Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 4
27. júlí 2012 FÖSTUDAGUR4 GENGIÐ 26.07.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 211,8093 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,51 124,09 192,29 193,23 150,78 151,62 20,268 20,386 20,381 20,501 17,834 17,938 1,5792 1,5884 185,67 186,77 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is FRÓÐASTI FERÐAFÉLAGINN Ný og endurbætt útgáfa FULLT VERÐ 4.990 KR. 1000 kr. afsláttur ef þú kemur með gömlu bókina (einungis hægt að skipta í bókabúðum, ekki bensínstöðvum) Í Vegahandbókina er komin ný, ýtarleg 24 síðna kortabók, á bls. 574-599. Hér færð þú skýra yfirsýn yfir landsvæði Íslands - í mælikvarðanum 1:500 000. Auðvelt er að fletta á milli bókarinnar og kortabókarinnar til að fá yfirsýn yfir það svæði sem ferðast er um. Tilvísanir leiða þig á rétta blaðsíðu. Ef þú ert t.d. að aka til Búðardals og ert á bls. 281 í bókinni og vilt fá meiri yfirsýn yfir svæðið er tilvísun á síðunni sem vísar þér á kort nr. 3 á bls. 578 í kortabókinni. Vegahandbókin • Sundaborg 9 • Sími 562 2600 Eymundsson metsölulisti 20.06.12 - 26.06.12 vegahandbokin.is STJÓRNSÝSLA Gjaldskrá bílastæða í miðbænum á gjaldsvæðum 1, 2 og 4 hækkar frá og með mánudeginum 30. júlí. Hækkun gjaldskrárinnar er mest á gjaldsvæði 1, um 50 pró- sent og fer í 225 krónur á klukku- stund. Þá lengist gjaldskyldutíminn á þessum svæðum á laugardögum því rukkað verður til klukkan 16 í stað 13. Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur, sagði í samtali við Vísi að Besti flokkurinn ætti ekki í stríði við einkabílinn. „Við erum í herferð sem snýr að því að leiðrétta jafnvægi milli samgöngumáta í borginni,“ segir hann. Karl vill meina að hallað hafi á gangandi og hjólandi vegfarendur í borginni og að með gjaldskrárhækk- ununum sé reynt að koma jafnvægi þar á. Hann segir miðbæinn mett- aðan af bílum. „Það er talað um 90 til 110 prósenta nýtingu stæða, fólk er að leggja upp á gangstéttir,“ segir Karl. Gjaldhækkanirnar eigi að draga úr fjölda bifreiða í borg- inni svo nýtingin verði ásættanleg eða um það bil 85 prósent. „Við erum með einhver ódýrustu bílastæði í hinum vestræna heimi,“ segir Karl enn fremur. Gjöld í stæði í bílastæðahúsum hafa hins vegar ekki hækkað og opnunartími þeirra verður lengdur frá og með mánu- deginum. Karl bendir á að húsin hafi verið illa nýtt þó mörg slík séu í miðbænum. Þá verða í boði ókeypis stæði fyrir reiðhjól. - bþh Bílastæðasjóður hækkar gjaldskrá á gjaldsvæðum í miðborginni: Bílastæði við Laugaveg 50% dýrari Gjaldsvæðin sem um ræðir eru megnið af gjaldskyldum svæðum í miðborg Reykjavíkur auk svæðanna við sjúkrahúsin í Fossvogi og við Hringbraut og við Háskóla Íslands. Gjaldsvæði 1 nær frá svæðinu við Hlemm, vestur og umhverfis Laugaveginn og tekur að lokum til allrar Kvosarinnar. Gjaldsvæði 2 er svæðið umhverfis svæði 1, Grjóta- þorpið að Landakoti og svæðið umhverfis Rauðarárstíg. Svæði 4 nær yfir bílastæðin við sjúkrahúsin og Háskólann. Þá eru gjaldsvæði 1 og 2 milli Skipholts og Laugavegar og gjaldsvæði 2 við Skúlagötu austan