Fréttablaðið - 21.07.2012, Page 25
MIÐALDADAGAR Á GÁSUM
Miðaldadagar á Gásum við Eyjafjörð standa nú
sem hæst. Þar er reynt að endurskapa hið litríka
mannlíf sem blómstraði á 13. og 14. öld en þá
voru Gásir mesta umskipunarhöfn landsins. Þar
er iðandi markaðstorg og vígamenn á ferð.
Guðbjartur Hannesson, velferðar-ráðherra, ætlar á Landsmót skáta sem sett verður um helgina. Hann
hefur tekið virkan þátt í skátastarfi
frá því hann var barn. „Ég stend alveg
undir slagorðinu „Eitt sinn skáti, ávallt
skáti.“ Ég reyni alltaf að fara eitthvað á
landsmót og mér er formlega boðið á
setningu mótsins í ár,“ segir Guðbjartur.
Guðbjartur segist nánast alltaf hafa
tekið þátt í landsmóti í gamla daga,
bæði á Úlfljótsvatni og Hreðavatni.
Hann fór einnig á alþjóðlegt skátamót
í Lillehammer árið 1975. „Þar fór ég
í fyrsta sinn í gönguferð á fjöllum í
nokkra daga. Ég byrjaði á því á fyrsta
degi að ganga í stuttbuxum og var
mikið hælt fyrir hreysti Íslendinga. Þá
þurfti ég að sjálfsögðu að gera það allan
tímann og lét mig hafa það verandi að
drepast úr kulda. Stundum er betra að
ætla sér ekki um of í byrjun en þetta
endaði nú samt allt saman vel. Maður
lærir ýmislegt í skátunum og meðal
annars að hegða sér eftir aðstæðum og
bregðast rétt við, jafnvel þó maður þurfi
að brjóta odd af oflæti sínu,“ segir hann
og hlær.
Landsmót skáta verður sett á sunnu-
dag og koma skátar hvaðanæva að úr
heiminum til að taka þátt í því. „Þátt-
taka í Landsmóti er afar gefandi. Það er
stundum gert grín að skátastarfi og sagt
að þar læri fólk bara að hnýta hnúta.
Þar öðlast fólk hins vegar mikla reynslu,
lærir að bera ábyrgð og öðlast sjálf-
stæði. Í skátahreyfingunni er lögð rík
áhersla á að bera virðingu fyrir fólki og
ólíkum hópum. Þar eru almenn mannleg
samskipti kennd og ég hef notið góðs af
allri þessari reynslu í mínu ævistarfi.
Ég mæli hiklaust með því að bæði
börn og fullorðnir taki þátt í skátastarfi.
Félagsskapurinn gefur manni svo mikið,
það er stór og góður hópur á Akranesi
sem heldur enn saman. Svo endurnýjar
maður kynnin með því að fara á lands-
mót.“ ■ lilja.bjork@365.is
SKÁTAR HNÝTA
EKKI BARA HNÚTA
LANDSMÓT SETT Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra og skáti, ætlar
ekki að láta sig vanta á Landsmót skáta sem verður sett um helgina. Hann
segir skátastarf vera lærdómsríkt og skemmtilegt.
RÁÐHERRA OG
SKÁTI
Guðbjartur hefur verið
skáti frá barnsaldri.
Hann ætlar að mæta
á setningu Landsmóts
skáta á sunnudaginn.
MYND/STEFÁN
BESTU BROTIN
ÚR ÞÁTTUM
FM 957
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag