Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 90
16. júní 2012 LAUGARDAGUR58
popp@frettabladid.is
Uppskeru- og verðlaunahátíð leikara-
stéttarinnar Gríman fór fram með
pompi og prakt í Hörpu á fimmtudags-
kvöldið. Leiksýningin Tengdó var
sigurvegari hátíðarinnar. Valur Freyr
Einarsson var meðal annars valinn
leikskáld árins og leikari ársins í aðal-
hlutverki og sýningin valin sýning árs-
ins. Fjölmennt var á hátíðinni en hljóm-
sveitin Orphic Oxtra lék fyrir dansi að
verðlaunahátíðinni lokinni.
Líf og fjör á
Grímunni
HRESS Linda Loeskow, Högni Egilsson og Elsa Kristín Sigurðardóttir
tóku sig vel út.
UNG OG EFNILEG Leikararnir Vignir Rafn Valþórsson,
Saga Garðarsdóttir og Ævar Þór Benediktsson voru full-
trúar ungu kynslóðarinnar.
GLÆSILEG Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Egill Ólafs-
son og Tinna Gunnlaugsdóttir.
FLOTTAR Marta Nordal og Edda Björg Eyjólfsdóttir
skemmtu sér.
SKEMMTILEGT Helga Braga Jónsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir og Guð-
finna Rúnarsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
EKTA ÍSLENSKT SUMAR
Takk fyrir
fantasíuna
þína
Fjölmargir hafa tekið
þátt í verkefninu. Takk fyrir
frábærar viðtökur!
Ef þig langar að vera
með þá er hægt að senda
inn sögur til 19. júní
fantasiur.is
MANNS skipa fylgdarlið tónlistarkonunnar Madonnu í tónleikaferðalagi
hennar um heiminn. Þar af eru 30 lífverðir en MDNA ferðalag söngkon-
unnar hófst í maí og lýkur í desember.
200
Hin brasilíska Gisele Bündchen er
tekjuhæsta ofurfyrirsæta heims
áttunda árið í röð samkvæmt For-
bes tímaritinu en hún hefur þénað
mest allra fyrirsæta frá árinu
2004. Á tímabilinu frá maí 2011
til maí 2012 fékk hún greiddar 45
milljónir dala.
Í tímaritinu segir að ofurfyrir-
sætan og fyrrum Victoria’s Sec-
ret-engillinn sigri aðalkeppinauta
sína, Kate Moss og Nataliu Vodia-
novu, með meira en 35 milljónir
dollara í árstekjur. Þar segir að
tískugoðið Kate Moss hafi fengið
9,2 milljónir dollara fyrir að vera
andlit herferða tískumerkjanna
Longchamp, Mango og Rimmel á
meðan Natalia þénaði 8,6 milljón-
ir dollara fyrir auglýsingar sínar
fyrir Guerlain og Calvin Klein.
Í júní á síðasta ári áætlaði ritið
að heildartekjur hennar síðustu
tíu árin næmu yfir 250 milljónum
dollara. Forvitnilegt er að sex af
tíu hæstlaunuðu fyrirsætum heims
hafa sýnt undirföt fyrir Victoria’s
Secret. Þar á meðal eru Lara
Stone, Miranda Kerr and Candice
Swanepoe.
Gisele Bündchen
tekjuhæst í átta ár
LANGHÆST Gisele Bündchen, önnur frá vinstri, aflar mun meiri tekna en keppinautur
hennar Kate Moss. NORDICPHOTOS/GETTY