Fréttablaðið - 21.07.2012, Síða 29

Fréttablaðið - 21.07.2012, Síða 29
LAUGARDAGUR 21. júlí 2012 3 Capacent Ráðningar Capacent Ráðningar Borgartúni 27 Sími 540 1000 Umsjón með starfinu hafa Ragnheidur Dagsdóttir (ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) og Jóna Björk Sigurjónsdóttir (jona.sigurjonsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 6. ágúst nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Helstu verkefni aðalbókara eru: • Almenn bókhaldsstörf, samstæðan er gerð upp í evrum • Skýrslugerð • Innheimta og reikningagerð • Aðstoð við gerð fjárhagsáætlana • Erlend samskipti • Önnur verkefni í samráði við yfirmann Hæfniskröfur: • Góð reynsla af bókhaldsstörfum • Menntun sem viðurkenndur bókari mikill kostur • Góð kunnátta á bókhaldskerfi skilyrði, þekking á Axapta kostur • Góð tölvufærni, Word, Excel og önnur Office forrit • Mjög gott vald á ensku • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum AÐALBÓKARI Við bjóðum upp á: • Fjölbreytt verkefni og krefjandi vinnuumhverfi • Þátttöku í spennandi verkefnum á alþjóðavettvangi • Tækifæri til að auka þekkingu þína á alþjóðlegu viðskiptaumhverfi • Fyrsta flokks starfsumhverfi með samhentu 8 manna teymi á aðalskrifstofu samstæðunnar Promens er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í framleiðslu plastafurða og rekur 42 verksmiðjur í 19 löndum í 4 heimsálfum. Promens framleiðir vörur fyrir breiðan hóp viðskiptavina í mörgum greinum iðnaðar svo sem umbúðir fyrir matvæli, efnavörur, snyrtivörur og lyf, auk íhluta fyrir fólks- og vörubifreiðar, landbúnaðarvélar og þungavinnuvélar. Promens leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum upp á lausnir byggðar á sköpunarkrafti og framsýni. Velta Promens á árinu 2011 nam 100 milljörðum króna. Hjá fyrirtækinu starfa 3.800 manns, þar af 80 á Íslandi. Capacent Ráðningar Capacent Ráðningar Borgartúni 27 Sími 540 1000 Landsvirkjun óskar eftir að ráða starfsmann til stöðvargæslu við aflstöðvar á Mývatnssvæði. Aflstöðvar Landsvirkjunar við Kröflu, Bjarnarflag og Laxá eru á Mývatnssvæði og heyra undir aflstöðvadeild á orkusviði Landsvirkjunar. Um er að ræða tímabundna ráðningu til ársloka 2013 með mögulegri framlengingu. Umsjón með starfinu hafa Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) og Jóna Björk Sigurjónsdóttir (jona.sigurjonsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Æskileg starfsreynsla: • Reynsla af vinnu við aflstöðvar og raforkuvirki • Rekstur og viðhald loft-, kæli-, vökva- og rafkerfa • Reynsla af vélarupptektum og verkstæðisvinnu • Reynsla af vinnu við iðntölvur og skjámyndakerfi • Reynsla af verkefnum á sviði viðhalds-, gæða- og öryggisstjórnunar Menntunar- og hæfniskröfur: • Vélfræðingsmenntun • Þekking á jarðgufuvirkjunum æskileg • Haldgóð tölvukunnátta • Aðlögunarhæfni og hæfni til þess að tileinka sér nýjungar • Frumkvæði, skipulag og sjálfstæð vinnubrögð • Lipurð í mannlegum samskiptum STÖÐVARGÆSLA MÝVATNSSVÆÐI Starfssvið Starfið er fólgið í eftirliti og viðhaldi aflstöðva og veitumannvirkja á svæðinu ásamt verkefna- bundinni vinnu við framþróun og viðhald vottana í gæða-, öryggis- og umhverfismálum. Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um starfið. Í boði er: • Fyrirmyndar starfsaðstaða • Metnaðarfullt og faglegt vinnuumhverfi • Tækifæri til starfsþróunar Landsvirkjun er eitt stærsta fyrirtæki landsins með efnahagreikning upp á 4,8 milljarða dala. Helstu viðskiptavinir hennar eru alþjóðleg fyrirtæki og breytingar á raforkumörkuðum skapa fyrirtækinu ný sóknarfæri. Á síðasta ári setti Landsvirkjun sér nýja stefnu sem leggur áherslu á að hámarka afrakstur af þeim auðlindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Landsvirkjun stefnir að því að verða eitt af leiðandi orkufyrirtækjum Evrópu á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Hjá Landsvirkjun og dótturfélögum hennar starfa um 350 manns með fjölbreytta menntun. Áhersla er lögð á jafnrétti og tækifæri til starfsþróunar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.