Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 78
16. júní 2012 LAUGARDAGUR46 krakkar@frettabladid.is Landnámshænan Auður, sem á heima á sveitabæ á Suður- landi, er enginn venjulegur fugl. Hún er reyndar hálfgerður furðufugl. Þegar eigandi henn- ar setur korn eða annað góð- gæti fyrir framan hana hoppar hún og fær gott í gogginn að launum. Hún hoppar að vísu ekki hátt, ekki nema um milli- metra frá jörðinni, en það þykir einstaklega fyndið og forvitni- legt á að horfa. Þar með eru brögð hinnar skynsömu Auðar ekki upp- talin. Þegar hún er úti í garði og finnur til svengdar goggar hún í eldhúsgluggann, þangað til einhver kemur út og gefur henni að borða. Hún kann sér- staklega vel að meta Rice Crispies. Landnámshænur er nafn yfir þá tegund sem hefur verið á Íslandi lengst allra hænsna. Þær eru minni en margar aðrar hænur í útlöndum, en harðgerar og duglegar. Þær voru á tímabili í útrýming- arhættu, en eru það ekki lengur, þökk sé aðdáendum hænunnar víða um land. Það er ekki víst að allar land- námshænur geti leikið listir eins og Auður, en þær eru þó þekktar fyrir að hægt er að kenna þeim ýmislegt. Þær hænast líka margar hverjar að mannfólki og þykja mjög skemmtilegir fuglar. Landnámshæna leikur kúnstir Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Hafið þið heyrt um maraþonhlauparann sem hljóp í spik? Eða hafið þið heyrt um bakarann sem bakaði bara vandræði? Þið hljótið að hafa heyrt um trommarann sem sló í gegn? Og rafvirkjann sem var í stuði? Svo ég tali nú ekki um rakarana tvo sem fóru í hár saman? svar: A OG 3, B OG 4, D OG 1, E OG 2. Bragi Halldórsson 20 A B D E „Hér eru fjórar tegundir fugla sem allar eru með sérhæfðan gogg til að borða mismunandi fæðu“ las Lísaloppa. „Getur þú parað saman hvern fugl þá fæðu sem hann er sérhæfður í að borða.“ Kata rýndi í myndina smá stund og sagði svo. „Þetta væri kanski auðveldara ef þetta væru íslenskir fuglar.“ „En við þurfum bara að horfa á gogginn á þeim og þá eigum við að geta séð hvaða goggur er bestur til að borða mismunandi mat, sagði Lísaloppa. „Allt í lagi,“ sagði Kata. „Ég þekki svo sem ekkert íslenska fugla betur en erlenda. Getur þú hjálpað þeim að para saman fuglsgoggana og viðeigandi fæðu? 1 2 3 4 Fáðu þér góða mjólkurskvettu! www.ms.is Í TILEFNI AF hundrað ára afmæli skátastarfs á Íslandi hafa skátar tekið höndum saman við Landsvirkjun um upp- setningu á sýningunni Undraland – Minningar frá Úlfljótsvatni, sem tileinkuð er starfsemi skáta á Úlfljótsvatni síðustu sjö áratugina. Á sýningunni gefst gestum kostur á að skyggnast inn í ævintýraheim skáta við Úlfljótsvatn og þess fjöl- breytta starfs sem þar fer fram. Sýningin verður opnuð í Ljósafossstöð klukkan 14 í dag. Í kjölfar opnunarinnar verður boðsgestum boðið í skátakakó í Gilwell-skálanum klukkan 15.30. Stígvélaði kötturinn gæti lifað á rjómablandi, besti vinur hans heitir Ari og hann heldur með Hollandi á Evrópumóti karla í fótbolta. SKEMMTILEGAST AÐ HEIMSÆKJA KRAKKA 1. Þú ert alltaf kallaður Stíg- vélaði kötturinn, en hvað heitir þú fullu nafni? Ég var nefndur Don Depill Simba við fæðingu en það vita það mjög fáir. 2. Hvað ertu gamall? Þetta finnst mér óviðeigandi spurning. Ég get þó sagt að ég hef slitið kettlingaskónum en hef þó ekki enn þurft að fara inn á Kattholt. 3. Hvar fæddist þú? Sú dýrð- arstund átti sér stað milli fullra hveitipoka, undir ofn- inum í mylluhúsi nokkru í Ævintýraskóginum. 4. Hvort gengurðu í gúmmí- eða leðurstígvélum? Leður! Að sjálfsögðu. 5. Harðfisk eða rjóma? Ég gæti lifað á rjómablandi. 6. Hvað finnst þér best að borða? Sardínur með þeytt- um rjóma, mjá, ég fæ vatn í munninn. 7. Hver er besti vinur þinn? Ari, engin spurning. 8. Hvert er uppáhaldsævintýr- ið þitt fyrir utan Stígvélaða köttinn? Ætli ég verði ekki að segja Mjallhvít og dverg- arnir sjö, Hans klaufi, Rauð- hetta og Galdrakarlinn í Oz. 9. Ertu á Facebook? Já! Ásamt hinum vinum mínum í Leik- hópnum Lottu. 10. Hvað er það skemmtileg- asta sem þú gerir? Ferðast um landið og heimsækja skemmtilega krakka. 11. Kanntu góðan brandara? Marga! Hér kemur einn frábær. Einu sinni voru tveir kettir á leiðinni í teygjustökk, þá sagði annar „mjá“ og hinn svaraði „akk- úrat það sem ég ætlaði að segja“. Hahahahaha! 12. Verður þú aldrei bílveikur á ferðalagi með Leikhópn- um Lottu? Nei, það hef ég aldrei orðið. Hins vegar verða Hans hátign og Fríða prinsessa oft veik enda ekki vön því að ferðast með almúganum. 13. Með hvaða íþróttaliði held- urðu? Breiðabliki. Þó Fylk- ir sé með flottustu bún- ingana. 14. Með hverjum heldurðu á EM? Hollandi. Þeir bera af í appelsínugula litnum. Appelsínugulur er sko uppáhaldsliturinn minn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.