Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 8
27. júlí 2012 FÖSTUDAGUR8
SÝRLAND, AP Manaf Tlass, þekktasti liðhlaup-
inn úr æðsta hring Assads Sýrlandsforseta,
segist vilja leggja sitt af mörkum til að sam-
eina lið uppreisnarmanna, sem samsett er
af ólíkum og oft á tíðum andstæðum fylk-
ingum.
Leiðtogar fylkinganna hittust á fundi í
Katar í gær með það fyrir augum að koma
sér saman um myndun bráðabirgðastjórnar,
sem tæki við völdum ef Bashar al Assad for-
seti hrökklaðist frá völdum.
Tlass var náinn samstarfsmaður Assads
en segist hafa hlaupist á brott þegar honum
varð ljóst að ekki yrði hægt að sannfæra
Assad um að hætta miskunnarlausum hern-
aði gegn almenningi og uppreisnarmönnum.
Harðir bardagar hafa verið í Aleppo,
næststærstu borg landsins, og er búist
við enn harðari bardögum á næstu dögum
þegar stjórnarherinn hefur stórsókn sína.
Bæði stjórnarherinn og uppreisnarmenn
hafa verið að styrkja lið sitt fyrir átökin, en
íbúar borgarinnar flýja af ótta við átökin.
Alls hafa átökin í Sýrlandi kostað nærri
20 þúsund manns lífið frá því þau hófust
snemma á síðasta ári. Undanfarnar vikur
hafa um hundrað manns látið lífið á degi
hverjum.
Samtökin Læknar án landamæra telja að
um 120 þúsund manns hafi flúið land, flestir
til nágrannalandanna Tyrklands, Líbanon
og Jórdaníu. - gb
Fyrrverandi samstarfsmaður Assads Sýrlandsforseta vill sætta ólíkar fylkingar uppreisnarmanna:
Íbúar forða sér frá Aleppo af ótta við meiri átök
ÓTTAST YFIRVOFANDI ÁTÖK Íbúar í Aleppo taka eigur
sínar og yfirgefa borgina áður en verstu bardagarnir
hefjast. NORDICPHOTOS/AFP
HEILBRIGÐISMÁL Árangur af að-
gerðum stjórnvalda til að draga úr
lyfjakostnaði hefur skilað gríðar-
legum árangri, að sögn Guðrúnar
Gylfadóttur, deildarstjóra lyfja-
deildar Sjúkratrygginga Íslands. „Í
fyrra lækkaði kostnaðurinn þriðja
árið í röð. Kostnaður sjúkratrygg-
inga vegna þunglyndislyfja lækkaði
til dæmis um 575 milljónir króna
frá árinu 2009 til 2011 eða um 53
prósent,“ greinir Guðrún frá.
Árið 2009 voru þunglyndislyf
kostnaðarsamasti lyfjaflokkur
sjúkratrygginga en þau eru nú í
fimmta sæti.
Guðrún segir lækkunina einkum
skýrast af breytingum á greiðslu-
þátttöku sjúkratrygginga. „Þá dró
verulega úr notkun dýrari lyfja
auk þess sem verð nokkurra lyfja
lækkaði mikið, meðal annars með
tilkomu nýrra samheitalyfja á
markaðinn.“
Örvandi lyf, lyf notuð við ADHD
(ofvirkni og athyglisbresti) og lyf
sem efla heilastarfsemi, voru sá
lyfjaflokkur sem sjúkratryggingar
vörðu mestum útgjöldum til í fyrra
en sá lyfjaflokkur var í fimmta
sæti árið 2009.
Fyrir tveimur árum skipaði vel-
ferðarráðherra vinnuhóp sem lagði
til ýmsar tillögur til að draga úr
ofnotkun og koma í veg fyrir mis-
notkun þessara lyfja. Hert var á
útgáfu lyfjaskírteina frá 1. janúar
2011 og aftur 1. júní síðastliðinn
en þá var greiðsluþátttöku sjúkra-
trygginga í geðrofslyfjum einnig
breytt.
Aðeins verður um greiðsluþátt-
töku vegna geðrofslyfja að ræða
þegar verð á skilgreindum dag-
Greiðsluþak dregur
úr notkun dýrra lyfja
Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna þunglyndislyfja lækkaði um 575 millj-
ónir króna á árunum 2009 til 2011. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginganna hefur
breyst og dregið úr notkun dýrari lyfja. Hert hefur verið á útgáfu lyfjaskírteina.
Almennur lyfjakostnaður Sjúkratrygginga Íslands að undanskildum sjúkra-
húslyfjum nam 9.333 milljónum kr. árið 2011.
Kostnaður hefur farið lækkandi undanfarin ár vegna aðgerða stjórnvalda.
Með reglugerð um breytta greiðsluþátttöku í geðrofslyfjum, sem tók gildi
1. júní, er áætlað að lyfjakostnaður sjúkratrygginga geti lækkað um 50 til
100 milljónir kr. á ársgrundvelli.
Um 9.700 manns eru á geðrofslyfjum og nam kostnaður sjúkratrygginga
vegna þeirra um 756 milljónum kr. árið 2011 skv. upplýsingum á vef vel-
ferðarráðuneytis.
