Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 14
14 27. júlí 2012 FÖSTUDAGUR Því miður heyrðu íslenskir fjölmiðlar illa á dögunum þegar ungliðahreyf- ingar íslenskra stjórnmálaflokka gáfu út sameiginlega yfirlýsingu um mikilvægi stjórnmálastarfs þrátt fyrir „ástandið”. Var þetta þó stórfrétt vegna stíl- brotsins gegn fordæmi elstu for- ystumanna sem magna alla finn- anlega ófriðarelda. Yfirlýsingin var gefin í anda nýju 22. júlí kyn- slóðarinnar sem Jens Stoltenberg talaði sérstaklega til í Útey sl. sunnudag og sagði ungliða allra stjórnmálaflokka í Noregi til- heyra því allar hefðu hreyfing- arnar stækkað á liðnu ári vegna ungmenna sem byðu Breivik byrginn. Á ungliðana væri betur hlustað en fyrr. Ungir jafnaðarmenn og íslensk nasjon- sbygging Í Útey 22. júlí 2011 voru „uppbyggjarar“ framtíðarinnar að móta nýjar áherslur innan hefðarinnar sem norski Verkamanna- flokkurinn hefur skapað, um félagslegt rétt- læti, lýðræði og samábyrgð. Þau höfðu sett kærleiksríka samlögun kynþátta og trúar- bragða innan norsks samfélags á oddinn. Ungir jafnaðarmenn á Íslandi hafa á eftir tektarverðan hátt borið þennan anda til Íslands. Þau gátu öll eins sjálf verið í Útey. Undanfarin ár hafa þau lagt sig enn meira eftir að vinna með alþjóðahreyfingu jafnaðarmanna og meðal hinna 67 föllnu voru félagar. Minn- ingarstund í Vatnsmýri á sunnu- daginn skipulagði UJ og hana sóttu einnig ungliðar íslenskra flokka sem flokksforysta jafn- aðarmanna á vart talsamband við í „ástandinu”. Í íslenskum stjórn- málum var gefið út opið ofbeldis- leyfi sem hefur á fjórum árum á endanum hitt alla flokka og almenning fyrir. Enginn af eldri kynslóð axlar ábyrgð á því að nema úr gildi þetta ofbeldis leyfi af ótta við óvinsældir. Þannig bera allir ábyrgð á hringrás sem veikir samfélagið í heild. Vilji íslenskir jafnaðarmenn standa undir norrænu nafni verða þeir að vakna og sjá sína sérstöku ábyrgð á að rjúfa víta- hring. Vökumenn norrænnar jafnaðar- stefnu á Íslandi eru 22. júlí kynslóðin sem Jens talar til. Grein Kristrúnar Lexían frá Útey birtist í blaðinu í gær. Þannig bera allir ábyrgð á hringrás sem veikir samfé- lagið í heild. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR 22. júlí kynslóðin í stjórnmálum Stjórnmál Kristrún Heimisdóttir lektor í lögfræði Lítilla sanda og sæva Icelandair skilaði 4,5 milljarða króna hagnaði árið 2011. Dágóður skildingur það. Nú hefur fyrirtækið hins vegar lagt fram skaðabótakröfu á tvo flóttamenn sem reyndu að komast úr landi með því að fela sig í einni flugvél félagsins, þar sem tafir urðu á flugi og því fylgir víst einhver kostnaður. Heldur lítilmannlegt verður það að teljast að stórfyrirtæki ákveði að sækja fé til manna sem eru svo allslausir að þeir eiga sér ekki einu sinni föðurland. Nær að rukka Isavia Hafi Icelandair orðið fyrir jafn miklu tjóni og lögsókn þeirra á hendur alls- leysingjunum tveimur gefur til kynna, ættu stjórnendur kannski að velta því fyrir sér hvort þeir þurfi ekki að endurskoða samninga við Isavia. Það fyrirtæki tekur að sér að tryggja að einmitt það sem gerðist gerist ekki. Er ekki nær að rukka það? Hvað með þjóðina? Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra, ritar pistil á heimasíðu sína þar sem hann finnur væntanlegri þjóðar- atkvæðagreiðslu um stjórnarskrár- tillögu allt til foráttu. Hann minnir á dræma þátttöku í stjórnlagaþings- kosningum, aðeins tæp 37% hafi kosið og það þrátt fyrir að frambjóð- endurnir 523 hljóti að hafa hvatt sína nánustu til þátttöku. „Hverjir munu nú hafa hag af því að hvetja til þátt- töku í þjóðarskoðanakönnuninni?