Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 27. júlí 2012 15 Mikil umræða hefur að und-anförnu spunnist um stöðu áforma Huangs Nubo um uppbygg- ingu ferðaþjónustu á Fjöllum. Ýmis sérkennileg teikn eru á lofti um það verkefni og misvísandi upplýsing- ar um eðli þess og hvort verkefnið feli í sér raunverulega viðskipta- hugmynd í ferðaþjónustu. Á þessu stigi er erfitt að kveða upp úr um slíkt. Við erum ung þjóð og þurf- um nauðsynlega erlenda fjárfest- ingu, en þörf okkar fyrir hana má ekki leiða til vanhugsaðra ákvarð- ana. Við ættum öll að vera sammála um að mikilvægt sé að sveitarfé- lög bindi sér ekki bagga með fjár- hagslegum skuldbindingum vegna kaupa á Grímsstöðum, ef ekki er ljóst að áformin gangi eftir, því ekki viljum við flytja á íslenskan almenning áhættu vegna óvissra fjárfestingaráforma einstaklinga. Með sama hætti verður að vera ljóst að áformin falli að innlendri skipu- lagslöggjöf og vinnulöggjöf, en feli ekki í sér að byggt verði kínverskt fríríki á Fjöllum þar sem kínverskir starfsmenn vinni og búi án tengsla við íslenskt samfélag. Og það verður að vera algerlega ljóst hver aðkoma kínverskra stjórnvalda er að verk- efninu. Hitt er sérstakt áhyggjuefni hversu vanbúin við erum sem þjóð til að taka á málum sem þessu af nauðsynlegri yfirvegun og vand- virkni. Allir engjast í fári yfirlýs- inga, jafnt ráðherrar og álitsgjafar, þar sem sífellt kröftugri flökkusög- ur og samsæriskenningar fá vængi. Þetta er óboðlegt ástand. Við þurfum að taka hagvarnir okkar alvarlega. Við viljum opið og frjálst hagkerfi, en það frelsi má hvorki valda íslenskum almenningi tjóni, né gera okkur undirseld dynt- um erlends stórveldis. Þess vegna þarf faglega og vitræna greiningu á fjárfestingaráformum út frá þjóðar- öryggi. Engin stofnun fer með slíkt verkefni í dag. Við höfum sjálf enga heimavinnu unnið. Hver er stefna Íslands varð- andi uppbyggingu umskipunar- hafnar vegna opnunar siglinga- leiðar um Norðurskautið, spurðu þýskir blaðamenn mig fyrir nokkr- um misserum. Ég gat engu svarað og get ekki enn. Við erum algerlega berskjölduð og bíðum þess bara að einhver John frá Bandaríkjunum, einhver Helmut frá Þýskalandi eða einhver Deng frá Kína banki hér upp á og leggi fram eitthvað ómót- stæðilegt tilboð sem svara þarf með hraði. Við þurfum sjálfstraust og raunsæi til að halda úti opnu hag- kerfi og huga að landvörnum í víðum skilningi. Í því samhengi er umhugsunarefni að við höfum miklar áhyggjur af áformum Kín- verja á Norðurskautinu, en tökum okkur sífellt stöðu í klappliði Norð- manna, sem líklega hafa mest og skýrust yfirráðaáform á þessu svæði og eru okkar harðdrægustu keppinautar á helstu útflutnings- mörkuðum. Slík bernsk kynþátta- hyggja sæmir ekki alvöru þjóð. Við þurfum alltaf – gagnvart öllum – að haga efnahagsþróun okkar í sam- ræmi við íslenska hagsmuni og verja hagkerfi okkar gegn spákaup- mennsku og sókn í glópagull. Við lifum ekki að eilífu. Af því leiðir að það er hvorki lítið né sjálfsagt að biðja einhvern um að hann verji nokkrum árum lífs síns á tiltekinn hátt. Samt látum við oft eins og ekkert sé sjálf- sagðara. „Kennari“, „tölvunarfræðing- ur“, „leigubílstjóri“ og „ljósmynd- ari“ eru allt dæmi um störf og starfsheiti sem reynt hefur verið að loka fyrir öðrum en þeim sem lokið hafa einhverju námi. Nám er auðvitað fínt, en krafa um nám er krafa um að fólk fórni tíma sínum. Og við höfum ekki enda- lausan tíma því við lifum ekki að eilífu. Auðvitað getur verið réttlætan- legt