Fréttablaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 8
8 21. júlí 2012 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
E
nn heldur blóðbaðið í Sýrlandi áfram. Ríkisstjórn Bas-
hars al Assad forseta virðist ekki eiga langt eftir. Í
örvæntingunni hefur stjórnarherinn gripið til enn
grimmilegri ofbeldisverka en áður. Nú er talið að 17.000
manns hafi fallið í landinu frá því uppreisnin hófst,
flestir óbreyttir borgarar.
Enn bregzt umheimurinn líka almenningi í Sýrlandi. Í fyrradag
beittu Rússland og Kína neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna gegn ályktun, sem kvað á um hertar refsiaðgerðir
gegn stjórn Assads og áfram-
haldandi veru friðargæzluliðs
samtakanna í Sýrlandi. Þetta
er í þriðja sinn á níu mánuðum
sem þessi tvö voldugu vinaríki
Assads beita neitunarvaldi sínu
til að koma í veg fyrir skil virkar
aðgerðir til að binda enda á
átökin.
Viðbrögð vestrænna ríkja við afstöðu Rússlands og Kína hafa
verið hörð. Bandaríkjastjórn orðaði það þannig að ríkin hefðu
stillt sér upp „öndvert við söguna“ og „öndvert við sýrlenzku
þjóðina“. Jay Carney, talsmaður Hvíta hússins, sagði að afstaða
ríkjanna sem beittu neitunarvaldi myndi hafa afleiðingar fyrir
orðspor þeirra í Sýrlandi í framtíðinni, „því að það er enginn vafi
á því að Bashar Assad er ekki hluti af framtíð Sýrlands.“
Mark Lyall Grant, sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóð-
unum, var sömuleiðis harðorður: „Afleiðingar gjörða þeirra eru
augljósar,“ sagði hann. „Meiri blóðsúthellingar og líkur á að alls-
herjarborgarastyrjöld brjótist út.“
Utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre, sagði í fyrra-
dag að nú stigmagnaðist borgarastríðið í Sýrlandi, þrátt fyrir
til raunir til að finna pólitíska lausn. „Löndin tvö sem beittu
neitunar valdinu bera sérstaka ábyrgð á því getuleysi til aðgerða
sem nú liggur fyrir,“ sagði Støre.
Íslenzk stjórnvöld lýstu fyrr í vikunni yfir stuðningi við
ályktunartillöguna, sem Kína og Rússland felldu í Öryggisráðinu.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ítrekaði í yfirlýsingu
„fordæmingu á framferði sýrlenskra stjórnvalda og síauknar
árásir vopnaðra sveita á þeirra vegum á almenna borgara.“
Ísland hvatti sömuleiðis öll ríki Öryggisráðsins til að sameinast
um ályktunardrögin en nefndi hvorki Rússland né Kína í yfir-
lýsingunni.
Íslenzk stjórnvöld hljóta nú að taka undir fordæmingu annarra
vestrænna ríkja á framferði Rússlands og Kína í þessu máli. Það
stoðar lítið að skamma stjórnina í Damaskus; atburðarásin undan-
farið ár sýnir að hún hlustar ekki heldur veður áfram í einhvers
konar grimmdaræði. Það er hins vegar full ástæða til að segja
ríkjunum, sem í raun eru í vitorði með Assad í fjöldamorðum á
óbreyttum borgurum, rækilega til syndanna.
Við eigum ekki að láta sérlegan vinskap okkar við hin austrænu
stórveldi koma í veg fyrir að íslenzk stjórnvöld segi þeim það sem
flestir Íslendingar hugsa í þeirra garð.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
SPOTTIÐ
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Fiskveiðihagsmunir Íslands eru svo mikilvægir að í samningum við aðrar þjóðir um þau efni er
aldrei svigrúm til að gefa þuml-
ung eftir vegna annarra víðtækari
hagsmuna. Fyrir þá sök er þeim
einfaldlega ekki blandað inn í
samninga um önnur efni.
Makríldeilan við Noreg, Fær-
eyjar og Evrópusambandið er gott
dæmi um þessa stöðu. Eðlilega
gerðu íslensk stjórnvöld kröfu um
að þeirri deilu yrði ekki blandað
saman við aðildarviðræðurnar.
Framkvæmdastjórnin féllst á það
sjónarmið.
Samt sem áður er erfitt að
greina þessi mál með öllu í sundur.
Makrílveiðarnar eru óverulegt
mál fyrir Evr-
ópusambandið
í heild en stórt
fyrir lítil svæði
bæði í Skotlandi
og á Írlandi.
Framganga Evr-
ópusambandsins
sýnir að það ver
litla hagsmuni
af engu minni
krafti en stóra.
Veiðarnar hafa á hinn bóginn
afgerandi þýðingu fyrir þjóðarbú-
skap Íslendinga.
