Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 6
27. júlí 2012 FÖSTUDAGUR6 FRÉTTASKÝRING: Fornleifafræðingar berjast við Ægi og eilífð Jón Sigurður Eyjólfsson jse@frettabladid.is Í vetur mótmæltu fornleifafræð- ingar þegar ljóst var að þeirra biði fjórða niðurskurðarárið í röð. Framlög til Fornleifa- sjóðs námu tæpum 33 milljónum meðan Hús- friðunarsjóður fær rúmar 125 og Söfn- unarsjóður rúmar 94 milljónir. Þetta segir þó ekki alla söguna því sums staðar, eins og á Alþingisreitnum og við Vaðlaheiði, hafa framkvæmdaaðilar borgað fyrir rann sóknir á svæðunum. Eins hafa fræði- menn verið duglegir við að fá styrki sem sumir hverjir koma að utan og segir Elín Ósk Hreiðarsdóttir, for- maður félags íslenskra fornleifa- fræðinga, að sumarið sé líflegt í geiranum. Fornleifafræðingar keppa ekki aðeins um fé heldur einnig við höfuðskepn- urnar. Þeirra frekust er hafið sem víða hrifsar til sín minjar. Fræðimennirnir gefast þó ekki upp gagnvart þessum ágangi og hafsbotninn er á meðal leitarsvæða í ár. Vísindin sem keppa við tímann og vatnið Útlit er fyrir að fornleifafræðirannsóknir færi okkur fljótlega stór brot í púslu- spili sjálfsvitundar okkar. Þar koma stóriðja, umsvif útlendinga og markaðslög- mál við sögu. Fréttablaðið kynnti sér nokkrar rannsóknir sem nú standa yfir. Í KAPPI VIÐ GREIPAR ÆGIS Við Kolkuós eins og víða annars staðar keppast fornleifafræðingar við að ná minjum áður en þeim skolar út á haf. MYND/JENNICA EINEBRANT SVENSSON Athafnasvæði fornmanna í miðbænum Rannsóknir hófust árið 2008 en þá var opnað um tvö þúsund fermetra uppgraftarsvæði við Tjarnargötu og Kirkjustræti. Þar hafa fundist minjar frá landnámi og allt til okkar tíma. Á landnáms- tíð hefur verið þarna vinnusvæði mikið þar sem fram hefur farið járnvinnsla, kolagerð, gripa- og verkfærasmíðar ásamt öðrum hefðbundnum störfum sem tilheyrðu húshaldi þessa tíma. Eins fannst á svæðinu viðarstígur, eins konar gangstétt þess tíma. Tekist hefur að grafa upp átján metra af þessum stíg en þá fer hann undir Kirkjustræti svo enn er ekki vitað hversu langur hann hefur verið. Einnig hafa fundist tíu járnbræðsluofnar, kolagrafir, smiðjur, safnhús, eða skemma þar sem melkorn var þurrkað, og túngarður. Nú í sumar var byrjað að rannsaka fjögur hundruð fermetra svæði og hafa þar fundist munir frá 9. til 11. öld. „Nú þegar hefur komið í ljós tveggja fasa smiðja sem er um tuttugu til þrjátíu fermetra stór ásamt þremur öðrum byggingum. Þeirra hlutverk er enn óþekkt,“ segir Vala Björg Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, sem stjórnar rannsókninni. „Utan bygginganna er svo athafnasvæði þar sem komið hafa í ljós kolagrafir, ofnar og aflar og tengjast þau mannvirki að flestu leyti járn- og eða málmvinnslu með einum eða öðrum hætti. Gripir sem hafa fundist það sem af er endurspegla að miklu leyti það sem fór fram á svæðinu og má þá helst nefna sleggjur, hamra, járn- og viðarnagla, spýtur, brýni, sökkur, öngla, tunnustafi, járnbita og snældusnúða að ógleymdum fjölda dýrabeina. 1. ALÞINGISREITURINN Á ALÞINGISREITNUM Vala Garðarsdóttir við eldstæði í miðbænum. ■ Vogur í Höfnum í Reykjanesbæ. Rannsókn á landnámsskála og umhverfi við hann. ■ Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp. Rannsókn á bæjarstæðum en talið er að í Vatnsfirði hafi verið höfuð- ból á Vestfjörðum frá landnámi fram á 16. öld. ■ Ingiríðarstaðir í Þegjandadal. Rannsókn á kumlateig. Í dalnum hafa fundist búsetuminjar frá miðöldum. ■ Gröf og dauði. Rannsókn á allt að þrettán hugsanlegum greftrunarstöðum á Norður- og Vesturlandi. ■ Gufuskálar. Verstöð sem sjór er að taka til sín. ■ Skriðuklaustur. Framhaldsrann- sókn og frágangur á minjasvæði af klausturgarðinum á Skriðu og umhverfi. ■ Fjölmargar fleiri athyglis- verðar rannsóknir eru í gangi í sumar sem hefðu sómt sér á þessum lista. AÐRAR RANNSÓKIR Í kappi við Ægi Við Kolkuós í Skagafirði var höfn og mikið athafnasvæði. Árið 1004 var lögð gata eftir endilöngum tanganum og við hana voru búðir og milli þeirra stígar og steinlagðar götur. „Er höfnin og verslunarstaðurinn við hana vafalaust ástæðan fyrir því að valdamiðstöð reis til forna á Hólum í Hjaltadal og að