.“ Spurður um eftirlætis persónu í Dallas segir Halldór nánast ómögulegt að halda öðru fram en að JR Ewing hafi borið höfuð og herðar yfir aðra karaktera. „Það má líkja þessu við það að maður sé spurður hver hafi verið bestur í lands- liði Argentínu sem varð heimsmeistari 1986. Ef maður vill líta út eins og Hjörvar Hafliðason og þykjast hafa voðalega mikið vit á hlut- unum segir maður kannski Mario Gonzales eða eitt- hvað svoleiðis, en auðvitað var Maradona langbestur og það vita allir, eins og allir vita að JR var bestur í þessu prógrammi. En stund- um segi ég að uppá- halds Dallas-karakt- erinn minn sé Harry McSween, háttsetti lögregluforinginn í Dallas sem JR hafði í vasanum. McSween var eiginlega mesti óþokki þáttanna. Þegar JR þurfti að koma sök á ein- hverja gæja sem voru að sofa hjá Sue Ellen eða eitthvað slíkt, til dæmis að láta koma fyrir eiturlyfjum í hanska- hólfum, gekk Harry McSween í málið og fleiri skítverk. Hann er væntanlega ekki með í nýju þáttunum.“ Aðspurður segist Halldór fyrst í stað hafa hatað JR Ewing. „Hann var svo rosalega vondur. En einhvern veginn æxl- aðist það þannig að það var alltaf JR sem stóð uppi sem sigurvegari og glotti í lok þáttanna. Eftir því sem leið á þættina fór ég bara að dást að honum. Þetta er svipað og með þýska landsliðið í fótbolta. Þegar ég var yngri þoldi ég ekki hvað Þjóð- verjarnir voru góðir og unnu alltaf. Ég elskaði að hata þá en núna er ég farinn að elska þá. Og Sjálfstæðisflokkurinn. Maður verður bara að lifa með þessu hel- víti því þeir vinna alltaf á endanum. Þótt þeir séu ógeðslegir og ófyrir- leitnir glæpamenn þá standa þeir alltaf uppi sem glottandi sigur- vegarar. Manni verður bara að þykja vænt um þá,“ segir Halldór. Á unglingsárum var áhugi leikarans á Dallas svo brenn- andi að hann samdi lag um þættina sem hann flutti víða á mannamótum og gerir raunar enn þann dag í dag. Fyrstu erindi text- ans hljóða svo: ■ DALLAS-SÉRFRÆÐINGURINN NÁÐUM EKKI Í SUE ELLEN Fyrsti nýi Dallas-þátturinn var sýndur í Bandaríkjunum á miðvikudaginn, fékk mikið áhorf og ekki stóð á viðbrögðunum. Yfirlit yfir fjölmiðlatengdar netsíður leiðir í ljós að flest virðast þau á jákvæðu nótunum, þótt einhverjir telji að betur hefði verið heima setið en af stað farið: New York Daily News: „Larry Hagman er alveg jafn mikið illmenni og fyrr ... Enginn býst við því að Dallas nái til jafn margra nú og þátturinn gerði fyrir þremur áratugum en TNT veðjar á réttan hest.“ TV Guide: „Því miður fölna ungu persónurnar í samanburði við átrúnaðargoðin sem gátu þær af sér.“ STL Today: „Ungt leikaraliðið, sérstaklega karlmennirnir í aðalhlutverkunum, er aðlað- andi, þátturinn lítur vel út og græðir á því að tökustaðirnir séu í sjálfri Dallas ... Söguþráðurinn er sannfærandi.“ VIÐBRÖGÐ SPEKÚLANTA Dallas fer að byrja tilveran ei lengur er myrk. Ég Dallas-stefið kyrja Það veitir mér andlegan styrk. JR á skjáinn ég á ekki lengur neitt hobbí. Ég hræðist ei manninn með ljáinn og hugur minn beinist að Bobby. Cliff er dáldið skrýtinn Samt er hann meinleysisgrey. Kannski vill hann verða töffari eins og Ray. Í gær var ber að ofan kom hún þá til hans hún Jenna og lagðist í hlöðukofann og byrjaði sig að glenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.