Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2012, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 16.06.2012, Qupperneq 86
16. júní 2012 LAUGARDAGUR54 Íslenska óperan frumsýnir óper- una Il Trovatore eftir Giuseppi Verdi í Eldborg í Hörpu þann 20. október næstkomandi. Óperan er eitt vinsælasta verk ítalska meistarans, en þetta verður í fyrsta sinn sem verk eftir hann verður flutt í heild í Hörpu. Þetta er þriðja óperan sem Íslenska óperan setur upp í Hörpu á einu ári en Töfraflaut- an og La Boheme voru á dag- skrá í fyrra. „Við stefnum að því að vera með tvær sýning- ar á vetri,“ segir Stefán Bald- ursson óperustjóri. „Við reyn- um að raða þessu þannig upp að verkin séu ólík. Töfraflaut- an og La Boheme voru léttari en nú kemur Verdi inn af mikl- um krafti með dramatískt verk sem ólgar af ástríðu og hefnd.“ Il Trovatore hefur einu sinni verið sett upp áður í Íslensku óperunni, árið 1986. Í helstu hlutverkum verða Jóhann Friðgeir Valdimarsson í hlutverki Manrico, Auður Gunn- arsdóttir í hlutverki Leonoru, Alina Dubik og Elsa Waage sem skipta með sér hlutverki Azu- cenu, Viðar Gunnarsson í hlut- verki Ferrando og Tómas Tóm- asson í hlutverki Luna greifa, en hann syngur fyrstu þrjár sýningarnar og heldur svo til Mílanó, þar sem hann þreyt- ir frumraun sína í Scala-óper- unni í Lohengrin eftir Wagner. Barítónsöngvarinn Anooshah Golesorkhi tekur síðan við hlut- verkinu af Tómasi. Hljómsveit- arstjóri er hin bandaríska Carol I. Crawford. „Það sætir tíðind- um því þetta verður í fyrsta sinn sem kona heldur um tón- sprotann í óperuuppfærslu við Íslensku óperuna,“ segir Stefán. Alls verða sex sýningar á Il Trovatore en miðasala hefst í byrjun ágúst. - bs Íslenska óperan setur upp Il Trovatore í haust STEFÁN BALDURSSON Il Trovatore eftir Verdi er dramatískari en síðustu verk óperunnar; La Boheme og Töfraflautan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 16. júní 2012 ➜ Gjörningar 14.00 Birgir Sigurðsson opnar mynd- listarsýningu sína, Reynslusaga matar- fíkils, í Flóru í Listagilinu á Akureyri. Í til- efni þess mun hann fremja gjörninginn Reglugerð um ofát á sama stað. ➜ Sýningar 14.00 Sölusýning á grafíkverkum Errós verður opnuð að Brekkugerði 19. Sýningin er haldin í tilefni af áttræðisaf- mæli listamannsins nú í sumar. Enginn aðgangseyrir er inn á sýninguna. ➜ Hátíðir 13.00 Hverfishátíð og flóamarkaður verður haldin á Bollagöturóló í Norður- mýri (við endann á Gunnarsbraut og Auðarstræti). Allir velkomnir. 14.00 Buddha bar heldur upp á eins árs afmæli sitt með afmælispartíi allan daginn og fram undir morgun. Ókeypis veitingar meðan birgðir endast og skemmtidagskrá í boði fyrir alla. ➜ Umræður 14.00 Heimspekikaffihúsið verður haldið á Horninu, Hafnarstræti 15. Umræðuefnið er Hvað er sönnun? Allir velkomnir. ➜ Tónlist 15.00 Jazzsumartónleikaröð veitinga- hússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu halda áfram. Að þessu sinni koma fram feðginin Stefán S. Stefánsson og Erla Stefánsdóttir ásamt hljómsveit. Tónleik- arnir fara fram utandyra á Jómfrúartorg- inu og aðgangur er ókeypis. 17.00 Þýski spunatónlistarmaðurinn Christoph Schiller heldur tónleika að Ingólfsstræti 10, efstu hæð, efstu bjöllu. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. 18.00 Orgelfoss 2012 fer fram í Hall- grímskirkju. Flæðandi orgeltónlist verður í kirkjunni til klukkan 21. Frítt er inn en tekið við frjálsum framlögum í viðgerð- arsjóð Klais orgelsins í Hallgrímskirkju. 20.00 Hljómsveitin Mannakorn heldur stórtónleika í Hofi, Akureyri. Sveitin hefur spilað saman frá árinu 1975 og gefið út 12 geisladiska. Miðaverð á tón- leikana er kr. 4.900. 20.30 Stormsveitin heldur stórtónleika í Hlégarði. Sveitina skipa fjórradda karlakór og fimm manna rokkhljóm- sveit. Miðaverð er kr. 2.500. 22.00 Hljómsveitin Gordon Riots vaknar eftri rúmlega tveggja ára dvala og heldur tónleika á Bar 11. Þeim til liðsinnis verður hljómsveitin We Made God. Aðgangur er ókeypis. 22.00 DJ Seth Sharp heldur stuðinu gangandi á Glaumbar. Ýmis tilboð á barnum. 22.00 KK-band, Bein leið, ásamt óvæntum gestum spila á Café Rosen- berg. 23.00 Sálin hans Jóns míns spilar á SPOT, Kópavogi. Líklega mun hljómsveitin frumflytja nýtt lag sitt, Hjartadrottningar, auk þess sem tekin verða öll þeirra þekktustu lög. 23.00 Helgi og Hljóðfæraleikararnir halda tónleika á Græna hattinum, Akur- eyri. Miðaverð er kr. 1.500. 23.00 Pálmi Hjaltason skemmtir á Ob- La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangs- eyrir er kr. 1.000. 23.00 Húsbandið spilar á Hvítahúsinu, Selfossi. Aðgangur er ókeypis og 2 fyrir 1 á barnum. Aldurstakmark er 18 ára. ➜ Leiðsögn 12.00 Ingibjörg Helga leiðir gesti um sýningu sína, Mál er að mæla, í Listasal Mosfellsbæjar til klukkan 15. ➜ Listamannaspjall 15.00 Dodda Maggý verður með lista- mannaspjall í tengslum við sýninguna Horizonic í Listasafni Árnesinga. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Í HANDHÆG UM UMBÚÐUM NÝJUNG Þræddir, bræddir, snæddir. Í salatið, í nestisboxið, á ostapinnann og út í heita rétti. Það eru nánast engin takmörk fyrir möguleikum ostakubbanna. H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.