Fréttablaðið - 27.07.2012, Side 18

Fréttablaðið - 27.07.2012, Side 18
FÓLK|HELGIN M illi Óðinsgötu og Týsgötu er komin útiaðstaða fyrir íbúa og gesti undir merkjum verkefnis á vegum borgarinnar sem kennt er við Torg í biðstöðu. Markmið þess er að glæða vannýtt almenningsrými lífi og hvetja íbúa og gesti til umhugsunar og umræðu um framtíð þeirra. Það eru sjálfboðaliðar, sem að sjá um verkefnið, sem hafa farið um Goðahverfið í miðbæ Reykjavíkur og víðar og leitað uppi afleggjara og fleira blóm- legt sem borgarbúar vilja ánafna í samfélagsbeðið. Fylla á blómabeðið af fjölbreyttri flóru úr borgarlandslaginu og er öllum frjálst að koma með plöntur á torgið, þó síður ágengar plöntur með mikinn útbreiðsluvilja, og planta í beðið. Ef einhver er aflögu-grænn eða er að grisja í garðinum má hafa sam- band í gegnum netfangið odinstorg@gmail.com. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 U nglistahátíðin Eldur í Húnaþingi stendur nú sem hæst. Hátíðin hefur verið haldin árlega síðan árið 2003. Undirbúningsvinnan hófst í mars en héraðsbúar sameinast um að gera hátíðina sem flottasta. Margt fólk úr ólíkum áttum hefur komið að skipulagningunni en verk- efnastjórar eru þær Hrund Jóhannsdóttir og Hildur Kristinsdóttir. Á þeim ellefu árum sem hátíðin hefur verið haldin hefur skapast ákveðin hefð í kringum hana en þó eru alltaf ein hverjar nýjungar. „Í ár verða haldnir sérstakir unglingatónleikar en við höfum ekki verið með slíkt áður,“ segir Hrund. „Það hefur alltaf verið barnaball á laugardeginum fyrir alla fjölskylduna en oft vill þessi aldurs- hópur gleymast.“ Tónleikarnir eru ætlaðir krökkum á aldrinum 12-17 ára og verða þeir haldnir í félagsmiðstöðinni Óríon en hljóm sveitin Úlfur Úlfur leikur fyrir dansi. Í kvöld verða haldnir tónleikar undir berum himni á undurfögrum stað í Borgar- virki í Vesturhópi, en að öðru leyti fer há- tíðin fram á Hvammstanga. Á laugardaginn er fjölskyldudagurinn og undanfarin ár hafa verið grillaðar pylsur ofan í mannskapinn, en í þetta sinn verður breytt út af vananum: „Í ár gefa Landssamtök sauðfjárbænda öllum gestum hátíðarinnar grillkjöt,“ segir Hrund, „Í fyrra voru næstum þúsund manns á þessum fjölskyldudegi svo það er mikilvægt að allir héraðsbúar hjálpist að við að láta þetta ganga upp.“ Um kvöldið er svo alvöru sveitaball með gamla sniðinu, fyrir alla gesti 16 ára og eldri. Einn viðburður er ákaflega vinsæll en það er sápuboltinn. „Við breiðum úr risa- stórum plastdúk og sprautum uppþvotta- legi og vatni á hann,“ útskýrir Hrund og bætir við að allir megi skrá sig til leiks, bæði börn og fullorðnir. „Auk þess erum við með svokallaða sápurennibraut sem er svipuð nema dúkurinn liggur á brekku og slökkviliðið mætir með froðu og vatn og krakkarnir geta rennt sér niður.“ Dagskrána í heild má nálgast á heima- síðunni www.eldurhunathing.com. ■ halla@365.is ELDUR Í HÚNAÞINGI SAMVINNA Í HÉRAÐINU Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi hófst í vikunni og stendur fram yfir helgi. Nánast öll vinna við undirbúning hátíðarinnar er unn- in af sjálfboðaliðum úr héraðinu. Hátíðin fer að mestu fram á Hvammstanga. SÁPUBOLTINN VIN- SÆLASTUR „Við breiðum út risa- stóran plastdúk og sprautum uppþvottalegi og vatni á hann,” segir Hrund. Bæði börn og fullorðnir taka þátt og fylgir því jafnan mikil gleði. GOTT Í GOGGINN Landssamband sauðfjárbænda býður upp á grillkjöt í ár. SAMFÉLAGSBEÐ Á ÓÐINS TORGI Vannýtt almenningsrými glædd nýju lífi. lausnir fyrir þreytta, sprungna og þurra Kerasal fætur • Nýtt á Íslandi • Mest selda fótalínan í Bandaríkjunum • Klínískar rannsóknir sýna fram á árangur 20 % kynningarafsláttur út júlí Mind Xtra fyrir konur eins og þig Útsala útsala 50% afsláttur af öllum vörum Erum við hliðina á Herra Hafnarfirði á 2. hæð. ERI ES Dalshrauni 13 220 Hafnarfirði Sími 565 2292 ein mest seldu rafmagnshjólin í Þýskalandi kraftur úthald orka með smáhjálp bíll bensín kostnaður Útsalan hefst 30. júlí

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.