Þær þjóðir sem hlut eiga að máli
innan Evrópusambandsins vilja
eðlilega blanda þessum tveimur
málum saman. Fram hjá því er
ekki unnt að horfa. Andstæðingar
Evrópusambandsaðildar hér
heima nýta þessa stöðu líka á sinn
hátt með því að láta að því liggja
að sjávarútvegsráðherrann sé
tilbúinn að gefa eftir af ýtrustu
kröfum í þeim tilgangi að liðka
fyrir aðildarsamningum.
Þetta er að vísu ekki mjög rök-
vís aðdróttun með því að sjávar-
útvegsráðherrann er opinberlega í
hópi hörðustu andstæðinga aðildar.
Aðildarandstæðingum hefur hins
vegar orðið nokkuð ágengt í því að
telja fólki trú um að ráðherrann
sé undir yfirborðinu svikari við
þann málstað og þar af leiðandi sé
honum líka trúandi til að svíkja í
makrílsamningunum.
Ráðherrann sýnist því vera í
trúverðugleikaklípu.
Trúverðugleikaklípa
Pólitískur vandi Steingríms J. Sigfússonar er þó lítið eitt flóknari en þetta. Sannleikurinn er sá að
hann gæti hæglega notað makríl-
deiluna til að þvo hendur sínar af
ásökunum um undirmál og svik í
aðildarmálinu. Jafnvel minni póli-
tískir refir hafa ekki látið tæki-
færi eins og þetta úr greipum sér
ganga þegar mikið hefur legið við.
Tvö stærstu pólitísku mark-
mið VG eru þau að finna grund-
völl til að halda samstarfinu við
Samfylkinguna áfram eftir næstu
kosningar og losna undan skuld-
bindingunni um að verja aðildar-
viðræðurnar. Verkurinn er sá að
þessi markmið samræmast illa.
Makríldeilan opnar hins vegar
þann möguleika að keyra samn-
ingaviðræðurnar í hnút með þá
von í huga að espa Íra og Breta til
að setja meiri þrýsting á að blanda
aðildarviðræðunum saman við
hana. Hér á heimavíg stöðvunum
er síðan tiltölulega auðvelt að vekja
öfluga þjóðernisstemningu. Þar býr
VG að gamalli reynslu úr Alþýðu-
bandalaginu. Þegar þar er komið
loka menn gjarnan augunum fyrir
skuldbindingum sem við höfum
þegar undirgengist í hafréttar-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna og
úthafsveiðisáttmálanum.
Með þessu móti gæti for maður
VG sameinað flokkinn í öflugri
þjóðernisvakningu og hugsan-
lega sett gaffal á Samfylkinguna í
aðildar málinu. Vandi hans er hins
vegar sá að VG er líka græningja-
flokkur. Formaðurinn kynni því að
þurfa að taka sveig fram hjá sjónar-
miðum um ábyrga nýtingu og blása
á þær skuldbindingar sem Ísland
hefur samið um í þeim efnum á
alþjóðavettvangi. Þar með myndi
þessi nýja ímynd flokksins sem átti
að aðgreina hann frá gamla Alþýðu-
bandalaginu þynnast út.
Sá á kvölina sem á völina.
Ímynd þjóðernishyggju eða umhverfisverndar?
Kjarninn í makríldeilunni er sá að allar þjóðirnar sem hlut eiga að máli stunda veiðar umfram
vísindalega ráðgjöf. Engin ein
þeirra hefur hreinan skjöld. Ábyrg
niðurstaða þýðir eftirgjöf allra frá
núverandi veiðum og fæst aðeins
með samningum eða dómi.
Ísland hefur ekki aðeins hags-
muni af því að leysa makríl deiluna
óháð aðildarviðræðunum heldur
líka að ljúka málinu áður en til
hugsanlegrar aðildar kemur. Fyrir
þá sök er skynsamlegt fyrir Ísland
að flýta sér hægt varðandi upphaf
viðræðna um sjávarútvegskaflann
meðan botn er ekki fenginn í þetta
mál. Evrópusambandið getur því
engu hótað með því að skjóta þeim
kafla á frest.
Loks væri hyggilegt að íslensk
stjórnvöld beittu sér fyrir því að
fá ákveðnari úrræði í hafréttar-
sáttmálann þegar deilur af þessu
tagi dragast á langinn. Vel mætti
til að mynda hugsa sér að þær
færu sjálfkrafa fyrir alþjóða haf-
réttardómstólinn ef veiðar eru
stundaðar umfram ráðgjöf og án
samninga í þrjú ár í röð.
Loks ætti það að vera kostur að
Ísland hefði frumkvæði að því að
bjóða upp á að setja deiluna fyrir
hafréttardómstólinn eða gerðar-
dóm. Viðbrögðin við slíkri tillögu
munu væntanlega sýna hverjir það
eru sem í raun hafa veikasta lög-
fræðilega stöðu.
Makríldeiluna á að leysa fyrst
Tímabært að láta Rússland og Kína heyra það
vegna stuðningsins við stjórn Assads:
Vitorðsríkin
REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR
FLAKKARI
USB 3
Kemur með tengivöggu sem auðveldar
Sjálfvirk og tímastillt afritun með
FireWire tengivagga
Seagate GoFlex USB 3
GILDIR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
2TB
3TB