að hindra aðgang að sumum störfum, en það ætti einungis að gera þegar það er beinlínis hættulegt að láta ólærða menn sinna þeim. „Læknir“ er dæmi um slíkt starf. Það er jafnvel rétt- lætanlegt að banna mönnum að kalla sig lækna ef þeir eru það ekki því veikir menn eiga ekki að þurfa að lúslesa prófskírteini fólks. En fæst önnur störf eða starfsheiti kalla á sambærilega vernd. Það er erfitt að ímynda sér þær aðstæður að Jón Jónsson þurfi að leita beint til tölvunarfræð- ings, og lífið liggi við að þar sé á ferð maður sem sannarlega hefur lokið B.Sc. prófi í tölvunarfræði við viðurkenndan háskóla en ekki bara einhver sem segist kunna að forrita. Margar aðrar fræðigrein- ar t.d. viðskiptafræði, hagfræði, bókasafnsfræði, verkfræði og líf- fræði njóta þannig einnig óþarfr- ar verndar. Þeir sem tilheyra þessum fræðum eru nú líklegir til að reka upp óp og spyrja hvort það eigi þá allir að fá að kalla sig hagfræðinga, líffræðinga eða verkfræðinga. Því er til að svara að ef einhver sem einungis hefur lokið stúdentsprófi í líffræði og hefur aldrei stundað líffræðirann- sóknir kallar sig líffræðing þá er það auðvitað rangt sama hvað lög- verndun líður. En það hvort lög- gjafinn eigi að vernda almenning sérstaklega gagnvart platlíffræð- ingum er önnur spurning. Lögverndun starfsheitis er gjarnan skref í stéttarbaráttu. Lögverndunin er stundum sett fram sem krafa um að eitthvað nám „verði viðurkennt“. Næsta skrefið er síðan að berjast fyrir því að engir nema „löggiltir ljós- myndarar“ geti tekið myndir, engir nema „löggiltir leikarar“ fái að leika og engir nema „löggiltir leiðsögumenn“ sýni fólki bæinn. Nú er hér ekki verið að gera lítið um mögulegum gæðum þeirrar menntunar sem liggur að baki hverju þessara starfa. En ef nám í ljósmyndun gerir menn betri í því að taka myndir þá ætti það eitt að fá fólk til að leita frekar til menntaðra ljósmyndara en annarra myndavélareigenda. Það er kannski skiljanlegt að þeir sem hafa lokið nokkurra ára námi vilji ekki að aðrir sinni „þeirra“ störfum en við hin græðum sjaldnast nokkuð á því að fallast á þær kröfur. Okkar tækifærum fækkar. Dæmin eru mörg. Væntanlegir framhaldsskólakennarar þurfa að ljúka svokölluðu kennslurétt- indanámi. Þeir sem ég þekki og farið hafa í það nám nota því miður fáir orð á borð við „frá- bært prógramm sem gerði mig að betri kennara“. Skoðunin „gott að vera búinn að þessu“ virðist öllu algengari. Sú upplifun þarf vitan- lega ekki að vera algild og er það vonandi ekki. En þetta er samt vandi alls réttindanáms: Menn fara að segja „þessi má ekki gera þetta því ég eyddi of mörgum árum í að læra það“ í stað þess að segja einfaldlega: „Ég kann þetta miklu betur.“ Án efa mætti rökstyðja það vel að allir sem ætla að vinna á kassa í stórmarkaði ættu að fara í ársnámskeið í bókhaldi, skatta- löggjöf, skyndihjálp, sálfræði, neytendarétti og ensku. En allar svona kröfur minnka sveigjan- leikann og fækka þeim möguleik- um sem fólk hefur til að bregðast við þegar það missir vinnuna eða fer að leiðast sú vinna sem það er í. Og það er ekki gott. Það er sjálfsagt að læknar kunni að lækna og stýrimenn að stýra en annars ættum við að fara varlega í að krefjast þess allir þurfi ársnámskeið til að mega kalla sig eitthvað og fá að gera eitthvað. Ár er tólf mánuðir. Ríf- leg mannsævi er svona þúsund. Og, eins og áður sagði, þá lifum við ekki að eilífu. Auðvitað getur verið réttlætanlegt að hindra aðgang að sumum störfum, en það ætti einungis að gera þegar það er beinlínis hættulegt að láta ólærða menn sinna þeim. Við erum ung þjóð og þurfum nauðsynlega erlenda fjár- festingu, en þörf okkar fyrir hana má ekki leiða til vanhugsaðra ákvarðana. Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Störf með tímalás Í ELDBORGARSAL HÖRPU FÖSTUDAGINN 10. ÁGÚST N Ú S T Y T T I S T Í T Ó N L E I K A Á R S I N S MIÐASALA Í MIÐASÖLU HÖRPU, Á HARPA.IS, MIÐI.IS OG Í SÍMA 528 5050. S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 200 KÓPAVOGUR SÍMI:557 6677 WWW.SHELGASON.IS Í Fréttablaðinu í gær svarar Eiríkur Bergmann grein minni í sama blaði frá 25. júlí um tillög- ur Stjórnlagaráðs. Þar segir hann að grein mín sé kærkomið tæki- færi til þess að leiðrétta útbreidd- an misskilning um þau ákvæði sem fjalla um beint lýðræði. Hann skrifar: „Ranghermt er að mál- skotsréttur forseta skerðist og að samkvæmt því hefði ekki mátt kjósa um Icesave.“ Hið rétta er að í grein minni er ekki að finna eitt orð í þá átt að Stjórnlagaráð leggi til að „málskotsréttur for- setans skerðist“. Hins vegar fjalla ég um ákvæðin um málskotsrétt þjóðarinnar í tillögum Stjórnlaga- ráðs, en þar skrifa ég m.a.: „Á grundvelli þeirra (greinanna sem fjalla um málskotsrétt fólksins) er hvorki hægt að krefjast atkvæða- greiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða rík- isborgararétt.“ Síðan segir: „Sam- kvæmt þessum tillögum hefði almenningur ekki getað krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um Ice- save.“ Þarna er að sjálfsögðu átt við ákvæðið um takmarkaðan rétt þjóðarinnar til að krefjast þjóðar- atkvæðagreiðslu en ekki forset- ans, en í tillögum stjórnlagaráðs er lagt til að réttur forsetans verði óskertur eins og Eiríkur Berg- mann bendir réttilega á. Ég bendi hins vegar á í grein minni að sá takmarkaði málskots- réttur þjóðarinnar sem stjórn- lagaráð leggur til geti leitt til þess að málskotsréttur forsetans verði skertur í meðferð þingsins sem þarf í framhaldi af ráðgef- andi þjóðaratkvæðagreiðslu að búa til nýja stjórnarskrá og sam- þykkja með auknum meirihluta. Þar skrifa ég: „Á Alþingi er ekki mikill áhugi á beinu lýðræði og oft heyrast raddir stjórnmála- manna um að takmarka þurfi valdheimildir forsetans. Hætt er við að hinir hefðbundnu stjórn- málaflokkar myndu nota nýja ákvæðið um málskotsrétt fólksins sem skálkaskjól til að fella niður málskotsrétt forsetans þar sem þjóðin hefði sjálf fengið og sam- þykkt slíkan rétt.“ Ég verð að segja að ótti minn um að svo geti farið hefur auk- ist við lestur greinar Eiríks en þar segir hann um málskotsrétt þjóðarinnar: „Með öðrum orðum skerðist málskotsréttur forseta alls ekki en við bætist álíka rétt- ur 10% kjósenda með framan- greindum takmörkunum.“ Þarna gefur Eiríkur í skyn að þjóð- in muni fá „álíka“ rétt og gerir þannig lítið úr þeim grundvall- artakmörkunum sem í tillögum Stjórnlagaráðs felast. Það er ein- mitt það sem ég held að stjórn- málamennirnir muni vísa til, þ.e. að það sé allt í lagi að afnema eða skerða málskotsrétt forsetans því þjóðin sjálf hafi nú fengið „álíka“ rétt. Að lokum; Eiríkur Bergmann titlar mig formann Húmanista- flokksins, sjálfsagt í bestu mein- ingu. Ég verð hins vegar að leið- rétta það; flokkurinn hefur engan formann, ég er í landsráði hans og þar eru allir talsmenn. Leiðrétt ranghermi Eiríks Bergmanns Fjallafár? Stjórnmál Árni Páll Árnason alþingismaður Stjórnmál Júlíus Valdimarsson Í landsráði Húmanistaflokksins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.