Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGMaraþon FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson, benediktj@365.is, sími 512 5411 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Við undirbúning hlaupa er mataræði mjög mikilvægt og holl næring fyrir stór hlaup á borð við maraþon skiptir miklu máli. Nýlega var kynnt á markað nýtt Hleðsluskyr. Skyrið er framleitt hjá MS Akureyri en þar er framleitt afar verðmætt mysu- prótein. Hleðsluskyrið er með bláberja- bragði annars vegar og hins vegar hreint. Hreina Hleðslu skyrið inni- heldur heil 26 grömm af próteinum og ber norræna hollustu merkið Skráargatið. Að sögn Guðnýjar Steinsdóttur, markaðsstjóra MS, komu hugmyndir um þróun vörunnar fram fyrir tveimur árum þegar Hleðslu drykkurinn kom á markað. „Sem kunnugt er þá hafa neytendur nú þegar úr miklu að velja þegar skyr er annars vegar á íslenska markaðnum,“ segir Guðný. „Við þróun vörunnar var vandað mjög til eigingerðar og áferðar. Hleðsluskyr er ólíkt öðrum skyrtegundum að því leyti að það inniheldur hærra hlutfall af mysu- próteinum og áferðin er einstak- lega mjúk. Hleðsluskyrið hefur enn fremur sérlega milt bragð. Hlut- fall mysupróteina í skyrinu er ríf- lega fjörutíu prósent. Mysuprótein henta einstaklega vel við uppbygg- ingu vöðva og eru jafnframt talin auðmeltanlegri en önnur prótein.“ Með hreina Hleðsluskyrinu er komin þriðja varan á þessu ári frá MS sem fær norræna hollustu- merkið Skráargatið. „Þær vörur sem komast í gegnum Skráar gatið eru þær vörur sem eru hollastar í hverjum flokki og er merkinu ætlað að auðvelda neytendum að velja sér holla matvöru,“ segir Guðný. Þótt Hleðsluskyrið hafi ein- göngu verið á markaði í skamman tíma fer sala vel af stað. „Við höfum fengið mjög góðar viðtökur og í kynningum er mjög vel látið af vörunni.“ „Hleðsluskyrið kemur inn í sterkan vöruflokk en þar er fyrir próteindrykkurinn Hleðsla sem kom á markað 2010 og hefur fyrir löngu slegið í gegn á meðal íþrótta- fólks og neytenda sem sækjast eftir hollri næringu og hágæða pró- teinum. Hleðsla er einmitt rík af hágæða mysu próteinum og hún hentar mjög vel öllum þeim sem stunda íþróttir og aðra hreyfingu. Hleðsla og Hleðsluskyr eru jafn- framt hlaðin víta mínum og stein- efnum frá náttúrunnar hendi, eins og mjólk er reyndar líka. Hleðsla er enn fremur kolvetnarík en kol- vetni eru mikilvægasti orkugjafi líkamans og skipta miklu máli við undirbúning hlaupa,“ segir Guðný. Hleðsla og hleðsluskyr henta hlaupurum vel Holl næring er mjög mikilvæg við undirbúning maraþonhlaupa. MS setti nýlega nýtt próteinríkt skyr á markað sem er merkt norræna hollustumerkinu, Skráargatinu. Skyrið hefur hátt hlutfall mysupróteina en þau henta vel við uppbyggingu vöðva og eru auðmeltanleg. Hleðsluskyrið hefur fengið góðar viðtökur þrátt fyrir að hafa verið í stuttan tíma á markaði og að sögn Guðnýjar hefur vel verið látið af því í kynningum. MYND/ERNIR Skok k hópurinn ÍR skok k var stofnaður árið 1994 og er einn elst i skok k- hópur landsins. Upphafsmaður hópsins var Gunnar Páll Jóakims- son, þáverandi þjálfari keppnis- liðs ÍR, sem þjálfaði hópinn í upp- hafi. Ýmsir aðilar hafa komið að þjálfun hópsins þann tíma sem hann hefur verið