Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGMaraþon FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 20128 ELSTA BORGARMARAÞONIÐ Boston-maraþonið er elsta borgarmaraþonið sem fram fer árlega. Það var haldið í fyrsta skipti árið 1897. Í fyrsta hlaupinu tóku aðeins átján hlauparar þátt en fjöldi þeirra hefur aukist jafnt og þétt síðan þá. Mestur var fjöldinn árið 1996 þegar hlaupið fór fram í hundraðasta skiptið en þá kláruðu rúmlega 35 þúsund þátttakendur hlaupið. Boston-maraþonið er eitt af fimm stærstu árlegu maraþonhlaupum heims. Hin eru maraþonin í Berlín, Chicago, London og New York. Hlaupið í Boston er einn virðulegasti viðburðurinn í hlaupaheiminum vegna langrar sögu þess, erfiðrar leiðar og þeirrar staðreyndar að það þarf að vinna sér inn þátttökurétt í því. Leiðin sem hlaupin er í Boston hefur verið að mestu leyti sú sama frá upphafi og er þekkt fyrir að vera nokkuð erfið. Um mitt hlaup liggur leiðin upp nokkrar brekkur sem kallast Newton Hills. Þessar hæðir eru ekki mjög háar en staðsetning þeirra er erfið því hlaupararnir hafa hlaupið að mestu niður á við síðustu 25 kílómetrana áður en þeir leggja í brekkurnar. Ef lesendur hafa hug á að taka þátt í Boston-maraþoni þá er nógur tími til undirbún- ings en næsta hlaup fer fram þann 15. apríl á næsta ári. HLEYPUR TIL GÓÐS Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson stefnir á að hlaupa heilt maraþon til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Björn Bragi hefur sett sér það markmið að safna 500 þúsund krónum en sjálfur ætlar hann að gefa 100 þúsund krónur ef það tekst. Margir fleiri einstaklingar sem skráð hafa sig í Reykjavíkurmara- þonið hyggjast styrkja Krabba- meinsfélagið. Hægt er að skoða hlaupara og hversu miklu þeir hafa safnað á vefsíðunni Hlaupa- styrkur.is og fara síðan inn á góðgerðarfélög. Á vefsíðunni er hægt að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið og velja sér góðgerðarfélag ef fólk vill hlaupa í þágu góðs mál- staðar. Árið 2011 var slegið met í áheitasöfnun þegar söfnuðust 43.654.858 kr. Maraþonið fer fram 18. ágúst, sama dag og Menningarnótt verður í Reykjavík, og má sjá allar upplýsingar á vefnum Marathon. is. ÞUNGIR BRENNA MEIRU Líkamsþyngd hefur mikið um það að segja hversu mörgum hitaeiningum manneskja brennir. Þungir einstaklingar brenna fleiri hitaeiningum en léttir. Undir- lagið sem farið er yfir skiptir líka máli og krefst það óneitanlega meiri orku að hlaupa upp langar brekkur en á flatlendi. Veðurfar hefur líka sitt að segja og tekur meira á að hlaupa í mótvindi. Víða á netinu má finna reikni- vélar þar sem hægt er að áætla hversu mörgum hitaeiningum er hægt að brenna við ákveðnar athafnir. Þær taka yfirleitt aðeins tillit til líkamsþyngdar en ekki annarra áhrifaþátta. Reiknivél á heimasíðunni Run the Planet áætlar brennsluna miðað við ákveðna vegalengd, hraða og tíma. Samkvæmt henni brennir 50 kílóa manneskja sem hleypur heilt maraþon 1900 hitaeiningum en 70 kílóa manneskja 2660 hitaeiningum. Njóttu stundarinnar án verkja – Bólgueyðandi og verkjastillandi Íbúfen® Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Íbúfen er notað við vægum til meðal miklum verkjum eins og höfuðverk, mígreni, tannpínu, tíðaverkjum og hita. Ekki má taka Íbúfen: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir íbúprófeni, öðrum skyldum lyfjum eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem fengið hafa ofnæmisviðbrögð eins og astma, nefrennsli, útbrot með kláða eða ef varir, andlit, tunga eða háls hafa bólgnað upp eftir að hafa tekið íbúprófen eða skyld lyf. Þeir sem þjáðst hafa af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) í tengslum við fyrri notkun bólgueyðandi verkjalyfja, þjást núna af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) eða hafa áður þjáðst af slíku, tvisvar eða oftar, með alvarleg lifrar-, nýrna-, eða hjartavandamál (kransæðasjúkdómar meðtaldir), þeir sem þjást af umtalsverðum vökvaskorti (vegna uppkasta, niðurgangs eða of lítillar vökvaneyslu), eru með einhverjar blæðingar (blæðingar í heila meðtaldar), eru með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem leiðir til óeðlilegrar myndunar blóðfrumna. Sérstök varnaðarorð: Þeir sem eru með rauða úlfa (SLE) eða aðra sjálfsnæmissjúkdóma, arfgengan sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðrauða, hemoglóbín (purpuraveiki), langvarandi bólgusjúkdóma í þörmum eins og bólgur í ristli með sárum (sáraristilbólgu), bólgur í meltingarvegi (Crohn´s) eða aðra maga- eða þarmasjúkdóma, truflanir á blóðfrumnamyndun, vandamál tengd blóðstorknun, ofnæmi, ofnæmiskvef, astma, langvarandi bólgur í nefslímhúð, kinnbeinaholum, kokeitlum eða langvarandi teppusjúkdóma í öndunarvegi, blóðrásarkvilla í slagæðum handleggja og fóta, lifrar-, nýrna- eða hjartavandamál eða háan blóðþrýsting, nýkomnir úr meiriháttar skurðaðgerð ættu ekki að nota lyfið. Meðganga/brjóstagjöf: Íbúprófen má ekki taka á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Aðeins ætti að nota Íbúfen á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu í samráði við lækni og ef það er algerlega nauðsynlegt. Íbúprófen getur gert konum erfiðara með að verða þungaðar. Þessi áhrif ganga til baka þegar hætt er að taka lyfið. Íbúprófen berst í brjóstamjólk í litlum mæli og brjóstagjöf þarf yfirleitt ekki að hætta meðan á skammtíma meðferð stendur. Ef lengri tíma meðferð er áætluð, ætti að meta hvort hætta eigi brjóstagjöf. Aukaverkanir: Svartar, tjörukenndar hægðir eða blóðlituð uppköst (sár í meltingarvegi með blæðingum), brjóstsviði, kviðverkir, meltingartruflanir, truflanir í meltingarfærum s.s. niðurgangur, ógleði, uppköst, vindgangur og harðlífi, sáramyndun í meltingarvegi með eða án rofs, þarmabólga og versnandi bólga í ristli og meltingarvegi (Crohn´s) og pokamyndun í digurgirni (rof eða fistlar), smásæjar blæðingar frá þörmum sem geta leitt til blóðleysis, sára og bólgu í munni, höfuðverkur, syfja, svimi, sundl, þreyta, æsingur, svefnleysi og viðkvæmni. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (≥ 40 kg): 200-400 mg sem einn skammtur eða 3-4 sinnum á dag með 4-6 klst. millibili. Hámarks dagsskammtur er 1200 mg. Börn 6-9 ára (20-29 kg): 200 mg, 1-3 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 600 mg á dag. Börn 10-12 ára (30-40 kg): 200 mg, 1-4 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 800 mg á dag. Sjá nánar í fylgiseðli. Börn 12 ára og yngri eiga ekki að nota Íbúfen nema í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2011.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.