Snorrabrautar. Gjaldsvæðin Benedikt Gunnarsson listmálari teiknaði glerlistaverkið en það var hannað í samráði við hann í Þýskalandi. „Það voru sómakonur í kvenfélagi Kirkjunnar sem gáfu það árið 1977,“ segir Skúli S. Ólafsson. Í Víkurfréttum hefur skapast umræða um málið og þar er sagt að þeir sem séu mótfallnir því að taka það niður segi að það hafi kostað mikið átak að setja það upp á sínum tíma og spyrji nú hvaðan sóknarnefndin hafi leyfi til að taka það niður. Saga steinda glerlistaverksins MENNING Brýnt er að koma á ákveðnu vinnulagi varðandi gjafir og innkaup fyrir kirkjur landsins, segir Páll V. Bjarnason, formaður húsafriðunarnefndar. Hann segir að í flestum sóknum landsins sé kirkjunnar fólk í vandræðum með gjafir og innkeypta muni sem sýnt þykir að henti kirkjunum ekki eða stingi hreinlega í stúf. Til dæmis hafi það víða brunnið við að keyptir hafi verið munir sam- kvæmt einhverri tískubylgju sem síðan séu til vansa. „Til dæmis er engu líkara en einhver sölu maður hafi gert víðreist á níunda eða tíunda áratugnum og selt kirkjum neonkrossa en nú held ég að flestir séu sammála um að að þú setjir ekki neonkross á gamla kirkju úti á landi,“ segir hann. Hann segir að breyta þurfi lögum svo að sérfræðingar komi að og leið- beini gefendum og sóknarnefndum í þessum efnum. „Einmitt vegna þess að allt sem gert er í kirkjum skiptir almenning svo miklu máli. Síðan er afar erfitt að fjarlægja hluti úr kirkjum þegar fólk er búið að gefa þá af heilum hug.“ Skúli S. Ólafsson, sóknar prestur Keflavíkurprestakalli, þekkir þennan vanda vel en í næsta mán- uði verða steind glerlistaverk sem staðið hafa í gluggum Keflavíkur- kirkju fjarlægð og því komið fyrir í geymslu. Hefur það vakið sterk viðbrögð hjá mörgum sóknar- barnanna. „Og ég skil það sjónar- mið ósköp vel,“ segir Skúli. Þetta er liður í því að koma kirkjunni í upp- runalegra horf fyrir aldarafmæli hennar árið 2015 en Skúli segir Gjafir til guðshúsa setja sóknir í vanda Víðast hvar eru sóknir í vanda með gjafir sem henta ekki kirkjum, segir for- maður húsafriðunarnefndar. Það kallar á sterk viðbrögð þegar gjafir eru fjar- lægðar eins og í Keflavíkurkirkju þar sem teknir verða niður steindir gluggar. Í KEFLAVÍKURKIRKJU Skúli S. Ólafsson segist vel skilja þá sem sjái á eftir steindu gluggunum en þeir verða teknir niður í næsta mánuði. einnig aðrar ástæður fyrir breyt- ingunum. Til dæmis sé ekki hægt að opna þessa steindu glugga og hafi af þeim sökum oft verið þungt loft innan dyra. „Á sólskinsdögum hefur meira að segja orðið svo loftlítið að það hefur liðið yfir sóknarbörn í miðri guðsþjónustu. Þannig að nú þykir mörgum tími til kominn að ferskur blær fái að leika um kirkjuna,“ segir Skúli. Einnig segir hann að gler- listaverkið hafi enga skírskotun til sögu kirkjunnar. „Þess misskilnings hefur líka gætt að við séum að skipta um gler en svo er ekki því þetta glerlistaverk var einfaldlega sett innan við rúðuna. Nú verður þetta tekið niður svo sólin lýsi kirkj- una upp en það er ekki þar með sagt að ekki verði hægt að setja verkið upp aftur.