Lyfjakostnaður Sjúkratrygginga
DANMÖRK Erfið staða er í búðum
hælisleitenda í Danmörku. Svo
margir hafa leitað hælis upp á
síðkastið að búðirnar eru yfir-
fullar, að því er danska Ríkisút-
varpið greinir frá.
Ástæðan er sögð fjórþætt.
Flóttamönnum frá Sómalíu,
Afganistan og Sýrlandi hefur
fjölgað nokkuð. Á sama tíma sé
orðið erfiðara að sækja um hæli
í öðrum löndum og fleiri leiti
því til Danmerkur. Að auki hafi
dönsk yfirvöld lokað nokkrum
búðum fyrir hælisleitendur. Þær
búðir sem eftir eru séu því þétt-
setnar af fólki sem ekki hafi
enn fengið hæli, en geti þó ekki
yfirgefið landið af einhverjum
ástæðum. - ktg
Margir vilja til Danmerkur:
Búðir hælisleit-
enda yfirfullar
Götu lokað í Grindavík
Lögreglan á Suðurnesjum varar við
því að í dag, föstudaginn 27. júlí,
verði Ránargata í Grindavík lokuð frá
Víkurbraut að Hafnargötu vegna mal-
bikunar. Lokunin mun vara fram eftir
degi frá því klukkan átta árdegis.
LÖGREGLUMÁL
Borgin leitar samstarfs
Reykjavíkurborg leitar samstarfsaðila
um uppbyggingu heilsuræktar á svæði
Breiðholtslaugar. Á fundi borgarráðs
í gær var samþykkt tillaga um að
bæta úr þörf fyrir líkamsræktarstöð í
Efra-Breiðholti. Áður hafði verið stefnt
að uppbyggingu slíkrar starfsemi í
kjallara rými við Breiðholtslaug, en nú
er „opnað á fleiri valkosti í staðsetn-
ingu sem kunna að vera til uppbygg-
ingar á lóð eða í grennd laugarinnar,”
segir á vef borgarinnar.
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Í APÓTEKI Lækkun kostnaðar sjúkratrygginga vegna þunglyndislyfja skýrist
einkum af breyttri greiðsluþátttöku.
skammti er 600 krónur eða lægra.
Þó verður hægt að sækja um lyfja-
skírteini fyrir öðrum geðrofs-
lyfjum hafi meðferð reynst vel.
Guðrún segir helstu markmið
með breytingunum vera að hvetja
til ávísunar á hagkvæmari lyf sem
fyrsta val í meðferð til sam ræmis
við notkun í nágrannalöndunum.
Jafnframt að draga úr notkun
lyfja utan skráðrar notkunar. „Við
höfum verið í góðu samstarfi við
geðlækna. Þeir vita að rökstyðja
þarf hvers vegna sjúklingur getur
ekki notað ódýrari lyfin.“
ibs@frettabladid.is
HVER ÞREMILLINN! Sendið okkur myndir og upplýsingar um sóðaskap, hirðu-leysi, slysagildrur og fleira. thremillinn@frettabladid.is
Frá kr. 14.900
Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt verð til Alicante 31. júlí.
Höfum einnig bætt við flugum til og frá Alicante í haust.
Nú er tækifæri til að bregðast skjótt við og næla sér
sæti á frábærum kjörum!
Kr. 14.900
Netverð frá kr. 14.900. Flugsæti á mann til Alicante 31. júlí
með sköttum.
Alicante
Allra síðustu sætin
DIMMA Þrátt fyrir að nú sé hásumar og myndin tekin fyrir
hádegi, eru göngin samt sem áður dimm. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
„Þetta eru löng göng og maður fær hroll þegar maður
gengur þarna í gegn, göngin eru svo dimm,“ segir
Ósk Kvaran sem sendi Fréttablaðinu ábendingu um
göng við Kringluna undir Miklubraut.
Hún segir göngin einnig sóðaleg og veigrar sér við
að ganga í gegnum þau.
„Ég bý rétt hjá Kringlunni, en keyri eða fer yfir
götuna hjá ljósunum, frekar en að fara um þessi
göng,“ segir Ósk.
„Þó ekki væri annað en að fá perur í ljósin. Núna
eru átta ljós í göngunum og það vantar perur í sex
þeirra.“
Ósk segist hafa reynt að benda borgaryfirvöldum á
göngin í mörg ár, en göngin séu alltaf jafn dimm.
„Það er reglulegt viðhald á þessum göngum,“ segir
Jóhann S. Dahl Christiansen starfsmaður skrifstofu
gatna- og eignaumsýslu.
„Stundum eru ljósin biluð og stundum eru þau
skemmd. Svo er líka eitthvað um að málað sé yfir ljós-
in og þá er birtan í göngunum minni.“
Hann segir að göngin verði skoðuð nánar fljótlega.
„Við bregðumst við öllum ábendingum sem berast og
það munum við einnig gera núna.“ - ktg
KJÖRKASSINN
Notar frekar bílinn en göngin
Save the Children á Íslandi
Þekkir þú einhvern sem á
rafknúið reiðhjól?
JÁ 32%
NEI 68%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ert þú sátt/ur við úrskurð
Hæstaréttar um að forsetakosn-
ingarnar hafi verið löglegar?
Segðu þína skoðun á Vísir.is