Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2012, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 21.07.2012, Qupperneq 57
LAUGARDAGUR 21. júlí 2012 33 SVALANDI EINS OG EKTA ÍSLENSK RIGNING F ÍT O N / S ÍA GOLF Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker stendur best að vígi að loknum tveimur hringjum á Opna breska meistaramótinu í golfi en leikið er á Royal Lythan & St Annes strandvellinum á Englandi. Snedeker spilaði hringinn í gær á sex höggum undir pari og er á tíu höggum undir pari samanlagt. „Til þess að spila hér án þess að fá skolla þarf maður að hafa heppnina með sér og spila frekar gott golf. Ég kalla það leiðingjarnt golf,” sagði Snedeker hógvær að loknum hringnum í gær. Snedeker hefur aldrei sigrað á risamóti í golfi en besti árangur hans er þriðja sætið á Masters- mótinu árið 2008. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig hann höndlar kastljósið um helgina. Ástralinn Adam Scott, sem leiddi að loknum fyrsta degi, andar ofan í hálsmál Snedeker á níu undir pari samanlagt. Tiger Woods hefur sýnt mikinn stöðugleika fyrstu tvo hringina. Bandaríkjamaðurinn hefur spilað þá báða á þremur undir og er í þriðja sæti á sex höggum undir pari samanlagt. Ljóst er að Norður-Írinn Darren Clarke ver ekki titil sinn frá því í fyrra. Eftir hörmulega spila- mennsku á fimmtudag rétti Clarke úr kútnum í gær á einu höggi yfir pari. Það dugði þó ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn. Bandaríkjamaðurinn Phil Mic- kelson vill væntanlega gleyma mótinu sem fyrst. Mickelson, sem hafnaði í öðru sæti mótsins í fyrra, var á ellefu höggum yfir pari að loknum tveimur dögum og langt frá því að komast í gegnum niður- skurðinn. -ktd Snedeker óvæntur forystusauður á opna breska: Laus við glompurnar GLOMPULAUSAR 36 HOLUR Snedeker hefur spilað fyrstu tvo hringina án þess að slá í sandglompu. 206 glompur er að finna á holunum átján. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Arsenal hefur hafnað til- boðum Juventus, Manchester City og Manchester United í hollenska framherjann Robin van Persie. Hollendingurinn 28 ára lýsti því yfir á dögunum að hann myndi ekki endurnýja samning sinn við Lundúnarfélagið sem rennur út sumarið 2013. „Við reynum að segja sem minnst um viðskipti sem þessi þar til þau eru frágengin. Það er enginn tilgangur að ræða eitthvað sem mögulega verður ekkert af,“ sagði Sir Alex Ferguson knatt- spyrnustjóri United pirraður yfir því að Arsenal upplýsti um tilboð United í gær. Talið er að Arsenal vilji fá í það minnsta 20 milljónir punda eða sem nemur um fjórum milljörðum íslenskra króna fyrir Hollendinginn sem kjörinn var besti leikmaður ensku úrvals- deildarinnar á síðustu leiktíð. Frágengið er að Van Persie ferðast ekki með Arsenal til Asíu en fram undan er tveggja vikna æfingaferð liðsins til Malasíu, Kína og Hong Kong. Þess í stað mun Van Persie halda sér í formi á æfingasvæði Arsenal. Van Persie hefur verið á mála hjá Arsenal frá árinu 2004 þegar hann kom frá Feyenoord. -ktd Arsenal hafnar tilboðum: Barist um þjón- ustu Van Persie MARKAKÓNGUR Van Persie skoraði 30 mörk í 38 leikjum í ensku úrvalsdeild- inni í fyrra. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.