Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2012, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 21.07.2012, Qupperneq 42
KYNNING − AUGLÝSINGBílar LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 20126 HRAÐSKREIÐUSTU BÍLARNIR Á heimasíðunni The Super Cars er listi yfir þá bíla sem eru þeir hraðskreiðustu í heimi á þessu ári. Í fyrsta sætinu á listanum er Bugatti Veyron Super Sport en hann nær 430 kílómetra há- markshraða. Hann nær hundrað kílómetra hraða á klukkustund á 2,5 sekúndum. Hann var líka hraðskreiðasti bíllinn árið 2010. Ef Íslendingar hyggjast festa kaup á hraðskreiðasta bíl heims þá þurfa þeir að reiða fram 2,4 milljónir dollara eða sem nemur rúmlega 303 milljónum íslenskra króna. Í öðru sætinu eru tveir bílar jafnir. Hennessey Venom GT og Koenigsegg Agera R en þeir náðu báðir 418 kílómetra hraða á klukkustund. Venom GT náði hundrað kílómetra hraða á rúmlega 2,5 sekúndum og Agera R var 2,9 sekúndur að ná hundr- aðinu. Það á þó eftir að prófa Venom GT betur en hann getur mögulega náð 442 kílómetra hámarkshraða. Hann verður líklega helsti keppinautur Veyron Super Sport á næstu árum. LOFTÞRÝSTINGUR Í DEKKJUM Jeppafólk á það til að lækka loftþrýsting í dekkjum til að auka drifgetuna. Þetta er nauðsynlegt við snjóakstur en margir freistast til að gera slíkt hið sama á grófum malar- vegum á sumrin, en þannig verður aksturinn mýkri og þægilegri fyrir farþega. Engin dekk eru þó sér- staklega gerð fyrir lágan loftþrýsting. Mikilvægt er að pumpa í dekkin aftur hið fyrsta þegar aka skal undir eðlilegum kringumstæðum á ný. Hvassir steinar geta eyðilagt dekk auðveldlega. Þegar ekið er í snjó með lágum loftþrýstingi í dekkjum skal gæta þess að þau hitni ekki. Best er að aka hægt svo snjórinn nái að kæla þau. Í hörðum snjó eykst hraðagetan og þar með hættan á dekkja- skemmdum. Dekk sem ekið er með lágan loftþrýsting eru á ábyrgð notanda því framleiðendur samþykkja ekki að lofti sé hleypt úr dekkjum. Athugið að umhverfisþættir hafa einnig áhrif á þrýstinginn, svo sem hæð yfir sjávarmáli, hitastig, hæðir og lægðir. Mikilvægt er að fylgjast alltaf með þegar ekið er með lágan loftþrýsting í dekkjum. Heimild: Arctictrucks.is ÖRYGGI BARNA Í BÍLUM FER BATNANDI Umferðarstofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg könnuðu í maí á síðasta ári öryggisbúnað barna í bifreiðum. Öryggisbúnaður 2504 barna var skoðaður og var farið í 68 leikskóla í þessum erindagjörðum. Slík könnun hefur farið fram árlega frá árinu 1996 og telur Umferðarstofa ástandið hafa batnað mikið á þessum sextán árum. Engu að síður er enn hægt að setja út á öryggisþætti barna í bílum. Helstu niðurstöður könnunarinnar voru þær að einungis 11,7% barna undir þriggja ára voru í bakvísandi barnabílstólum. Þá sátu 23 börn fyrir framan virkan öryggispúða, þar af voru sjö börn eingöngu með bílbelti og þrjú alveg laus. Allar þessar niðurstöður voru þó ívið betri en árið áður og hefur ástandið farið batnandi ár frá ári frá því könnunin var fyrst gerð. Þetta kemur fram í ársskýrslu Umferðarstofu fyrir árið 2011. Umferðarstofa leggur mikla áherslu á öryggi barna í umferðinni sem annarra og gerir reglulegar kannanir til að fylgjast með umferðarmenningu landsmanna. Margt jákvætt kemur fram í ársskýrslunni um bætta hegðun öku- manna en sérstök áhersla hefur verið lögð á fræðslu nýrra ökumanna. Stofnuð hefur verið sérstök Facebook- síða í þeim tilgangi. Síðan fékk nafnið Vertu til og er ætlað að miðla upplýsingum til nemenda framhalds- skólanna. SONAX býður allt sem þarf: bón fyrir allar gerðir af lakki, felguhreinsi, dekkjahreinsi, sápur, svampa, vínylhreinsi, gluggahreinsi og fleiri hágæða hreinsivörur. Glansandi bíll með SONAX bón- og hreinsivörum grípur augað 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.