Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 80
16. júní 2012 LAUGARDAGUR48 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. bak, 6. 950, 8. slegið gras, 9. fugl, 11. frú, 12. hopp, 14. húrra, 16. dreifa, 17. fjór, 18. traust, 20. hljóta, 21. maður. LÓÐRÉTT 1. samtals, 3. skammstöfun, 4. nef- rennsli, 5. inngangur, 7. andmæli, 10. netja, 13. kóf, 15. rænuleysi, 16. stykki, 19. klukka. LAUSN LÁRÉTT: 2. lend, 6. lm, 8. hey, 9. lóm, 11. fr, 12. stökk, 14. bravó, 16. sá, 17. fer, 18. trú, 20. fá, 21. karl. LÓÐRÉTT: 1. alls, 3. eh, 4. nefkvef, 5. dyr, 7. mótbára, 10. mör, 13. kaf, 15. óráð, 16. stk, 19. úr. Hann er einmitt nýbúinn að borða eitt kálhöfuð og gamlan sokk, svo númer 2 er ekki langt undan! Ég læt hann hringsóla aðeins! Hey... er þetta ekki þessi gamla sem einu sinni kastaði snjóboltum í okkur? Þokkalega! Þú veist hvað þú verður að gera! Komiði út! Ég er með jólagjöf handa ykkur! Jáháhá! Gleðileg jól! Með heitum kveðjum frá okkur! Veistu hvað væri algjör snilld að borða núna? Stóra sneið af nauta- kjöti, medium rare, og bakaða kartöflu eins og við borðuðum í gær. Sorrí. Við eigum enga afganga. Hver var að tala um afganga? Nei, við kyssumst ekki lengur, en stundum setjum við tennurnar okkar í sama vatnsglasið. Hvað ertu að gera? Raða upp plastglösum Þetta er eigin- lega íþrótt og ég er frekar góð í henni. Ég veit ekkert um þessa íþrótt! Hún er algjörlega ný fyrir mér. Ég gæti kannski gerst þjálfarinn þinn. Hjóna- ráðgjöf Tom Cruise kom til landsins í vikunni. Hann leikur aðalhlutverkið í stór- myndinni Oblivion, sem verður tekin upp að hluta hér á landi í sumar. Fjöl- miðlar fjalla um hvert fótmál leikarans og ljóstra upp um dvalarstað hans með slíkri nákvæmni að ráðvilltar smástúlkur hugsa sér gott til glóðarinnar og mæta jafnvel á staðinn í von um að fá að baða sig í frægðarljóma stórstjörnunnar. ER ekki hægt að láta manninn í friði? Þetta minnir mig á þegar ég var að spila á Iceland Airwaves og beið baksviðs eftir söngkonunni og Hollywood-stjörn- unni Juliette Lewis, fyrrverandi kær- ustu Brad Pitt, sem var væntanleg ásamt hljómsveit. Risavaxnir dyra- verðirnir þurftu ekki að segja mér tvisvar að láta mig hverfa. Ég segi nú bara eins og Iggy Pop sagði við mig í Leifsstöð árið 2006: „Góðan daginn!“ VIÐ verðum að læra að umgangast fræga fólkið. Mark Wahlberg hefði t.d. skellt á mig þegar ég tók símaviðtal við hann á dög- unum, ef ég hefði ekki kunnað að haga mér. Þegar ég var búinn að fá bráðnauðsynlegar upplýsingar um kvikmyndina Contraband lét ég mér nægja að spjalla í tíu til tuttugu mínútur áður en ég hleypti honum aftur í vinnuna. Hann var reyndar örlítið þurr á manninn og ég sagði Balta (Baltasar Kormáki leikstjóra) það en Wahlberg talaði reyndar vel um Darra (Ólaf Darra leikara). FRÆGT fólk verður að geta átt athvarf á Íslandi — griðastað sem það getur heimsótt og fengið að vera í friði. Það er ekkert kúl við að sitja um stjörnur í von um að fá að líta þær augum. Leikarinn Viggo Mortensen var alveg sammála mér um það þegar ég hitti hann á Patró fyrir tveimur árum. Þar var hann algjörlega látinn í friði, enda kunna Patreksfirð- ingar að taka á móti fólki! — og elda fisk, en Viggo gæddi sér einmitt á þorski og horfði á leik í Meistaradeildinni. LOKS þurfum við að láta slúðrið eiga sig. Hvað kemur það okkur við þótt sumar stjörnur kjósi að kanna lystisemdir holds- ins á meðan á dvöl þeirra á landinu stend- ur? Þó að söngvarinn í hljómsveitinni Incubus hafi lent í óvæntu ástarævintýri í sturtu Laugardalshallar og að gítar- leikari Korn hafi glatað gítar eftir villt teiti sem fór úr böndunum. Það er algjör óþarfi að dreifa slíku slúðri. Gerard But- ler, kviðmágur minn, myndi taka undir það. Tom Cruise og allir hinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.