Fréttablaðið - 21.07.2012, Síða 62
21. júlí 2012 LAUGARDAGUR38
„Hapkido er bardagalist ættuð frá Kóreu og að mörgu leyti náskyld
taekwondo og aikido. Það má líkja þessu við innanhúsfótbolta og
utanhúsfótbolta, eiginlega sama íþróttin en öðruvísi reglur, aðferðir
og spilamennska,“ segir Sigursteinn Snorrason, yfirþjálfari Hap-
kido Iceland, sem er nýkominn heim frá Kóreu þar sem hann bjó og
vann sem taekwondo-þjálfari.
Þetta er í fyrsta skipti sem
hapkido er kennt hérlendis og
segir Sigursteinn hvern sem er
geta iðkað íþróttina. „Þeir sem
eru með reynslu úr bardaga-
íþróttum standa tvímælalaust
betur að vígi þegar þeir byrja
í Hakido en það eru mjög
margir að byrja sem eru ekki
með neina reynslu. Eins og er
kennum við öllum eins og byrj-
endum en með tímanum förum
við að skipta fólki niður eftir
getu,“ segir hann.
Fatnaðurinn í hapkido er
sams konar galli og í karate,
nema svartur og með merk-
ingar sem gefa til kynna hvaða
íþrótt sé verið að stunda og
hvar. „Það er ekki enn hægt að fá gallana á Íslandi en við erum í
góðu sambandi við birgi í Kóreu og getum pantað beint í gegnum
hann. Við hendum samt engum út þó hann mæti á stuttbuxum, það
má alveg,“ segir Sigursteinn og hlær.
Að sögn Sigursteins er hapkido fyrst og fremst sjálfsvarnaríþrótt
sem leggur mikið upp úr heimspeki og hugleiðslu og með meira af
reglum og hefðum en eru í MMA, blönduðum bardagaíþróttum. 16
ára aldurstakmark er til að æfa íþróttina og skilyrði að vera með
punghlíf, tanngómshlíf og hlífar fyrir hendur og fætur á æfingum.
Hapkido Iceland býður upp á ókeypis æfingar í Combat Gym
Ármúla 1 út júlímánuð, Allar nánari upplýsingar má finna á heima-
síðunni hapkido.is. - trs
PERSÓNAN
Rúnar
Geirmundsson
Aldur: Er að
verða 21 árs.
Starf: Sund-
laugavörður.
Foreldrar:
Guðbjörg
Friðfinnsdóttir,
starfsmaður
í skóbúð, og
Geirmundur Vil-
hjálmsson, alt mulig mand.
Fjölskylda: Einhleypur og
barnlaus, en á einn bróður.
Búseta: Á Grundarfirði.
Stjörnumerki: Vog.
Rúnar er nýr meðlimur hljómsveitarinnar
Endless Dark.
„Okkur fannst þessi rassendi á mið-
bænum, það er að segja Hlemmur
og Barónsstígur, þurfa á smá and-
litslyftingu að halda. Við ræddum
fyrst við húseigendur í kring og þeir
tóku vel í hugmyndina og þá bárum
við þetta undir Reykjavíkurborg og
hún aðstoðar okkur við verkefnið,“
segir Pétur Marteinsson, eigandi og
framkvæmdastjóri á Kexi hosteli,
sem stendur við Skúlagötu 28. Pétur
og meðeigendur hans hafa ráðist í
framkvæmdir á svæðinu á milli
Kexins og verslunarinnar 10-11 og
ætla að skapa þar grænt svæði.
„Við tókum við húsnæðinu í
nóvember árið 2010 og lögðum þá
áherslu á að við fengjum smá skika
af lóðinni fyrir ofan okkur til að
geta haft meiri áhrif á ásýnd Kex-
ins og nú viljum við fara að gera fal-
legt í bakgarðinum okkar,“ útskýrir
Pétur.
Á svæðinu var áður malarbíla-
stæði sem geymdi nokkur bílhræ
og var að því lítil prýði fyrir íbúana
í kring. Þegar hefur verið ráðist í
framkvæmdir á svæðinu og vonar
Pétur að það verði orðið nothæft í
lok mánaðarins.
„Við erum byrjaðir að móta
svæðið og fáum til þess aðstoð frá
Veraldarvinum sem búa á móti
okkur á Hverfisgötunni. Á árum
áður stóð hér viti og á grunni Skúla-
götu 28 var saltfisksplan, það væri
gaman að geta gert einhvers konar
minnisvarða um gamla tíma þarna.“
Einnig eru uppi hugmyndir um að
reisa gróðurhús á skikanum og
rækta þar grænmeti fyrir veitinga-
stað Kexins.
Inntur eftir því hvort garðurinn
fái að standa óhreyfður um óákveð-
inn tíma segir Pétur það ekki öruggt
því að reitnum fylgi byggingarétt-
ur sem hann og með eigendur hans
hafa enga stjórn á.
„Ég segi bara er á meðan er. Á
meðan reiturinn stendur ónýttur
getum við í það minnsta haft það
huggulegt þarna.“ - sm
Kex-menn fegra bakgarð sinn
FEGRA BAKGARÐINN Pétur Marteins-
son og félagar hans á Kexi hosteli eru
byrjaðir á að skapa grænt svæði við
Hverfisgötuna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Verslunin Frúin í Hamborg hættir rekstri
þann 28. júlí næstkomandi. Verslunin hefur
verið starfrækt í tíu ár og nýtur mikilla vin-
sælda meðal Akureyringa sem og innlendra og
erlendra ferðamanna.
Þorbjörg Halldórsdóttir og Guðrún Jóns-
dóttir reka Frúna í Hamborg og segja breyttar
aðstæður ráða því að þær ætli að hætta rekstri.
