Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 27
KYNNING − AUGLÝSING Maraþon27. JÚLÍ 2012 FÖSTUDAGUR 7 Mataræðið skiptir auðvitað alltaf máli en ekki síst fyrir hlaupara,“ segir Anna Sigríður. „Þá skiptir máli hvort fólk er frístundahlauparar eða langhlauparar sem hugsa um íþróttina sem keppni og stefna að ákveðnum tíma. Sumir nota hlaup til að grenna sig en aðrir keppa að ákveðnu markmiði. Einstaklingsþarfir eru ólíkar og rétt að hafa það í huga þegar lang- hlaup er skipulagt. Sumir hafa tilhneigingu til að borða of lítið, sérstaklega konur.“ Anna Sigríður segir að undirbúningur sé afar mikilvægur og að enginn hlaupi heilt maraþon nema hafa þjálfað sig vel áður. „Langtímamarkmið fyrir keppni ætti að vera að borða hollt og samkvæmt ráðlegg- ingum. Þegar nær dregur keppni, sérstak- lega síðustu tvo sólarhringana, þarf virkilega að huga að kolvetnamagni. Tísku straumar hafa gengið út á að takmarka neyslu kolvetna en það má ekki festast í slíku eigi að ná ár- angri í hlaupum. Kolvetnin hafa áhrif á út- hald og getu hlaupara og þeir þurfa á þeim að halda fyrir, á meðan og eftir keppni ella dregur úr árangrinum. Þá þarf að huga vel að fjölbreyttu fæði en þó kannski sérstak- lega ávöxtum og kornmat eða brauði, sem eru f ljótlegir bitar. Langhlauparar þurfa að borða gott brauð, með vel völdu áleggi,“ segir Anna Sigríður og bætir við að þótt ýmsir drykkir geti verið ágætir komi þeir ekki í stað hollra máltíða. „Þeir geta hins vegar nýst vel í hlaupinu sjálfu. Reynslan kennir hlaupurum hvernig nota eigi íþróttadrykki en samsetn- ing þeirra skiptir máli. Menn verða að prófa sig áfram til að finna út hvað hentar þeim best. Á sama hátt og útbúin er æfingaáætlun ætti samtímis að fylgjast vel með mataræðinu og prófa sig áfram. Gott er að halda matar- dagbók yfir æfingatímann og skrá bæði líðan og árangur og sjá þannig hvað skilar mestu. Vatn er mikilvægt en í löngum hlaupum ætti fólk að blanda kolvetnum og söltum í vökvann. Ódýr lausn er að nota vatns- þynntan ávaxtasafa, en hann hentar ekki öllum þar sem hann getur ert meltingar- veginn undir álagi. Hafragrautur með mjólk hentar vel fyrir hlaup, sömuleiðis morgun- korn eða brauð og gott álegg. Þetta þarf ekki að vera flókinn matur,“ segir Anna Sigríður sem gefur hlaupurum hér uppskriftir að góðum áleggstegundum, en brauð og álegg getur bæði hentað fyrir og eftir æfingar, í hæfilegum skömmtum. Laxa-lárperukæfa 100-150 g af reyktum silungi eða laxi (einnig má nota afganga af soðnum fiski í staðinn) ½ lárpera (avókadó) 1 msk. sítrónusafi 2 msk. sýrður rjómi Örlítil piparrót (má líka nota wasabi, eða sleppa) Sítrónupipar eða pipar eftir smekk Lárperan og fiskurinn skorinn í bita . Setjið síðan allt hráefnið í matvinnsluvél eða töfra- sprota í stutta stund (passið að mauka ekki of lengi því þá verður fiskurinn ekki jafn ferskur). Kryddið í lokin og smakkið til. Best borið fram kalt með góðu grófu brauði. Heimatilbúið hnetusmjör Hnetur mættu vera miklu algengari í fæðu landsmanna og heimagert hnetusmjör er góður kostur á brauðið. Örþunnt lag af sultu ofan á gerir brauðsneiðina að algjöru sælgæti og hentar vel í kringum hlaup. 3 dl hnetur að eigin vali – ein eða fleiri tegundir 1-2 msk. bragðlítil matarolía (má sleppa) Olíunni má sleppa, en athugið að hnetur geta verið mjög misolíumiklar og því ráð að bæta olíunni bara við eftir þörfum. Olían losnar líka ekki úr læðingi fyrr en matvinnsluvélin hefur fengið að vinna á hnetunum í dálitla stund. Maukið í matvinnsluvél þar til að hneturnar verða að nokkuð fínu mauki – grófleikinn gefur hnetusmjörinu hins vegar mismunandi karakter og því er um að gera að prófa sig áfram. Brauð er gott fyrir hlaupara Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent í næringarfræði við Rannsóknastofu í íþrótta- og heilsufræði við HÍ, segir nauðsynlegt fyrir langhlaupara að halda matardagbók og læra á hvaða fæða hentar