biskupstólnum var valinn þar staður,“ segir Ragnheiður Traustadóttir forn- leifafræðingur sem fer fyrir rannsóknarmönnum þar. Rannsóknir þar hófust árið 2003 en þeim lýkur nú í sumar og keppast fornleifafræðingar við að ná sem mestum gersemum af svæðinu áður en Ægir lætur greipar sópa en sjávarrof er mikið á tanganum. Við uppgröftinn hafa meðal annars fundist leifar af nauðsynja- og munaðarvöru, sem flutt var milli landa, kambar, silfurpeningar, gangsilfur, bronsnálar, nálarhús, brot úr innfluttum brýnum, tinnur, leirker, bökunar- hellur, skipasaumur, unnin hvalbein, ýmislegt úr járni auk annarra mann- vistarleifa og jafnvel heiðinna grafa. 3. KOLKUÓS Í SKAGAFIRÐI Þormóður væri farinn í sjóinn Á Siglunesi keppa fornleifafræðingar einnig við Ægi sem rífur í sig ystu tanga á Siglunesi. Þar var verstöð mikil og bendir ýmislegt til að elstu minjar séu frá því fljótlega eftir landnám. Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur sem fer fyrir liðinu þar, segist afar ánægð með að búið sé að tryggja nægilegt fjármagn til rannsókna næstu þrjú árin og munar þar mest um styrk sem fenginn er frá National Science Foundation í Bandaríkjunum. Á meðal þess sem fundist hefur á Siglunesi er hann Þormóður sem heitir eftir landnáms- manninum en þessi tálgaði Þormóður sem fannst í fyrra er taflmaður frá 12. eða 13. öld. Til marks um ágengni sjávar í aðsópi sínu má geta þess að Birna telur að hefði Þormóður ekki fundist í fyrra væri hann líklegast kominn í sjóinn. 4. SIGLUNES ÞORMÓÐUR Stóriðja fornmannanna Þegar menn aka um Vaðlaheiðargöng í framtíðinni og fagna dagsljósinu í Fnjóskadal eftir gangamyrkrið geta þeir minnst stóriðju síns tíma en þar var unnið járn í tonnavís. Nú á dögum er flutt inn boxít frá fjarlægum löndum til álvinnslu en fornmenn vorir urðu að líta sér nær og unnu járnið úr rauða sem nóg er af í Fnjóskadalnum. Líkt og í álverum landsins nú á dögum var einungis um hráefnisvinnslu að ræða en síðan hafa laghentir menn gert úr járninu lása, verkfæri, nagla og vopn. Ef gælt er við skáldagyðjuna má spyrja sig hvort Árni beiski hafi haft Vaðlaheiðarjárn í hendi er hann hjó höfuð Snorra Sturlusonar. Endalok járnvinnslunnar í Fnjóskadal má skrifa á reikning sama aflsins og skilur milli feigs og ófeigs í viðskiptaheiminum enn í dag, það er að segja markaðslög- málið, en á 14. öld var það orðið ódýrara að flytja járnið inn. Guðmundur Stefán Sigurðarson fornleifafræðingur fer fyrir rannsóknar- mönnum. Hann segir að á meðal þess sem fundist hefur séu fjórir ofnar. Hann segir enn fremur að ljúka eigi rannsóknum í september á þessu ári. 5. VAÐLAHEIÐI MENJAR UM JÁRNVINNSLU Stóriðja fornra tíma rannsökuð. Á slóðum fornra hvalveiðimanna Á Vestfjörðum er unnið að rannsóknum sem gætu lýst upp tímabil og umsvif sem hingað til hafa verið frekar óljós í söguskoðun Íslendinga. Í Bölum í Strandasýslu, norðan Bjarnafjarðar, er verið að rannsaka gamalt athafnasvæði baskneskra, breskra og hollenskra hvalveiðimanna sem munduðu skutulinn á sautjándu öld. „Þetta var gríðarlega mikilvæg útgerð fyrir Evrópu á sínum tíma því hvalolía var náttúrulega í sama sessi og svartolían í dag,“ segir Ragnar Edvardsson fornleifafræðingur. Vitað var að Baskar, Englendingar og Hollendingar stunduðu hvalveiðar hér við land á öldum áður en þetta er í fyrsta skipti sem leifar finnast sem varpað geta ljósi á umsvif þeirra hér á landi. Nú þegar hafa fundist bræðsluofnar á Ströndum sem hugsanlega eru frá tímabilinu 1608 til 1670. Ragnar er með fleiri járn í eldinum en þriðja árið í röð verður gerð neðan- sjávarrannsókn á Vestfjörðum. Hún gengur út á það að kortleggja hafs- botninn og eins og búast mátti við hafði Ægir ýmsar minjar í hirslum sínum. Hafa til dæmis fundist leifar af gömlum bryggjum en svo hafa einnig fundist verslunarminjar til dæmis í Tálknafirði. Ragnar segir að aldursgreining liggi ekki fyrir en hugsanlega megi rekja þessar leifar langt aftur til miðalda og geti þær því leitt ýmislegt í ljós um verslunarumsvif fyrir tíð Hansakaup- manna. 2. VESTFIRÐIR UPPGRÖFTUR Eldstæði í Hvalveiðistöðinni á Strákatanga frá 1608-1670. 1 2 3 4 5

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.