Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 38
27. júlí 2012 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Á vesturbakka Blöndu standa elstu hús Blöndu- óss. Þar er kirkja, hótel, verslun, bakarí, spítali, læknishús og líkhús, allt aflagt. Nú býr þar menn- ingarsinnað fólk sem kann að meta þessi gömlu hús og umhverfi þeirra. ÞAR SEM STÓRFLJÓTIÐ KYSSIR ÚTHAFSÖLDUNA „Við búum í litlu húsi í grónu hverfi í Reykjavík en hér látum við lofta um okkur. Það er svo yndislegt að breyta til,“ segja hjónin Inga Elsa Bergþórs- dóttir, grafískur hönnuður, og Gísli Egill Hrafnsson ljósmyndari, sem eiga stórt hús á sjávarkambi vestur- bakkans. Þau tóku við því sem gömlu bílaverkstæði en áður var það slátur- hús. Nú er listin búin að taka yfir því þau hjón sinna þar hugðarefnum sínum á öllum árstímum, unnu þar meðal annars að bók sinni Góður matur, gott líf sem kom út á síðasta ári. „Við erum búin að vera í ein átta ár að dunda við að gera húsið upp,“ segja þau ánægð yfir að hafa ákveðið að gefa verkefninu tíma í stað þess að taka stórt lán í byrjun og rumpa framkvæmdunum af. „Þó við séum í byggð þá erum við í tengslum við náttúruna, fuglalífið, sjóinn og selina,“ segir Inga Elsa. „Útsýnið er aldrei eins frá degi til dags HÉR LÁTUM VIÐ LOFTA UM OKKUR HORFT AF BREKKUNNI Kirkjan var byggð árið 1895. Nú er hún menningarhús enda var vesturbakkinn miðstöð mannlífs á Blönduósi um árabil. Húsið við hliðina heitir Helgafell því þau sem byggðu það 1948 hétu Helgi og Helga. Síðan tóku við því hjón sem hétu sömu nöfnum og ráku lyfjaafgreiðslu héraðslæknisins á neðstu hæðinni. Krútt kaffihús var í húsinu á tímabili og síðustu árin Vínbúðin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GAMLA LÆKNISHÚSIÐ Byggt upp úr 1900. Garðurinn á bak við var mikill lystigarður en fór í órækt og er nú í endurhönnun. Lágreistur skúr sem áður var líkhús er við eina hlið hans. Þar lá eitt sinn drengur, úrskurðaður andvana, sem vinnukonu fannst hún sjá hreyfingu hjá. Þetta var kántrý- kóngurinn Hallbjörn Hjartarson. ÍBÚÐ OG ATHVARF LISTARINNAR „Það fer ekki hjá því að maður beri virðingu fyrir öflunum í umhverfinu,“ segja þau Inga Elsa og Gísli Egill sem búa á fjörukambinum í húsi sem var áður bílaverkstæði og þar áður sláturhús. Stundum gefur á stofugluggann en aldrei hefur flætt upp á lóðina. Þó hafa þau þröskuldinn háan til vonar og vara. Stranda fjöllin blasa við í fjarska. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA allt sumar er möguleiki á vinningum sinalco- Töppunum yfir 5.000 vinningar! Í öllum Sinalco-töppum er númer. Settu það inn í sumarleik Góu á Facebook-síðu Góu (www.facebook.com/goa.is) og þú veist strax hvort þú hefur unnið. Allir sem skrá sig gætu svo átt von á risavinningum til viðbótar á FM957 í allt sumar. GRÓÐUR ÓSKAST Sjálfboðaliðar fara nú um Goðahverfið í Reykjavík og víðar og leita uppi afleggjara og fleira sem borgarbúar vilja gefa í samfélagsbeð á Óðinstorgi. Þeir sem vilja leggja gróður af mörkum hafi samband í netfangið odinstorg@gmail.com.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.