starfræktur en undan farin þrjú ár hefur Örnólf- ur Oddsson séð um þjálfun hans. Hann hefur þó verið viðloðandi hópinn mun lengur og segir margt hafa breyst undanfarin ár þegar kemur að hlaupum hérlendis. „Í dag eru hlaup miklu vinsælli en áður fyrr. Þegar ÍR skokkhópurinn var stofnaður samanstóð hann af blöndu eldri íþróttamanna og fólks sem hafið einfaldlega áhuga á að hreyfa sig. Félagsskapurinn kringum hóp- inn hefur alltaf skipt mjög miklu máli og var svolítið leiðandi þáttur í upphafi. Þannig hafa margir byrjað að hlaupa með okkur í gegnum tíðina sem hafa þekkt ein- hvern í hópnum og kynnst honum og félagslegu hlið hans líka.“ Örnólf ur seg ir skok k hópa góðan vettvang fyrir þá sem vilja stunda hlaup. Þannig komist regla á hlaupin og minni hætta sé á því að hlaupum sé frestað til dæmis vegna veðurs. „Ég ráðlegg öllum sem vilja stunda hlaup reglulega að hlaupa með skokkhópi. Þannig komast hlaupin fljótt inn í rútínu fólks. Síðan blandast hópurinn vel saman þótt hlauparar séu mislangt komnir og hafi misjöfn markmið. Æfingum er stillt upp þannig að allir fái sitt út úr æfingum. Það er enginn dragbítur hjá okkur.“ Sérsta k u r göng u hópu r er þannig starfræktur innan skokk- hópsins sem fer í reglulegar göngu- ferðir innanlands, fjall göngur og í náttúruskoðun. „Göngu hópurinn fór á Vestfirði í fyrra og er núna nýkominn frá Aust fjörðum þar sem við fórum í gönguferð um Víkurnar. Hópurinn fer árlega í þriggja til fjögurra daga göngu- ferðir. Þá er alltaf leiðsögumaður með í för. Hingað til hefur þetta verið 30-40 manna hópur sem hefur farið í hvert skipti.“ Yfir vetrar tímann eru haldnir fyrir- lestrar fyrir meðlimi hópsins þar sem þeir eru fræddir um ýmis mál- efni sem tengjast hlaupum. Samsetning hlaupahópsins er nokkuð fjölbreytt. Meðlimir hans eru á öllum aldri þótt miðaldra fólk sé í meirihluta. Einnig eru f leiri konur í hópnum en karlar. „Svo slæðast með mjög góðir hlauparar sem njóta þess að hlaupa með skokkhópnum. Þá taka þeir hluta af prógrammi sínu með okkur þótt þeir séu að æfa annars staðar.“ Hann segir kjarnann telja 30-40 manns en f leiri mæti á vorin og á haustin. „Það er minni mæt- ing yfir hásumarið þegar fólk er í sumar fríum og er ekki í bænum. Svo fjölgar yfirleitt á haustin þegar skólarnir byrja og þegar losnar um tíma hjá mörgum.“ Sumarið í ár hefur verið sann- kallað langhlaupasumar hjá með- limum ÍR skokkhópsins. Örnólfur segir að flestir í hópnum hafi keppt í fimm eða tíu kílómetra hlaupi og hálfmaraþonhlaupi í fyrra en í ár séu f lestir að keppa í lengri hlaupum. „Milli 40-50 manns keppa þetta sumarið í lengri hlaupum bæði hérlendis og erlendis. Um 35 manns keppa í Berlínarmaraþon- hlaupinu í haust, nokkrir hlaupa maraþon í Reykjavíkurmaraþon- hlaupinu í ágúst og um tíu manns hlupu Laugavegshlaupið í sumar þar sem hlaupið var frá Land- mannalaugum inn í Þórsmörk.“ Félagslegi þátturinn skiptir miklu máli Skokkhópur er tilvalinn byrjunarreitur fyrir byrjendur. Þar fá meðlimir leiðsögn í takt við getu sína og markmið. „Ég ráðlegg öllum sem vilja stunda hlaup reglulega að hlaupa með skokkhópi,“ segir Örnólfur Oddsson, þjálfari ÍR skokkhópsins. MYND/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.