best. Hlaupagleraugu vernda augun fyrir svifryki og öðru sem berst úr malbiki frá næsta hlaupara. „Þegar slíkar agnir falla á tárafilmu augans verður aukin táramyndun sem getur verið mjög óþægileg og virkað truflandi á fólk sem er að einbeita sér að því að hlaupa langa vegalengd á sínum besta tíma. Þá eru birtuskilyrði mis- jöfn á löngum hlaupum og er hægt að fá gleraugu sem taka mið af því. Eins vernda þau augun fyrir alls kyns veðrum og vindum sem sömu- leiðis eykur táramyndun og veldur pirringi,“ útskýrir Kjartan. Notuð af afreksmönnum Ef litið er til afreksmanna víða um heim eru þeir margir hverjir með hlaupagleraugu. „Við seljum hlaupagleraugu frá Oakley, sem er eitt þekktasta gleraugnamerki heims. Ef litið er til viðburða eins og Ólympíuleikanna og hjólreiða- keppninnar Tour de France þá er eftir því tekið að margir nota Oakley -gleraugu. Í fyrra voru átta af tíu efstu þátttakendum í Tour de France með Oakley-gleraugu og sigurvegarinn í ár, Bradley Wigg- ins, sömuleiðis. Það undirstrikar að þetta er búnaður sem virkar.“ Útpæld hönnun Kjartan segir gríðarlegar fram farir hafa orðið í hönnun Oakley-gler- augna með styrkleika. „Þau eru kölluð Oakley HDO eða High Defini- tion Optics en einnig er mikið úrval af hlaupagleraugum án styrkleika.“ Gleraugun eru að sögn Kjartans listilega hönnuð og sitja vel. „Þau hristast ekki á höfðinu og gúmmíið verður ekki sleipt þó hlauparinn svitni. Glerið er beygt og sveigt aftur með andlitinu án þess að það bjagi umhverfið sem er merkileg tækni. Fyrir vikið hefur hlauparinn gott sjónsvið til hægri og vinstri sem er vitanlega afar nauðsynlegt. Þá hefur fyrirtækið framleitt svo- kölluð mask-gleraugu sem eins og nafnið gefur til kynna liggja yfir augunum eins og gríma.“ Það er því ljóst að úrvalið er ríkulegt. Hlaupagleraugun frá Oakley eru algerlega óbrjótanleg og veita hundrað prósent vörn fyrir útfjólu- bláum geislum sólar. Hægt er að velja um ýmsar gerðir af glerjum og oft fylgja nokkur pör af glerjum í mismunandi litum sem hægt er að skipta eftir þörfum. „Ég er sjálfur maraþonhlaupari og í sól vil ég hafa gleraugun sæmilega dökk. Á kvöldin vil ég hins vegar hafa þau nánast glær.“ Kjartan segir gleraugun líka gagnast þeim sem nota linsur. „Það gilda sömu lögmál þá enda ekki gott að fá eitthvað í augun og eiga það á hættu að missa lins- urnar. Ef viðkomandi kýs að nota linsur eru keypt gleraugu án styrk- leika.“ Gleraugun kosta á bilinu fimm- tán til fimmtíu þúsund. „Hlaupa- gleraugu án styrkleika eigum við á lager í ýmsum gerðum en með styrkleika er afgreiðslutíminn yfir- leitt frá fjórum upp í átta daga.“ Starfsfólk sem talar af reynslu Kjartan hefur tekið þátt í fjöl- mörgum maraþonhlaupum og í starfsliði hans er auk þess að finna vana hlaupara. „Við erum meira að segja með einn járnkarl og getur starfsfólk okkar því miðlað af eigin reynslu.“ Optical Stúdio er að finna í Smáralind, Leifsstöð og í Keflavík. Fyrirtækið verður með sýningar- og sölubás á Maraþon Expo í Laugar- dagshöll daginn fyrir Reykjavíkur- maraþonið eða 17. ágúst. Fullkomnar hlaupaútbúnaðinn Hlauparar sem ætla sér langt ættu að fjárfesta í sérstökum hlaupagleraugum. „Flestir kaupa góða skó, sérstakan hlaupafatnað og hlaupaúr en margir gleyma gleraugunum. Þeir sem einu sinni prófa slíkan búnað finna strax mikinn mun og þá er yfirleitt ekki aftur snúið,“ segir Kjartan Kristjánsson eigandi gleraugnaverslunarinnar Optical Studio. Hér má sjá sjóntækjafræðinginn Maríu Ólöfu Sigurðardóttur með nýjustu gerð af Oakley-hlaupagleraugum. Hlaupagleraugun fást í ýmsum útgáfum, með og án styrkleika. Birgir Gilbertsson, sjóntækjafræðingur og járnkarl, ásamt eigandanum Kjartani Kristjánssyni sem er margreyndur maraþonhlaupari. Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur segir að fólk þurfi að gæta vel að mataræðinu fyrir langhlaup. MYND/STEFAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.