Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 16
16 16. júní 2012 LAUGARDAGUR Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, kvartar undan skrifum mínum hér í blaðið um völd forsetans og mér rennur blóðið til skyldunnar að standa betur fyrir máli mínu. Ágrein- ingur virðist vera milli okkar Skúla aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi eðli starfsskyldna forseta eins og þeim er lýst í stjórnarskrá. Í öðru lagi hvað getur talist sem lögfræðilegur rökstuðningur þegar staðhæft er að forseti hafi málskotsrétt. Um það fyrra segir Skúli, að „forseti verður ekki þvingað- ur til staðfestingar tillögu ráð- herra“. Í þessum orðum virð- ist sú hugsun liggja að forseti verði ekki þvingaður með lík- amlegu valdi til að sinna skyld- um sínum og er það að sönnu alveg rétt. Hitt er á að líta að menn eru ekki almennt þving- aðir til að hlýða lögum með slíkum hætti heldur er vitn- eskja um viðurlög venjulega látin duga. Maður sem neitar að greiða skattinn sinn er ekki færður með lögregluvaldi niður á skattstofu og féð þar dregið upp úr vösum hans. Skatturinn hefur önnur úrræði sem virka mun betur. Forsetinn er þvingaður til að gegna skyldum sínum sam- kvæmt stjórnarskrá, á sama hátt og almennt er, með hót- unum um viðurlög. Skúli segir að gagnvart forseta sé „engum viðurlögum fyrir að fara enda er forsetinn ábyrgðarlaus“, skv. stjskr. Hér fipast Skúli í skil- greiningunum, því að ábyrgð- arleysi forseta nær aðeins til stjórnarathafna, sem eru að öllu leyti á ábyrgð og valdi ráð- herra. Að öðru leyti ber hann að fullu ábyrgð á gjörðum sínum rétt eins og annað fólk. Þá er og sérstakt ákvæði í 2. mgr. 11. greinar stjskr. þar sem því er lýst hvernig dæma má forset- ann til refsingar fyrir ólöglega háttsemi. Þar er viðurlögunum lýst og þar með þeirri lögþving- un sem á forseta hvílir til þess að fara eftir lögum í störfum sínum. Það er að sönnu erfið- ara og viðurhlutameira að koma refsiábyrgð fram við forseta en venjulegt fólk, en heimildin er fyrir hendi. Um síðara atriðið, málskots- rétt forsetans, leyfði ég mér að segja að talsmenn pólitísks for- seta hefðu aldrei fært rök fyrir staðhæfingum sínum. Skúli hefur nú bætt úr þessu. Hann segir skoðun sína eiga „skýra stoð í aðdraganda að setningu stjórnarskrárinnar, umræðum á Alþingi svo og skýringum við ákvæðið sjálft í greinargerð“. Í lögfræði er mikið lagt upp úr því að skoða og skilja rétt- arheimildir og vega og meta gildi þeirra, sem er mjög mis- jafnt. Æðst réttarheimilda er stjórnarskráin sjálf og verð- ur allt annað að lúta henni. Því næst koma sett lög, dómar Hæstaréttar og má svo lengi telja. Greinargerðir með laga- frumvörpum geta talist veita skýringu á hugmyndum þess sem samdi greinargerðina og þeirra sem hann starfaði fyrir, en raunar ekkert um hugsan- ir þeirra sem á endanum sam- þykktu frumvarpið. Umræður á Alþingi festast lítt í hendi, því ekki aðeins segja menn eitt nú og annað á eftir, heldur kunna þeir einnig að greiða atkvæði þvert gegn ræðum sínum. Aðdragandi að setningu stjórn- arskrár hefur, eftir því sem ég best veit, ekki talist réttar- heimild hingað til. Ef átt er við fjölmiðlaumræðu hefur hún að lögum ekkert gildi. Réttar- heimildir Skúla eru því heldur léttvægar og aldeilis fráleitt að þær víki til hliðar skýrum ákvæðum stjórnarskrárinnar sjálfrar. Þrátt fyrir skoðanaágrein- ing okkar Skúla kemur mér ekki til hugar að hann láti stjórnast af „vanþekkingu eða óskammfeilni“ svo vitnað sé til orða hans sjálfs. Ég leiði ekki hugann að því af hverju Skúli lætur stjórnast. Hitt veit ég að þær hugmyndir hafa lengi verið uppi, að lögin ættu að vera þannig að leið væri til þess að bera lög frá Alþingi undir atkvæði kjósenda. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að það gæti verið til bóta, þótt mér sýnist ótækt að forseti hafi slík völd. Þar eru önnur og betri úrræði tiltæk. Leiðin sem fara á í þessu máli er að breyta stjórnarskránni með löglegum hætti. Meðan lögin eru eins og þau eru ber að fara eftir þeim. Ef menn eru ekki sammála um hver lögin séu á að láta dóm- stóla skera úr. Allt annað er frumstætt. Guðbrandur Einarsson, fyrr-verandi oddviti Samfylk- ingarinnar í Reykjanesbæ, lagði fram spurningar í Fréttablaðinu 14. júní sl. um þær breytingar sem verið er að gera á Eignar- haldsfélaginu Fasteign (EFF). Spurningarnar eru í 14 liðum og er mér ljúft og skylt að svara þeim. Spurningar og svör við þeim birtust áður í Víkurfréttum, og fást á vf.is, en þar sem sömu spurningarnar koma einnig fram í Fréttablaðinu, óskaði ég eftir að svörin gerðu það einnig. Ég vil að svörin séu ítarleg en slík svör taka of mikið pláss að mati Fréttablaðsins. Því eru svörin 14 lögð fram í heild sinni á Vísi.is en hér skal aðeins greint frá eftir- farandi: Minnt er á að í lok árs 2002 samþykkti bæjarstjórn með 10 atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að færa fasteignir sínar að mestu í EFF. Það þýddi að Reykjanesbær fékk greitt fyrir eignirnar, greiddi þá leigu af þeim og fékk EFF jafnframt til að byggja, eiga og reka nýjar eignir sem sveitarfélagið lét byggja. Reykjanesbær greiðir svo leigu fyrir not af þeim. Nokkrum árum eftir að þessi ákvörðun um að ganga í EFF var samþykkt dró Samfylkingin stuðning sinn til baka en eftir stóðu að sjálfsögðu skuldbindandi samningar sveitar- félagsins til 25-30 ára. Mikið hefur verið rætt og ritað um gildi þess að láta stærra félag byggja, eiga og reka sérhæfðar eignir og hefur sýnst sitt hverj- um. Til að fá úr því skorið hvort þetta fyrirkomulag hefði reynst okkur hagstætt var árið 2010 sameiginlega samþykkt í bæjar- stjórn af sjálfstæðismönnum, Samfylkingu og Framsóknar- flokki að vinna saman að úttekt á vegum hlutlausra aðila á kost- um þess og göllum að vera með eignir okkar í félaginu. Niður- staðan liggur frammi í ítarlegri skýrslu. Hún sýndi að það hafði reynst verulega hagstætt að vera með eignir okkar í félaginu, jafn- vel þrátt fyrir efnahagshrunið og hátt gengi evrunnar. Þó var sett sú spurning fram í skýrslunni hvort það yrði þannig áfram ef þróun evrunnar yrði neikvæð. Hver var þá vandi EFF? Við efnahagshrunið hrundu bank- arnir og félög þeim tengd tóku yfir eignarhluti í EFF. Þá reynd- ist Álftanesi, sem einum eignar- aðila, um megn að standa í skil- um. Háskólinn í Reykjavík, sem stærsti eignaraðilinn, gat heldur ekki staðið í skilum, en Íslands- banki tók að sér að halda utan um lán að baki HR eignum, svo ekki kom til að EFF lenti í greiðslu- þroti vegna vanefnda HR. Þótt Álftanes stæði ekki í skilum var EFF samt mögulegt að standa í skilum. En þessi erfiða og breytta staða varð til þess að við, for- svarsmenn sveitarfélaganna í EFF, óskuðum eftir endurskoðun samninga okkar allra við EFF og bankana. Á það var fallist og hefur sú vinna nú staðið yfir vel á annað ár og er að ljúka með hagstæðum samningum okkar sveitarfélaganna við EFF og lána- stofnanir. Mál þetta hefur verið vel kynnt. M.a. var kynningarfundur haldinn í Reykjanesbæ síðasta sumar þar sem kjörnir fulltrúar, embættismenn og fleiri mættu en þar var farið vel yfir málið. Haldnir hafa verið tveir hluthafa- fundir í félaginu og kynningar- fundir um breytingar þær sem hér eru til umræðu. Góð mæting var á þessa fundi, og mættu full- trúar flestra flokka Reykjanes- bæjar á þessa fundi, en fulltrúi Samfylkingar var á kynningar- fundum. Því hafa allar upplýs- ingar legið fyrir enda verið að vinna að málinu í þágu hluthafa og leigutaka félagsins. Ljóst er að markmið náðust og í raun var niðurstaðan mun hagfelldari en upphafleg markmið gerðu ráð fyrir. Ljóst er að ytri aðstæður hafa verið óhagfelldar í rekstri nán- ast allra félaga, og það er ljóst að flest fasteignafélög eru nú í eigu kröfuhafa þeirra. Því má það telj- ast mikill áfangi að ná að endur- skipuleggja rekstur félagsins í samvinnu við kröfuhafa á þann hátt sem nú liggur fyrir. Miðað við niðurstöðuna þá er ekki verið að auka á skuldir sveitarfélags- ins, heldur þvert á móti verið að lækka þær. Einnig er verið að lækka greiðslur til framtíðar. Kjör