Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGMaraþon FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 20126 Áhugi á hlaupum hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og alltaf fleiri og fleiri sem smitast af hlaupabakteríunni. Jón Arnar Magnússon, fyrrum tug- þrautarkappi og kírópraktor, þjálfar skokkhóp hjá Víkingi og segir að þegar fólk byrjar að hlaupa sé mikil vægt að fara rólega af stað. „Þegar fólk er að byrja frá grunni í hlaupum, hefur ekki hlaupið reglulega áður eða langur tími er liðinn síðan það gerði það er ráð- legast að finna sér þjálfara eða skokkhóp til að æfa með. Best er að byrja mjög rólega, ganga og skokka til skiptis og finna út hvað hver og einn þolir. Svo er byggt hægt og rólega ofan á þann grunn. Það er mjög einstaklingsbundið hvað fólk getur í byrjun og mikilvægt að hlusta á líkamann. Gott er að setja sér markmið og sníða æfingaáætl- unina að því,“ segir Jón Arnar. Grunnúthald fólks þarf að vera orðið gott áður en farið er að hugsa um að bæta hraða eða lengja vega- lengdir mikið. „Það þarf að vera þægilegur stígandi í æfingunum. Fólki finnst yfirleitt erfiðast að byggja upp grunnúthaldið því það þarf þolinmæði í það. Þegar kemur að því að auka lengd gildir að gera það hægt og rólega. Það er betra að bæta við æfingu í vikuáætlunina í stað þess að fara að hlaupa lengra í hvert skipti. Ég held að allir geti tekið þátt í maraþoni og öðrum langhlaupum ef þeir æfa rétt og undirbúningur er góður.“ Þegar fólk hleypur maraþon í fyrsta skipti hefur það í f lestum tilfellum aldrei hlaupið 42,2 kíló- metra áður. Í undirbúningi fyrir hlaup hlaupa flestir mest 35 til 37 kílómetra. „Flestir hlaupa að þessum svo- kallaða vegg og reyna að komast í gegnum hann. Það er að segja að hlaupið er að þeim tímapunkti þar sem fólk er við það að gefast upp en ef það kemst yfir þennan vegg er ekkert mál að bæta við þeim fáu kílómetrum sem upp á vantar. Það er líka mikilvægt að æfa snerpu og styrk með því að taka sprett æfingar og lyfta. Svo skiptir hvíldin álíka miklu máli og æfingarnar sjálfar,“ segir Jón Arnar. Fæturnir eru undirstaða líkamans í orðsins fyllstu merkingu og í daglegu amstri getur álagið á þeim verið mikið. Þegar farið er út að hlaupa margfaldast álagið og því er nauðsynlegt að hugsa vel um fæturna svo að ekkert fari úrskeiðis og ánægjan af hreyfing- unni verði eins og til er ætlast. Skór eru grundvallaratriði í þessu tilliti og til þess að koma í veg fyrir álagsmeiðsl þarf að vera í réttum skóm. Mikilvægt er að þeir passi vel og séu ekki of litlir. Best er að kaupa skó seinni part dagsins því þá hafa fæturnir þrútnað örlítið yfir daginn. Innleggið í skónum þarf að passa við fætur viðkomandi, hvort sem það fylgir skónum eða er sérsmíðað. Innlegg koma í veg fyrir óeðlilegt álag á fæturna, rétta skekkjur og draga úr sliti á stoðkerfi líkamans. Passa þarf að klippa táneglurnar reglulega, þvert yfir og ekki of stutt. Réttu sokkarnir skipta einnig miklu máli þar sem núningur við húðina getur verið slæmur. Sokkar sem hleypa raka í gegnum sig og eru sérlega þykkir yfir tær, hæl og il eru hentugir hlaupasokkar. Aldrei skal hlaupa berfættur í skónum þar sem það er ávísun á sár og óþægindi. Til þess að fyrirbyggja blöðrur og sár er gott að setja húð- plástra á viðkvæma staði áður en farið er út að hlaupa. Margir bera sömuleiðis feit krem á fætur fyrir hlaup en til eru sérstök fótakrem sem mynda himnu á húðina og draga úr núningi. Það er heillaráð fyrir alla hlaupara að fara til fótaaðgerðafræðings til að fá góða meðferð og ráðleggingar varð- andi umhirðu fótanna til að halda þeim heilbrigðum, enda eru heilbrigðir og hraustir fætur undirstaða þess að hægt sé að stunda þessa íþrótt. Jón Arnar Magnússon þjálfar skokkhóp hjá Víkingi. Umhirða fóta skiptir máli Mikilvægt er að fæturnir séu vel búnir fyrir maraþonhlaup. Skórnir þurfa að vera í góðu ástandi. Við bjóðum góða þjónustu E N N E M M / S ÍA / N M 5 3 2 19 Íslandsbanki, stoltur stuðningsaðili í 15 ár Hlaupum til góðs Á hlaupastyrkur.is getur þú safnað áheitum frá vinum og vandamönnum til stuðnings góðgerðafélagi að eigin vali. Láttu gott af þér leiða á hlaupum. Skráning hafin á maraþon.is Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður að morgni menningar - nætur þann 18. ágúst.Vegalengdir við allra hæfi og hægt að fara heilt maraþon í boðhlaupi með 2-4 þátttakendum. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 18. ágúst Mikilvægt að fara rólega af stað Fleiri og fleiri hlaupa reglulega. Gott er að taka þátt í skokkhópi þegar byrjað er að æfa. Grunnúthald þarf að vera orðið gott áður en farið er að lengja hlaup og bæta hraða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.