Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 20
FÓLK|RAFHJÓL
SPARNAÐUR
„Það kostar ekki mikinn pening að hlaða rafmagni á rafhjól samanborið við
bensín á hefðbundinn bíl. Hvað þá að fjárfesta í bifreið og greiða af bílalánum.“
Rafhjól eru sérstaklega hentug fyrir aðstæður hérlendis þar sem brekkur eru brattar og vindur oft mikill.
Hækkandi eldsneytisverð og hár rekstrar-
kostnaður bifreiða gera rafhjólin einnig
að skynsamlegum og umhverfisvænum
samgöngumáta hérlendis. Verslunin TRI
á Suðurlandsbraut í Reykjavík var opnuð
í lok síðasta árs og hefur um nokkurra
mánaða skeið selt vinsæl rafhjól frá þýska
framleiðandanum Cube. Ólafur Baldurs-
son, framkvæmdastjóri TRI ehf., segir raf-
hjólið tiltölulega nýtt fyrirbæri í heiminum
en það hafi á skömmum tíma náð mikilli
útbreiðslu. „Rafhjólin frá Cube hafa verið
framleidd í Þýskalandi í fimm ár. Fyrir-
tækið hóf útflutning á þeim fyrir þremur
árum, þá sérstaklega til Norðurlanda, og
vöxturinn hefur verið mikill og hraður.
Í dag eru þau flutt út til fjölda landa og
búast má við nýjum tegundum frá Cube
fljótlega.“
BARIST VIÐ MÓTVINDINN
Ólafur segir rafhjól henta sérstaklega vel
fyrir íslenskar aðstæður. Hér séu margar
þungar brekkur fyrir hjólreiðamenn og
alltaf mótvindur eins og hann orðar það.
„Rafhjólin eru þannig gerð að þú þarft að
hjóla þeim svo mótorinn fari af stað. Hann
hjálpar því til en tekur ekki allt erfiðið af
hjólreiðamanninum.“ Öflugustu rafhjólin
komast á allt að 45 kílómetra hraða en
flest rafhjólin ná um 25 kílómetra hraða
með aðstoð mótorsins. Þau komast einnig
hraðar ef líkamlegt afl er til staðar. Raf-
hjólið er því mjög hentugur samgöngu-
máti stóran hluta ársins hér á landi að
mati Ólafs. „Helstu kostir þess að nota
rafhjól eru meðal annars þeir að fólk fer
út úr húsi og hreyfir sig meira þrátt fyrir
aðstoð frá mótornum. En nú kemur maður
ekki löðursveittur í vinnuna heldur nýtur
bæði útiverunnar og hreyfingarinnar.“
Hann segir þó Íslendinga ekki síður horfa
til sparnaðar í rekstri bifreiða þegar raf-
hjól séu keypt. Eldsneyti hefur hækkað
mikið undanfarin ár og rekstrarkostnaður
bifreiða er hár. „Það kostar ekki mikið að
hlaða rafmagni á rafhjól samanborið við
bensín á hefðbundinn bíl. Hvað þá að fjár-
festa í bifreið og greiða af bílalánum.“ Raf-
hlaðan sem knýr rafhjólin getur dugað í
allt að 100 kílómetra sé stillt á svokallaða
„eco“-stillingu en miðað við hefðbundna
notkun dugar hún í 60-80 kílómetra. Það
tekur um fimm til sex tíma að fullhlaða
hana.
ÚRVAL HJÓLASTÍGA GOTT
Í dag er mun auðveldara að komast á
milli staða og bæjarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu á hjóli en áður, enda notar almenn-
ingur hjól almennt stærri hluta ársins en
áður. „Stígum hefur fjölgað mikið á höfuð-
borgarsvæðinu undanfarin ár og alltaf er
verið að fjölga þeim og bæta þá. Síðan setja
margir nagladekk undir hjólin yfir hávetur-
inn og nota þannig hjólið allt árið.“
Fullbúin rafhjól frá TRI kosta á bilinu
430 til 775 þúsund krónur og eru þá til-
búin til notkunar.
SÉRHÆFÐ VERSLUN
Auk þess að selja rafhjól býður verslun
TRI upp á mikið úrval reiðhjóla frá Cube
þar sem allir verðflokkar eru í boði, hvort
sem um er að ræða barnahjól, fjallahjól,
ferðahjól eða keppnishjól. „TRI er sérhæfð
verslun fyrir hjólreiðar, sund og hlaup
en jafnframt selur hún allar vörur fyrir
þríþrautarmanninn. Við veitum sérfræði-
aðstoð við val á rétta hjólinu, skónum,
fatnaði eða öllu því sem tengist þessum
þremur greinum. En hjólin eru samt helsta
sérsvið okkar og hér fást þau í öllum
stærðum og gerðum.“ Allar nánari upp-
lýsingar um rafhjól og vörur TRI má finna
á www.tri.is.
RAFHJÓL ER SKYNSAMLEGUR OG
UMHVERFISVÆNN KOSTUR
UMHVERFISVÆNT Mikil fjölgun hefur orðið á rafhjólum víða í Evrópu. Þau eru umhverfisvæn og mun ódýrari í rekstri en bifreiðar.
SÉRHÆFING „TRI er sér-
hæfð verslun fyrir hjólreiðar,
sund og hlaup en jafnframt
selur hún allar vörur fyrir
þríþrautarmanninn,“ segir
Ólafur Baldursson fram-
kvæmdastjóri TRI.
MYND/ERNIR
GÖTUHJÓL
CUBE EPO FE er rafhjól
sem hentar vel sem götu-
hjól. MYND/ÚR EINKASAFNI
FYRIR FJÖLLIN
CUBE EPO ”29 er rafhjól sem
hentar sem fjallahjól og fyrir
utanvegsakstur.
MYND/ÚR EINKASAFNI