„Ég keypti húsnæðið sem við erum í árið
2007 og eftir hrun hækkuðu afborganirnar tölu-
vert og innkoma okkar var lítil þannig að þetta
varð okkur þungur róður. Þó verslunin sé full
á sumrin þá detta viðskiptin óhjákvæmilega
niður á haustin í svona litlu bæjarfélagi. Við
tókum ákvörðunina um að hætta í vor og vissu-
lega er maður svolítið sorgmæddur. Við erum
með mikið af fastakúnnum og á tímabili vorum
við hættar að þora að segja fólki frá því að við
ætluðum að loka því það varð alveg miður sín
og sumir fóru jafnvel að gráta,“ segir Þorbjörg.
Verslunin var opnuð árið 2003 og flutti í nýtt
húsnæði árið 2007. Nafn verslunarinnar er
þannig tilkomið að Þorbjörg og Guðrún ætluðu
upphaflega að leigja í húsi sem heitir Hamborg
og þótti því tilvalið að nefna búðina Frúna í
Hamborg. Þó verslunin hafi á endanum aldrei
verið rekin í Hamborgar-húsinu ákváðu vin-
konurnar að halda nafninu.
Innt eftir því hvað taki við að þessu loknu
segir Þorbjörg það óráðið. „Við verðum að fara
til spákonu,“ gamnast hún með en bætir svo við:
„Er það ekki oftast þannig að þegar einar dyr
lokast að þá opnast aðrar? Maður veit aldrei
hvað gerist.“
Verslunin verður opin alla daga fram að
lokum. - sm
Fastakúnnar Frúarinnar felldu tár
FRÚIN FLYTUR BURT Þorbjörg Halldórsdóttir og Guðrún
Jónsdóttir, sem reka Frúna í Hamborg, hætta með
verslunina í lok mánaðarins. Fastakúnnar þeirra felldu
sumir tár er þeir fengu fréttirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/
Hvaða Spirulina ert þú að taka?
Árangur fer eftir gæðum
Lífrænt ofur fjölvítamín náttúrunnar
Næringarupptaka úr Lifestream Spírulína
er meira og nýtist betur en úr nokkru
öðru fæði.
Fullkomið jafnvægi næringarefnanna gefur
einbeitingu, langvarandi náttúrlega orku og er
gott gegn streitu.
Dregur úr ofvirkni, sykurlöngun og sleni.
Styrkir ónæmikerfið, hentar börnum og
fullorðnum.
13 vítamín og 16 steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega
GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans
Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum.
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni,
Fríhöfninni og Hagkaup
Hraust og hress
Árangur strax!
www.celsus.is
Súrefnistæmdar umbúðir vernda næringaefnin.
Vottað lífrænt
„Ég varð mjög hissa því ég var orðin
vonlaus um að hún mundi nokkurn
tímann skila sér og eiginlega búin
að taka það í sátt að hún væri horfin
að eilífu. Við áttum annan kött
sem hafði horfið sporlaust og því
vorum við ekki vongóð um að Tsuki
mundi finnast,“ segir Karólína Vig-
dís Ásgeirsdóttir sem endurheimti
nýverið læðuna Tsuki sem hafði
horfið sporlaust af heimili sínu í
september í fyrra.
Karólína Vigdís býr í Þingholt-
unum í Reykjavík en hjartagóðir
kattavinir fundu Tsuki í Hafnar-
firðinum nú fyrir stuttu. Læðan
hafði þá verið á vergangi í tæpt ár
og var nokkuð illa á sig komin og
svöng. Hún var flutt í Kattholt til
aðhlynningar og þar kom í ljós að
Tsuki var örmerkt og því auðvelt að
hafa uppi á eigandanum.
„Ég er fólkinu mjög þakklát fyrir
að hafa haft upp á henni og tilkynnt
hana, þetta minnir á sögurnar um
dýrin sem týnast en rata svo aftur
heim eftir einhvern tíma. Hún hefur
fylgt mér eins og skugginn eftir að
hún kom heim og gerir ekki annað
en að borða, kúra og hafa það gott.
Fyrstu næturnar var hún svolítið
óróleg og vaknaði oft og mjálmaði
en hún er núna orðin róleg og sátt.“
Innt eftir því hvort Tsuki hafi
þekkt eiganda sinn aftur eftir allan
þennan tíma segir Karólína svo
vera. „Hún var ekki örugg fyrst og
mjálmaði alla leiðina heim en um
leið og ég gerði smellhljóð sem hún
þekkti þá áttaði hún sig hlutunum.“
Móðir Tsuki býr einnig á
heimilinu og segir Karólína að
mæðgurnar hafi þekkt hvor aðra
strax þó það hafi tekið svolítinn
tíma fyrir þær að taka hvor aðra
í sátt. „Þær fengu fyrst að hittast
í gegnum rimlana á búrinu upp á
öryggisástæður,“ segir Karólína
ánægð að lokum. sara@frettabladid.is
KARÓLÍNA VIGDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR: ÉG VAR ORÐIN VONLAUS
Læðan Tsuki komst heim
eftir tæpt ár á vergangi
Tsuki þýðir tungl á japönsku.
Læðan litla er með blett á bakinu
sem minnti á hálfmána og þaðan
er nafngiftin komin.
?
KOMIN HEIM Tsuki er komin heim til
eiganda síns, Karólínu Vigdísar Ásgeirs-
dóttur, eftir að hafa verið á vergangi í tæpt
ár. Læðan fannst í Hafnarfirði en hafði
horfið frá heimili sínu í Þingholtunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ný bardagaíþrótt fyrir
hvern sem er
FJÖR Hakido-æfingarnar í Combat Gym
hófust fyrst á mánudaginn og eru þegar
orðnar vinsælar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI