Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.06.2012, Blaðsíða 6
16. júní 2012 LAUGARDAGUR6 MANNLÍF Skipulögð þjóðhátíðardag- skrá í Reykjavík hefst klukkan 10 í fyrramálið með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Eftir það tekur við fjölbreytt dagskrá með skemmti- atriðum um alla miðborg auk hefð- bundinna hátíðardagskrárliða eins og ávarps fjallkonunnar. Lögreglan fylgist sérstaklega með því hvernig ökutækjum er lagt í miðborginni á morgun og beinir þeim tilmælum til fólks að leggja löglega til að komast hjá því að fá sektir eða jafnvel að bílar verði fjarlægðir, stafi af þeim hætta. Mælst er til þess að fólk noti almenningssamgöngur, reið- hjól eða tvo jafnfljóta. Guðbrandur Sigurðsson, aðal- varðstjóri í umferðardeild lögregl- unnar í Reykjavík, segir brýnt að fólk geri sér grein fyrir því að lög um lagningar ökutækja standi þó að um stórviðburði sé að ræða. „Þau detta ekki úr gildi á 17. júní, Menningarnótt eða á stórum fótboltaleikjum eins og sumir vilja halda,“ segir hann. Þess má geta að almenn stöðumælasekt er 2.500 krónur, stöðubrotsgjald 5.000 krón- ur og að leggja í bílastæði fatlaðra kostar 10.000 krónur. Síðustu ár hefur fjöldi í miðborg- inni þann 17. júní verið á bilinu 50 til 70 þúsund manns ef veðrið er gott. Veðurstofa Íslands spáir mildu veðri á höfuðborgarsvæð- inu með smávegis skúrum síðdeg- is. Dagskránni í miðborginni lýkur með dansleik á Ingólfstorgi og tón- leikum á Arnarhóli, þar sem meðal annars koma fram Ojba Rasta, Múgsefjun og Pollapönk. sunna@frettabladid.is Lögreglan hikar ekki við að beita sektum Skipulögð þjóðhátíðardagskrá í Reykjavík hefst með guðsþjónustu í Dómkirkj- unni klukkan 10 á morgun. Skemmtidagskrá verður fram eftir degi sem stendur til klukkan 19. Lögreglan mun fylgjast vel með lagningu ökutækja. Frá og með morgundeginum taka gildi sumarlokanir á Laugavegi neðan Vatns- stígs og á Skólavörðustíg neðan Bergstaðastrætis. Göturnar verða lokaðar fyrir bílaumferð fram yfir Menningarnótt 20. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Borginni. Öll þjónusta við rekstraraðila fer fram um þvergötur fram til klukkan 11 alla virka daga. „Í skoðanakönnun sem gerð var meðal borgarbúa kom í ljós að þorri þeirra sem tóku afstöðu, eða 75%, var fylgjandi því að Laugavegur væri göngugata yfir hásumarið. Í fyrrasumar stóðu Hitt húsið og starfshópar sem styrktir voru af borginni fyrir ýmsum skemmtilegum uppákomum í miðborginni, m.a. götuleik- húsum og innsetningum á þessum sumargötum.“ Hverfisgata og Lækjargata verða lokaðar fyrir bílaumferð og umferð strætisvagna 17. júní frá klukkan 9 til 20. Eftir það er hefðbundinn akstur leyfður um göturnar. Sumargötur opnaðar 17. júní 17. JÚNÍ Í FYRRA Á þjóðhátíðardaginn er alla jafna eitthvað skemmtilegt við að vera fyrir yngri kynslóðina. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Ingólfstorg Kl. 13.30-17.00 Sirkus- sýningar og götuleikhús. Kl. 17.00 Dansleikur. Austurvöllur Kl. 11.10 Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætis- ráðuneytisins. Ávarp Fjallkonu. Kl. 12 Skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu. Kl. 14 Ýmsir menningarvið- burðir og sólskoðun. Ráðhúsið Kl. 14.00 Kraftakeppni. Kl. 14 -15.40 Tónleikar. Kl. 17 Harmónikkuball. Arnarhóll Kl. 13.30 Barna- og fjöl- skylduskemmtun. Kl. 16.30-19.00 Tónleikar. Hagatorg Kl. 13.40 Skrúðganga frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Hlemmur Kl. 13 Skrúðganga frá Hlemmi niður Laugaveg. Hljómskálagarðurinn Kl. 13.00-17.00 Leiktæki, skemmti- atriði og sýningar