Fréttablaðið - 21.07.2012, Síða 43

Fréttablaðið - 21.07.2012, Síða 43
KYNNING − AUGLÝSING Orka er gamalt og rótgróið fyrirtæki stofnað 1946 og verður því 66 ára í ár. Upp- haflega var það stofnað til að bora eftir heitu vatni en með tíð og tíma þróaðist þjónusta þess út í inn- flutning á bílrúðum og bílalakki og alla þjónustu sem þeirri vöru tengist. Starfsmenn Orku skipta um fleiri hundruð rúður á ári í höfuðstöðvunum að Stórhöfða 37 en á vegum fyrir tækisins eru líka menn sem fara á milli verk- stæða og skipta fagmannlega um rúður. „Svo höfum við í nokkur ár verið í rúðuviðgerðum líka,“ segir Jóhann G. Hermannsson fram- kvæmdastjóri. „Það er vakning í þessu núna, við höfum síðast liðin fimm ár verið að gera við svona litlar stjörnur sem koma á fram- rúðurnar. En núna eftir kreppu kom meiri þrýstingur frá trygg- ingafélögum að gera meira við, sem er bara gott. En það er bara hægt að gera við litlar stjörnur, sprungur eltumst við ekki við,“ segir Jóhann sem telur að fyrir- tækið eigi fram rúður á lager í um 95 prósent af bílum á landinu í dag. Fyrirtækið er líka með þó nokkuð magn af afturrúðum á lager en hliðarrúður eru sérpant- aðar. Erfitt er að vera með hliðar- rúður á lager þar sem þær eru svo mismunandi í laginu. Þeir sem ætla að skipta um rúðu hjá Orku hringja og panta tíma, koma með bílinn að morgni og fá hann aftur samdægurs. Orka hjálpar til við útfyllingu á nauð- synlegum plöggum og inn heimtir 15 prósenta sjálfsáhættugjald fyrir tryggingafélagið. Viðskipta- vinurinn þarf aldrei að hafa sam- band við það sjálfur. „Við getum oft séð hvar er verið að vinna í vegum á landinu hér á verkstæðinu,“ segir Jóhann og hlær. „Það er mest um brotnar rúður þar sem verið er að leggja nýklæðningar og smásteinar skjótast upp. En svo kemur önnur törn þegar frystir. Þá hafa menn fengið lítið steinkast um sumarið og síðan myndast litlar stjörnur sem springa út um veturinn. Þetta tvennt er svona algengast,“ segir Jóhann. Hjá Orku starfa níu menn og eru þeir með áratuga reynslu að baki og með menntun í faginu. Sjálfur er Jóhann lærður bifreiða- smiður sem hefur ófáa bíl rúðuna hanterað. Hann bendir fólki á heimasíðu fyrirtækisins á slóðinni Bilrudur.is. Það er mest um brotnar rúður þar sem verið er að leggja nýklæðningar og smásteinar skjótast upp. Bílrúður21. JÚLÍ 2012 LAUGARDAGUR 7 Skeinuhættar stjörnur sem springa út Fyrirtækið Orka að Stórhöfða 37 flytur inn og annast viðgerðir og skipti á bílrúðum. FRAMRÚÐUTRYGGINGIN DAUÐ „Það sem áður hét framrúðu- trygging heitir nú bílrúðutrygg- ing, þá eru allar rúður tryggðar í bílnum,“ segir Jóhann hjá Orku. Þetta hlýst af því að viðskipta- vinir voru heldur óánægðir með að fá ekki nema framrúðuna tryggða ef brotist var inn í bílana þeirra og trygginga- félögin sáu að sér og bættu þjónustuna. „Nú fær fólk þó allar rúður nýjar í bílinn,“ segir Jóhann. Jóhann Hermannsson, framkvæmdastjóri Orku. HRAÐARI ÞJÓNUSTA Hjá Orku eru auðvitað notuð nýjustu og bestu efnin sem til eru á markaði. Eitt það mikilvæg- asta við ísetningu á bílrúðum er límið, en það hefur þróast mjög mikið. Í gamla daga var kíttið miklu lengur að þorna og því þurfti að bíða miklu lengur áður en keyrt var af stað eftir skiptingu. Nú þarf ekki að láta límið þorna nema í klukku- tíma áður en keyrt er af stað áhyggjulaust. Að sögn Jóhanns hjá Orku má alls ekki keyra af stað fyrr en límið er orðið alveg pottþétt, því ef maður lendir í árekstri og límið er ekki tilbúið, þá getur farið illa. „Þess vegna afhendum við aldrei bíl fyrr en eftir öruggan límtíma. Þetta er upp á öryggið, maður verður að búast við því versta,“ segir Jóhann. ORKA EHF STÓRHÖFÐA 37 5861900 WWW.BILRUDUR.IS ER BÍLRÚÐAN BROTIN? SKIPTUM UM BÍLRÚÐUR GERUM VIÐ BÍLRÚÐUR ...Í ÖLLUM GERÐUM BÍLA! VINNUM FYRIR ÖLL TRYGGINGAFÉLÖGIN 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.