eru hagstæð miðað við þau kjör sem sambærilegir aðilar hafa samið um að undanförnu. Stjórn félagsins hefur því sýnt mikla ábyrgð í því að leiða málið til lykta með þessum hætti, enda lá fyrir að vegna þeirra breyt- inga sem orðið hafa þá hefði nið- urstaðan getað orðið mun verri. Sjá ítarleg svör við spurningum á visir.is. Forsetinn og Skúli Svör vegna spurninga um Fasteign (EFF) Getur forseti Íslands haft „stefnu“ í utanríkismálum? Stefnu sem gæti staðið undir nafni og komið fram í verki? Svar mitt er nei. Það getur hann ekki frekar en stýrimað- ur á skipi getur haft „stefnu“ ef skipstjóri er á skipinu og því er stjórnað með eðlilegum og hefð- bundnum hætti. Bæði forseti og stýrimaður geta hins vegar haft skoðun á málum, átt frum- kvæði og sett fram hugmynd- ir, og sannarlega getur verið æskilegt að þeir geri það. Þegar hugmyndir þeirra hljóta hljóm- grunn og verða jafnvel hluti af ríkjandi stefnu er þeim auðvitað frjálst að gleðjast en ekki endi- lega að eigna sér stefnuna eða framkvæmd hennar. Ýmsar ástæður liggja til þess að forseti Íslands getur ekki haft sjálfstæða stefnu í utanrík- ismálum. Þyngst á metunum er það að utanríkismál þjóðarinn- ar eru á valdsviði og verksviði ríkisstjórnar á hverjum tíma og þannig vilja flestir væntan- lega hafa það þegar til lengdar lætur, hvað sem líður væringum stundarinnar. Stjórnmálaflokk- arnir hafa skráða og yfirlýsta stefnu í utanríkismálum og við höfum hana meðal annars í huga þegar við setjum krossinn í þingkosningum. Þannig hefur ríkisstjórn umboð kjósenda til að fara með utanríkismál, en forseti hefur ekki slíkt umboð. Auk þess hefur ríkisstjórnin á sínum vegum starfskrafta og aðstöðu til að framfylgja mót- aðri stefnu í utanríkismálum. Það er mikilvæg forsenda því að sannkölluð „stefna“ er ekki bara orð á blaði heldur þarf líka að fylgja þeim vilji og geta til að framfylgja stefnunni. For- seti Íslands hefur ekki aðstöðu til þess og getur því ekki sjálfur framfylgt í okkar nafni hugsan- legri stefnu sem hann kann að telja sig hafa. Allir vita hvernig fer fyrir báti með tveimur ræðurum þar sem annar rær áfram en hinn afturábak; báturinn hefur þá enga stefnu og fer jafnvel vill- ur vega. Eins mundi fara fyrir skipi ef skipstjóri og stýrimað- ur væru á öndverðum meiði um stefnu skipsins og réðu jafn- miklu. Skipið hefði enga stefnu, hegðun þess yrði til athlægis og eins gott að veðurguðir skipti ekki skapi. Núverandi forseti Íslands hefur lýst áhuga á því að hafa sjálfstæða stefnu í utanríkis- málum. Meðal annars hefur hann allt aðrar hugmyndir um samskipti og vináttu Íslands við önnur ríki en áður hafa tíðkast. Áhugi hans á viðskiptum við Kína og Rússland hefur þann- ig vakið sérstaka athygli en þar virðist sem hann vilji róa í allt aðra átt en þorri landsmanna sem hefur skömm á mannrétt- indabrotum stjórnvalda í þess- um löndum. Forseti sem vill með þessum hætti geta sagt að hann hafi sjálfstæða stefnu mun fyrr eða síðar reka sig á að það sem hann sóttist eftir verður að engu í meðförunum, svipað og þegar mýsnar tvær fengu kött- inn til að skipta ostinum fyrir sig. – Forsetinn, ríkisstjórnin og þjóðin sitja þá að lokum uppi með enga stefnu. Ef Ísland á sér óvildarmenn mun sá púki fitna drjúgum á fjósbitanum af þessu brölti öllu. Forsetinn og „stefnan“ Forsetaembættið Finnur Torfi Stefánsson lögfræðingur Fjármál Árni Sigfússon bæjarstjóri Forsetaembættið Þorsteinn Vilhjálmsson fv. prófessor og ritstjóri Vísindavefsins En þessi erfiða og breytta staða varð til þess að við, forsvarsmenn sveitarfélag- anna í EFF, óskuðum eftir endurskoðun samninga okkar allra við EFF og bankana. Ef menn eru ekki sammála um hver lögin séu á að láta dómstóla skera úr. Allt annað er frum- stætt. Forseti sem vill með þessum hætti geta sagt að hann hafi sjálfstæða stefnu mun fyrr eða síðar reka sig á að það sem hann sóttist eftir verður að engu í meðförunum, svipað og þegar mýsnar tvær fengu köttinn til að skipta ostinum fyrir sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.