Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 10
27. júlí 2012 FÖSTUDAGUR10 Hagkvæmir heimilisbílar Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is Nú getur þú kíkt á ergo.is og kynnt þér yfir 50 nýjar tegundir grænna bíla og kosti grænna bílalána. 1Blönduð eyðsla á hverja 100 km 2Rekstur í eitt ár á meðalstórum fólksbíl m.v. að bensínverð sé 243 kr., dísilverð 243 kr. og akstur á ári 20.000 km Árgerð 20052 sjálfskiptur · bensín Árgerð 20122 beinskiptur · dísil Sparnaður á ári 228.420 kr.Eyðsla1 218.700 kr. 4,5 l 447.120 kr. 9,2 l - = 24.480 kr.Bifreiðagjöld 9.760 kr.34.240 kr. - = 2.040 kgCO2 útblástur 2.380 kg 119 g/km 4.420 kg 221 g/km - = E N N E M M / S ÍA / N M 5 3 4 2 3 BANDARÍKIN James Holmes sendi minnisbók til háskólans í Colorado þar sem hann lýsti í orðum og teikningum hvernig hann hygðist fremja fjöldamorð, nokkrum dögum áður en hann lét til skarar skríða, myrti tólf manns og særði 58 í kvikmyndahúsi. Þetta fullyrða nokkrir fjöl- miðlar í Bandaríkjunum, en lög- reglan hefur ekki viljað staðfesta það. Fulltrúar háskólans staðfesta hins vegar að pakkinn hafi komið í pósti á mánudegi, innihaldið verið skoðað strax og hann síðan sendur til lögreglunnar sam stundis. Ekki er vitað hvað lögreglan gerði með pakkann, en morðin voru framin stuttu eftir miðnætti aðfaranótt föstudagsins 20. júlí. Barack Obama Bandaríkjafor- seti segir þennan atburð gefa til- efni til þess að herða eftirlit með vopnaeign í Bandaríkjunum, þrátt fyrir harða andstöðu bæði á þingi og meðal þjóðarinnar við hvers kyns bönn í þeim efnum. „En ég hef trú á því að margir byssueigendur myndu fallast á að AK-47 rifflar eigi að vera í höndum hermanna, en ekki glæpamanna,“ sagði Obama á fundi á miðvikudag. Hann hefur hins vegar ekki kynnt neinar tillögur að lögum um efnið, enda væru litlar líkur til þess að þingið samþykkti slík lög. Repúblikaninn Mitt Romney, sem keppir við Obama um for- setaembættið í kosningum í haust, segist ekki sjá ástæðu til að breyta lögum um vopnaeign í Bandaríkjunum. „Margt af því sem þessi ungi maður gerði var greinilega brot á lögum. En sú staðreynd að þetta voru lögbrot kom ekki í veg fyrir að það gerðist,“ segir Romney. Vopnasinnar í Bandaríkjunum vísa jafnan í 2. viðauka banda- rísku stjórnarskrárinnar, sem tryggir öllum íbúum landsins óskertan rétt til að eiga og bera vopn. Túlkun viðaukans hefur reyndar verið umdeild, því aðrir vilja meina að þar sé fyrst og fremst verið að tryggja rétt ríkisins til þess að hafa jafnan fullbúið her- lið til taks. Hæstiréttur Banda- ríkjanna hafnaði hins vegar þeirri túlkun í úrskurði sínum árið 2008, þar sem naumur meirihluti dómara komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld mætti ekki setja lög sem banna einstaklingum að eiga og bera skotvopn. Slík lög brytu í bága við stjórnarskrána. gudsteinn@frettabladid.is Sendi lýsingu á morðunum Obama Bandaríkjaforseti vill herða eftirlit með vopnaeign. Lögreglan hafði fengið pakka frá morð- ingjanum fyrir fram en verst allra frétta af málinu. Í RÉTTARSALNUM James Holmes, sem skaut á fólk við forsýningu á nýjustu Batman- myndinni í Bandaríkjunum, sendi háskólanum í Colorado ýtarlegar lýsingar í orðum og teikningum á áformum sínum nokkrum dögum fyrir fjöldamorðin. NORDICPHOTOS/AFP 1. Hvar veitti Orkustofnun nýverið umdeilt rannsóknarleyfi? 2. Hvar er kvikmyndin Djúpið heimsfrumsýnd? 3. Hvar tekur Vegagerðin niður eyjar sem áttu að hægja á umferð? SVÖRIN SVÍÞJÓÐ Um 100 berjatínslumenn frá Búlgaríu hafa verið fluttir frá norðurhluta Svíþjóðar í búlg- arska sendiráðið í Stokkhólmi. Fólkið var yfirgefið vegna lélegrar uppskeru. Á mánudags- kvöld kom það í bæinn Svabens- verk þar sem íbúar gáfu því mat og húsaskjól. Fólkið óskaði þess að komast í sendiráðið til að fá hjálp við að komast heim til Búlgaríu. Sendiráðið vissi hins vegar ekkert um fólkið og sagði enga lausn að fá það þangað. - þeb Skilið eftir í Svíþjóð: Berjatínslufólk á hrakhólum 1. Í Stóru Laxá í Hrunamannahreppi. 2. Á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada. 3. Við innkeyrslur í Þjóðgarðinn á Þingvöllum. SKIPULAGSMÁL Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að stofna til hönnunarsamkeppni um fyrir- hugaða viðbyggingu Sundhallar- innar við Barónsstíg í Reykjavík. Lengi hefur staðið til að byggja við Sundhöllina og gera þar útilaug. Samkeppnin mun taka mið af þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin að hálfu borgarinnar. Skipulags- og byggingaráð og framkvæmda- og eignasvið munu hafa forystu um hönnunarsam- keppnina í samvinnu við ÍTR, rekstraraðila sundlauga Reykja- víkur, og Arkitektafélag Íslands. Í lok maí lagði starfshópur um endurbætur og hugsanlega stækkun Sundhallarinnar inn skýrslu til borgarráðs. Í skýrslunni er lögð áhersla á að viðbyggingin geri byggingarlist Sundhallarinnar að innan og utan hátt undir höfði. „Sérstaða og saga bygging- arinnar er mikil og það gerir hana að auki eftirsóknarverða fyrir sundlaugargesti,“ segir í skýrslunni. Sturtu- og búningsklefar Sund- hallarinnar verða áfram notaðir ef starfshópurinn fær að ráða. Aðgengi að þeim yrði hins vegar bætt í viðbyggingunni með nútímalegri aðstöðu en rúmast hefur í gömlu Sundhöllinni. - bþh Efnt verður til hönnunarsamkeppni um fyrirhugaða viðbyggingu við Sundhöllina: Samkeppni um nýja útisundlaug Í SUNDI Sundhöllin var tekin í notkun í mars 1937. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ? Úr því vel skipulagt landvarnarlið er nauð- synlegt fyrir öryggi frjálsra ríkja skal réttur fólks til að eiga og bera vopn óskertur látinn. STJÓRNARSKRÁ BANDARÍKJANNA ANNAR VIÐAUKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.