Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 42
27. júlí 2012 FÖSTUDAGUR26 sport@frettabladid.is ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR , keppandi í spjótkasti kvenna, verður fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna í London í kvöld og mun því leiða íslenska hópinn inn á Ólympíuleikvanginn í London. Ásdís er þar með önnur íslenska konan sem fær það hlutverk á setningarhátíð sumarleikanna en Guðrún Arnardóttir var fánaberi á leikunum í Sydney árið 2000. Ásdís keppti á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og þetta verða því aðrir leikar hennar. UTAN VALLAR Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Ólympíuleikunum í London segir sína skoðun Í dag verða Ólympíuleikarnir settir og er ekki annað að sjá en að allt sé til reiðu hjá Bretunum. Þetta er mesta íþróttahátíð heimsins og teljast Ólymp- íuleikarnir til heimsviðburða, hvort sem er á sviði íþróttanna eða ekki. Hér eru allir bestu íþróttamenn heims samankomnir en þó svo að athyglin beinist að þeim sem keppa um verðlaunin er sjálft íþróttafólkið aðeins brotabrot af þeim gríðarmikla fjölda sem tengist Ólympíuleikunum á einn eða annan hátt. Ég er nú búinn að vera hér í Lundúnum í tvo daga og því rétt svo byrjaður að kynnast starfseminni – þá helst þeirri sem snýr að fjöl- miðlamönnum. Og það fyrsta sem mér datt í hug við komuna hingað í Ólympíugarðinn er hvernig í ósköp- unum mönnum tókst að skipuleggja þetta allt saman. Umfangið er gríðarlega mikið og við fyrstu sýn einfaldlega yfirþyrmandi. Á aðalsvæðinu, sem nefnist Olympic Park, eru átta leikvangar þar sem keppt er í ellefu íþróttagreinum en þar er líka sjálft Ólympíuþorpið þar sem eru vistaverur íþróttamanna og þeirra fylgifólks. Svæðið er 2,5 ferkílómetrar á stærð eða á við 357 knattspyrnuvelli. Fyrir blaðamenn og ljósmyndara er búið að reisa risastórt hús sem verður minn heimavöllur á meðan á leikunum stendur. Við hliðina á því húsi er annað (og miklu stærra) hús sem er eingöngu fyrir þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá leikunum. Hótelið sem ég dvelst á er miðsvæðis í Lundúnum, í Covent Garden. Í þeirri grennd er Russel Square og er þar búið að koma upp stærðarinnar umferðarmiðstöð þar sem rútur flytja fjölmiðlamenn á keppnisstaðina. Það er nefnilega keppt í 39 íþróttagreinum á leik- unum á sautján stöðum víðs vegar um borgina, ef Ólympíugarðurinn er frátalinn. Innan Ólympíugarðsins sjálfs eru svo einnig rútur sem ferja fjölmiðla- menn á milli keppnishalla, enda væri ég líklega um klukkustund að labba í sundhöllina sem er í hinum enda garðsins. Það er þó ekki gert ráð fyrir því að taka rútu í Koparboxið, þar sem riðlakeppni handboltans fer fram, enda í göngufæri. Samt tekur það mig um 20 mínútur að labba þessa leið, sem virtist svo stutt á kortinu sem ég kynnti mér áður en ég hélt utan. Við komuna í blaðamannahöllina fékk ég leiðarvísi fyrir rútusam- göngurnar. Hann er tæplega 200 blað síður. En samgöngur fyrir fjöl- miðlamenn og aðra starfsmenn eru aðeins brot af þeirri starfsemi sem búið er að setja á laggirnar fyrir leikana en þetta ætti að veita innsýn í hversu mikið umfangið er. Ballið byrjar svo á morgun. Íslendingarnir 27 keppa í samtals sex greinum og í þremur þeirra (badminton, júdó og skotfimi) utan Ólympíugarðsins. Kári Steinn Karlsson keppir svo í maraþoni karla á lokakeppnisdeginum og geri ég nú ekki ráð fyrir að fylgja honum eftir hvert fótmál – nema þá að ég verði í það góðri æfingu eftir að hafa elt uppi hina íslensku keppendurna í rúmar tvær vikur. Ég keppi