“ spyr hann síðan og svarar sjálfum sér að það séu líklegast þeir 25 sem sátu í stjórnlagaráði. Vonandi munu flestir hins vegar líta á þjóðar- atkvæðagreiðsluna sem tækifæri til að segja álit sitt á því við hvernig stjórnarskrá þeir vilja búa. kolbeinn@frettabladid.is FULLKOMINN FERÐAFÉLAGI! K nattspyrnumaður var nýlega dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, eftir að hafa kastað bjórglasi í annan mann. Skömmu eftir að hann var dæmdur kom í ljós að hann hefur jafnframt verið ákærður fyrir tvær aðrar líkamsárásir, í þau skiptin gegn þáverandi kærustu sinni. Lýsingarnar eru óhuggulegar. Í ákærunni er manninum gefið að sök að hafa slegið kærustuna hnefahöggi, rifið í hár hennar og hrint henni í götuna ítrekað. Þetta er sagt hafa gerst sama kvöldið en í tveimur atlögum. Nokkrum mánuðum síðar er hann sagður hafa rifið í hár hennar, hent henni í rúm, sest ofan á hana, slegið hana utan undir, tekið um vit hennar svo hún átti erfitt með andardrátt og skallað hana. Þetta eru ekki léttvæg brot sem ákært er fyrir, og ekki einstakt til- vik. Samt sem áður voru forráða- menn liðsins sem maðurinn lék fyrir, ÍA, þöglir sem gröfin þegar spurst var fyrir um það hvort málið myndi hafa einhverjar afleiðingar fyrir knattspyrnuferil mannsins, sem var fenginn hingað til lands til þess að spila knattspyrnu. Ein- göngu var sagt að um „einkamál“ væri að ræða. Þessi mál voru rædd og komust svo örlítið meira í sviðsljósið eftir að út spurðist að önnur knattspyrnufélög hefðu áhuga á að fá manninn í sínar raðir. Og fyrir skemmstu skipti hann um lið og fór í Stjörnuna. Forsvarsmenn nýja liðsins hafa einnig verið spurðir um afstöðu sína en ekkert viljað segja heldur. Hvort sem íþróttamönnum líkar það betur eða verr þá eru þeir á vissan hátt fyrirmyndir margra, ekki síst barna. Þeir geta svo tekið það hlutverk misalvarlega og hægt er að takast á um hversu langt það á að ná. Íþróttafélög gegna hins vegar meiri skyldum og eiga ekki að komast upp með að taka sínu hlutverki létt. Þau gegna nefnilega uppeldishlutverki, þeim er treyst fyrir börnum og þeirra framkoma skiptir miklu máli. Íþróttafélögin setja sér siðareglur, þar sem æskileg hegðun iðkenda er útlistuð. Til hvers eru slíkar reglur settar ef þeim er ekki fylgt? Þrátt fyrir að um þetta mál hafi aðeins verið rætt hefur annað mál verið mun fyrirferðarmeira í knattspyrnuumræðunni síðustu daga. Leikmaður ÍA kallaði íþróttafréttamann Stöðvar 2 illum nöfnum á Facebook og þá varð allt vitlaust. Í því máli vantaði ekki að menn tjáðu sig, þess var krafist að á málinu yrði tekið af knattspyrnusambandinu og leikmaðurinn baðst afsökunar á framferði sínu. Því hefur ekki verið fyrir að fara í ofbeldismálinu. Þvert á móti. Í gær rauf formaður afrekssviðs ÍA þögnina með pistli þar sem hann bað fólk í fyrirsögn að gera ekki meiri kröfur til annarra en til sjálfs sín. Það er hins vegar svo í siðaðra manna samfélagi að við gerum einmitt þær kröfur, bæði til okkar sjálfra og allra annarra, að beita ekki ofbeldi. Þess vegna varðar ofbeldi við lög. Þá líkti formaðurinn dómsmálum vegna ofbeldisbrota við vandamál þeirra sem lent hafa í vandræðum vegna áfengis- og fíkniefna. Færa má rök fyrir því að vandræði með áfengi eða fíkniefni séu vissulega vandræði og einkamál fólks. Það gildir hins vegar ekki um ofbeldis- brot. Ofbeldi er aldrei einkamál. Knattspyrnufélögin eiga að taka á málum: Ofbeldi er aldrei einkamál Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.