Fréttablaðið - 21.07.2012, Page 31

Fréttablaðið - 21.07.2012, Page 31
LAUGARDAGUR 21. júlí 2012 5 Tæknimaður óskast Leitað er eftir Tæknimanni með mikla tölvu og leiktækjakunnáttu. Starfið er fjölbreytt, snýr að viðhaldi á öllum tækni- búnaði. Leitum að samviskusömum og duglegum einstaklingi, með góða og vandaða framkomu. Er reglusamur og hefur metnað á að takast á við krefjandi og jafnframt gefandi og skemmtilegt starf. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknir sendast á arnar@skemmtigardur.is Umsóknarfrestur er 10.ágúst. Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði Kokkur eða matráður óskast Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði óskar eftir kokk eða matráð fyrir skólaárið 2012 - 2013. Við- komandi þarf að vera stundvís, heiðarlegur og ábyrgur. Barnaskólinn er 100 barna skóli sem hefur verið starf- ræktur í sex ár og hefur nú sjötta starfsárið sitt. Haustið 2011 færðist starfssemi skólans í nýtt húsnæði og hefur eldhúsið verið notað sem móttökueldhús. Fyrir kom- andi skólaár verður eldhúsið fullbúið og aðgengilegt og aðstaða til eldunar góð. Nánari upplýsingar gefur Hildur Sæbjörg – skólastýra í síma 8999633, netfang hildur@hjalli. is. Umsóknir berist á þetta net- fang eða í gegnum heimasíðu Barnaskólans http://www.hjalli. is/bsk7610/. Hársnyrtistofan Mojó óskar eftir metnaðarfullum hársnyrti í stólaleigu. Umsóknarfrestur: Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á mojo@mojo.is fyrir 28.07.2012. Skátafélagið Hraunbúar auglýsir eftir metnaðarfullum verkefnastjóra í krefjandi og skemmtilegt starf. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Almenn skrifstofustörf og tölvuvinnsla • Samskipti við skáta, foreldra og erlenda sjálfboðaliða • Samskipti og stuðningur við sveitarforingja félagsins • Samræming og yfirsýn skátastarfs félagsins • Umsjón með viðburðum • Ýmis tilfallandi störf Hæfniskröfur: • Almenn tölvukunnátta • Góðir stjórnunar- og samskiptahæfileikar • Vandvirkni, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð • Hugmyndaauðgi og frumkvæði í starfi • Reynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur • Viðkomandi þarf að hafa aðgang að bíl • Viðkomandi þarf að geta hafið störf ekki seinna en 15. ágúst 2012 Um er að ræða 50% starfshlutfall. Vinnutími er mestmegnis síðdegis og á kvöldin og er starfið því kjörið fyrir námsmenn. Starfsumsókn skal berast á netfangið starf@hraunbuar.is og skal henni fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Fyrirspurnir skulu berast á sama netfang. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí. Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun Helstu verkefni og ábyrgð » Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð í samráði við skjólstæðing og bera ábyrgð á meðferð » Skipuleggja og veita fræðslu til sjúklinga og aðstandenda » Þátttaka í teymisvinnu Hæfnikröfur » Íslenskt hjúkrunarleyfi » Góð samskiptahæfni » Faglegur metnaður » Sjálfstæði í vinnubrögðum Nánari upplýsingar » Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst 2012. » Upplýsingar veitir Ingibjörg Tómasdóttir, iingibjo@landspitali.is, sími 824 5769 og Þórgunnur Hjaltadóttir, torghjal@landspitali.is, sími 825 5136. » Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. » Ráðning byggir m.a. á innsendum gögnum og viðtölum. Hjúkrunarfræðingar Laust er til umsóknar starf hjúkrunarfræðings á öldrunardeild L2 á Landakoti. Á deildinni eru 18 rúm fyrir sjúklinga sem hafa gilt vistunarmat og eru að bíða eftir vist á hjúkrunarheimili. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag er samkomulagsatriði. Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Nánari upplýsingar um forsendur ráðningar er að finna á heimasíðu Landspítala. Starfatorg.is Laus störf hjá ríkinu og upplýsingar um málefni ríkisstarfsmanna Starf Stofnun Staður Nr. á vef

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.