í eltingaleikÓL2012 Enn eru einhverjir miðar óseldir á setningarathöfn Ólymp- íuleikanna í Lundúnum í tveimur dýrustu flokkunum. Miðarnir í þeim flokkum kosta annars vegar 1.600 pund (310 þúsund krón- ur) og 2.012 pund (390 þúsund krónur) og því ef til vill skiljan- legt að eftirspurnin hafi ekki verið mikil. Skipuleggjendur eru enn að íhuga ráð sitt en útiloka ekki að gefa miðana, þá til barnafjölskyldna og/eða hermanna. Setningarathöfnin hefst klukkan 20 í kvöld og má búast við miklu sjónarspili. Kvikmyndaleikstjórinn Danny Boyle hefur yfirumsjón með henni en alls var um 5,2 milljörðum króna varið í að gera sýninguna sem glæsilegasta. - esá Setningarathöfn ÓL í kvöld: Þeir dýrustu eru enn óseldir FJÖR Í KVÖLD Bretar bjóða heiminn velkominn í kvöld. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Öll íslensku liðin eru nú úr leik í Evrópukeppnunum eftir að FH og Þór féllu út Evrópudeildinni í gærkvöldi. FH-ingar áttu mun meiri möguleika en Þór en urðu að sætta sig við 0-1 tap á móti AIK á heima- velli eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. AIK hóf leikinn með mikilli pressu og fékk fín færi snemma leiks sem liðið nýtti ekki. Þegar FH virtist hafa staðið mestu pressuna af sér gerðu leikmenn liðsins skelfileg mistök í vörninni sem varð til þess að Martin Lorentzson náði skoti sem fór af varnar- manni og í netið. Heppnismark á 40. mínútu. FH var meira með boltann í seinni hálfleik en náði ekki að skapa sér afgerandi færi til að jafna metin en féll engu að síður út með sæmd. „Þetta snerist að mínu mati um það halda út í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var betri en það vantaði herslumuninn þegar kominn var inn á síðasta þriðjunginn en ég held að við höfum staðið okkur vel á móti AIK, atvinnumannaliði,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH. Þórsarar nýttu ekki tvær vítaspyrnur í 0-1 tapi á móti tékkneska liðinu FK Mlada Boleslav á Þórsvellinum í gær. FK Mlada Boleslav vann fyrri leikinn 3-0 og þar með 4-0 samanlagt. Lukáš Magera skoraði sigurmarkið á 31. mínútu. Jan Seda varði víti sem Ármann Pétur Ævarsson tók á 33. mínútu og Jóhann Helgi Hannesson skaut framhjá úr öðru víti á 52. mínútu. Jóhann Helgi fékk sitt annað gula spjald á 68. mínútu. -gmi, óój Seinni leikirnir í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gær: Lið FH-inga og Þórsara féllu bæði úr leik HELGI VALUR DANÍELSSON Fagnaði sigri með félögum sínum í AIK í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GOLF Keilismaðurinn Rúnar Arn- órsson og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni eru efst eftir fyrsta daginn á Íslands- mótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Rúnar lék holurnar 18 á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari. Rúnar fékk fimm fugla á hringnum, á 2., 7., 10., 12. og 15. holu. „Ég fékk einn skolla, en annars var þetta að ganga vel upp. Ég lék vel í meistaramótinu hjá Keili og ég ætla bara að halda því áfram,“ sagði Rúnar. Hann hefur eitt högg í forskot á heima- manninn Andra Má Óskarsson og GR-inginn Harald Franklín Magnús. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Axel Bóasson, fann sig ekki og lék á fjórum höggum yfir pari. Birgir Leifur Hafþórsson er í 8. sæti en hann lék hringinn á einu höggi undir pari. Valdís Þóra hefur eins höggs forskot hjá konunum en hún lék á 71 höggi eða einu höggi yfir pari. Anna Sólveig Snorradóttir úr GK og Guðrún Pétursdóttir úr GR koma næstar en þær léku báðar á 72 höggum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, lék ekki vel og er hún á 77 höggum eftir fyrstu 18 holurnar. Ítarlegri umfjöllun um mótið má finna inn á Vísi. - óój, - seth Íslandsmótið í höggleik í gær: Rúnar og Valdís byrjuðu best RÚNAR ARNÓRSSON Lék manna best á Hellu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SETH ÓL2012 Keppni á Ólympíuleikum hefst af fullum krafti á morgun og eins og venjulega beinist athygli margra að sundi sem keppt verður í fyrstu dagana. Ísland á alls sjö sundkappa á leikunum og keppa þrír þeirra strax á morgun. Fréttablaðið hitti á íslenska sundhópinn í Ólympíuþorpinu í gær og lá vel á öllum í hópnum, enda fjögurra ára bið á enda. Þeir sem eru að keppa á sínum fyrstu leikum hafa beðið alla ævi. Eygló Ósk Gústafsdóttir er sautján ára gömul og yngsti keppandi Íslands á Ólympíu- leikunum í þetta skiptið. Hún segir upplifunina einstaka. „Þetta er æðislegt. Miklu stærra en ég bjóst við. Það sem stekkur á mann er hversu ótrúleg vinna hefur farið í að byggja þetta allt saman upp,“ sagði hún og benti á þær fjölmörgu byggingar sem eru nú vistarverur íþróttamannanna á leikunum. Jakob Jóhann Sveinsson er reyndasti keppandi Íslands á leikunum en hann er að taka þátt í fjórða skiptið. Hans frumraun var í Sydney fyrir tólf árum síðan. „Mér finnst voðalega stutt síðan ég var á mínum fyrstu Ólympíu- leikum. En tíminn líður bara svona hratt,“ sagði hann. Jakob fannst þægilegt að koma inn í þorpið í fyrsta sinn. „Ég var stressaður áður en ég kom en leið svo mjög vel þegar ég kom inn í þorpið. Hér þekki ég allar aðstæður svo vel og leið eins og ég væri kominn heim, þó svo að ég hafi aldrei komið hingað áður. Fyrir mér eru Ólympíu leikarnir eins og jólin – hér er allt frítt og komið fram við mann eins og kóngafólk.“ Undirbúningur flestra hefur gengið vel fyrir sig. Reyndar var ákveðið í gær að Hrafnhildur Lúthersdóttir myndi ekki keppa í 100 m bringusundi á sunnu daginn þar sem hún er meidd á olnboga. „Við vorum í æfinga búðum í Frakklandi þar sem ég datt og meiddi mig,“ segir hún. „Ég hef því misst aðeins úr æfingum en á þessu stigi undirbúningsins hefði ég hvort sem er þurft á hvíldinni að halda og kom það því ekki að sök. Vonandi dregur þetta ekki úr mér kraftinn – ég ætla alla vega að vera áfram jákvæð og bjartsýn.“ Æfingaferlið hefur þó verið mis- munandi hjá sundfólkinu. Eygló Ósk var fyrst til að tryggja sig inn á leikana þegar hún gerði það á Íslandsmeistaramótinu í apríl síðast liðnum og naut góðs af því. „Það var mjög þægilegt – ekkert stress í sumar og ég gat slakað á og einbeitt mér frekar að æfing- um en að ná lágmörkum á loka- sprettinum. Öll mót eftir ÍM hafa verið æfingamót fyrir mér.“ Sundfólkið á það allt sameigin- legt að vera í sínu besta formi nú enda stefnan að toppa á Ólymp- íuleikunum. Og mátti heyra á flestum að markmiðin væru svipuð. „Ég ætla bara að gera mitt besta og fara eins hratt og ég get,“ sagði Eygló og mælti þar í raun fyrir allan hópinn. Ólympíuleikarnir eins og jólin Þeir sjö sundmenn og -konur sem skipa íslensku keppnissveitina ætla að ná sínu besta fram á Ólympíuleikunum. Þrír þeirra hefja keppni á laugardagsmorgun en leikarnir verða settir í kvöld. SJÖ SUNDMENN Á ÓL Hér er íslenska sundfólkið á leikunum, talið frá vinstri: Eva Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Árni Már Árnason, Jakob Jóhann Sveinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Sarah Blake Bateman. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Valgarður Gíslason fjalla um ÓL 2012 eirikur@frettabladid.is - valli@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.