íþróttafélaga. Fógetagarðurinn Kl. 14.00 - 17.00 Lifandi bókasafn á vegum Félags ungra jafnréttissinna. Dómkirkjan Kl. 10.15 Guðsþjónusta. Kl. 16 Bænastund. Hátíðardagskrá á þjóðhátíðardaginn í Reykjavík Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? HÁÞRÝSTIDÆLUR Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum 0014 W, 360 L/klst ir 50C heittÞol vatn metr5 a barki, sápubox ck&Decke Bla r þr há ýstidæla110 bör -4.900,1 1700W, 370 L/klst Þolir 50C heitt vatn 5,5 metra barki, sápubox Black&Decker háþrýstidæla130 bör -27.900, 2100W, 420 L/klst Þolir 50C heitt vatn, 8 metra málmbarki, sápubox, með bursta Black&Decker háþrýstidæla150 bör -49.980, 1400W, 300 L/klst Drive háþrýstidæla 105 bör 7.990,- 1/2” Slanga 25 metrar 2.390,- DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU P O K A H O R N IÐ Auglýst er eftir tilnefningum til viðurkenninga umhverfisráðuneytis Umhverfisráðuneytið óskar eftir tilnefningum til tvennra verðlauna, sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðar- fólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um íslenska náttúru. Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti verður veitt einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar. Tilnefningar skal senda fyrir 15. ágúst 2012 til umhverfis- ráðuneytisins, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, eða á netfangið postur@umhverfisraduneyti.is GRIKKLAND, AP Kosið verður til þings í Grikklandi á nýjan leik á morgun. Kosningarnar geta haft mikil áhrif á framhald fjármála- kreppunnar í Evrópu. Lokun apóteka í Grikklandi stal þó athyglinni frá kosningunum í gær, en eigandi apóteks í Piraeus var skotinn til bana í vopnuðu ráni á fimmtudag. Glæpum hefur fjölg- að mjög í landinu. Leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins, Antonis Sam- aras, sagði morðið sýna að Grikkir væru komnir á endastöð, þyldu ekki meira. - þeb Apótek lokuð vegna morðs: Kosið á ný í Grikklandi EFNAHAGSMÁL Alþingi hefur sam- þykkt stefnumörkun um beina erlenda fjárfestingu, en hún var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt tillögunni, sem efnahags- og viðskiptaráðherra lagði fram, skal hann, ásamt iðnað- arráðherra, leggja fram tímasetta áætlun um aðgerðir til að bæta sam- keppnisstöðu Íslands. Kannað verður hvort breyta þurfi lögum og reglugerðum til að laða að erlenda fjárfestingu. Farið verður í öflugt markaðs- og kynningarstarf og lögð er áhersla á að tryggja sam- hæfða stjórnsýslu. Helgi Hjörvar, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar, mælti fyrir áliti nefndarinnar. Hann sagði erlenda fjárfestingu hafa skort en betur hefði gengið að fá lánsfé. Stærstur hluti erlendrar fjárfest- ingar hefði verið bundinn stóriðju hingað til. „Þetta verður fyrst og fremst gert með markaðs- og kynningarstarfi annars vegar og hins vegar með ívilnun fyrir erlenda fjárfestingu,“ sagði Helgi. Skoðað yrði hvort grípa þyrfti til skattalegra ráðstafana. Tryggvi Þór Herbertsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, fagnaði stefnunni. Hann sagði þó að sam- kvæmt þingsályktunartillögu hefði tímasett áætlun átt að vera komin fram. - kóp Stefnumörkun um beina erlenda fjárfestingu samþykkt samhljóða á þingi: Efla erlenda fjárfestingu á Íslandi HELGI HJÖRVAR TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON Save the Children á Íslandi Hræðist þú hunda eða hefur þú fyrir þeim ofnæmi? JÁ 26,9% NEI 73,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú sátt(ur) við störf sérstaks saksóknara? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.