“ jse@frettabladid.is DANMÖRK Nýjar fornleifarann- sóknir í nágrenni Ribe á Jótlandi benda til þess að Danir hafi tekið kristni fyrr en hingað til hefur verið talið. Þetta kemur fram á vef Berlingske. Samkvæmt rúnum á Jalang- urssteininum innleiddi Haraldur blátönn konungur kristni á seinni hluta tíundu aldar. Grafirnar við Ribe, sem eru um einni öld eldri, eru hins vegar nær örugglega úr kristnum sið þar sem fólkið er lagt til á ákveðinn hátt. Því er talið víst að hluti Dana hafi tekið á móti kristni nokkru áður en hún var lögleidd. - þj Ný tilgáta fornleifafræðinga: Danir kristnir fyrr en talið var JALANGURSSTEINARNIR Á öðrum steininum segir að Haraldur blátönn hafi kristnað Dani. WIKIPEDIA/CASIOPEIA MÁNUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 33° 27° 24° 31° 32° 23° 23° 25° 24° 29° 33° 33° 21° 30° 20° 21°Á MORGUN Hæg vestlæg eða breytileg átt. MÁNUDAGUR Hæglætis veður víðast. 10 12 13 13 13 15 14 15 16 14 8 2 4 5 5 3 3 7 6 4 4 9 15 16 15 15 17 15 18 19 15 16 BLÍÐA UM HELGINA Þetta sumar hefur verið hreint ótrúlegt hvað varðar sól og blíðu. Djúp lægð kom til okkar síðustu helgi með rok og rigningu en nú snýst dæmið alveg við. Hægur vindur og bjartviðri um allt og fl ottar hitatölur! Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Við erum með einhver ódýrustu bílastæði í hinum vestræna heimi. KARL SIGURÐSSON FORMAÐUR UMHVERFIS- OG SAMGÖNGURÁÐS REYKJAVÍKUR LÖGREGLUMÁL Rannsókn á andláti fanga á Litla-Hrauni í maí síðast- liðnum stendur enn yfir. Niður- staða úr krufningu er ókomin enn. Talið er að fanganum, Sigurði Hólm Sigurðssyni, hafi verið veittir áverkar sem drógu hann til dauða. Tveir þekktir ofbeldis- menn, Annþór Kristján Karls- son og Börkur Birgisson, sáust á öryggismyndavélum fara inn í klefa til Sigurðar skömmu áður en hann lést og voru í kjölfarið hand- teknir. Að sögn Þorgríms Óla Sigurðs- sonar hjá rannsóknardeild lög- reglunnar á Selfossi er ekki vitað hvenær niðurstöðu krufningar er að vænta. Annars vill hann litlar upplýsingar veita um gang rann- sóknarinnar. - sh Bíða enn gagna úr krufningu: Andlát fanga enn í rannsókn NOREGUR Til stendur að koma á ferjusiglingum milli Noregs og Bretlands á nýjan leik. Að því vinna fjárfestar í báðum löndum. Fram til 2008 fór ferja á milli Newcastle í Englandi og Bergen, Stavanger og Haugesund í Nor- egi. Þegar siglingarnar lögðust af töpuðust á einu ári um 300 þúsund gistinætur í vesturhluta Noregs. Bergens Tidende segir nýju ferjuna geta flutt allt að 300 bíla og 800 farþega. - þeb Ferjusiglingar á nýjan leik: Sigla milli Nor- egs og Englands SAMFÉLAGSMÁL Myndlistarsýning verður sett upp á torginu í Álf- heimum á morgun. Fjórar lista- konur munu sýna þar verk sín. „Þetta verður svona örsýning eða popup-sýning. Við verðum með nokkur verk, en þau verða af ýmsum toga, bæði málverk og hugsanlega eitt útilistaverk,“ segir Rán Jónsdóttir, ein mynd- listarkvennanna. - ktg Sýning í Álfheimum: Málverk undir berum himni LITLA-HRAUN Tveir voru handteknir vegna andláts á Litla-Hrauni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.