Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 46
27. júlí 2012 FÖSTUDAGUR30 FÖSTUDAGSLAGIÐ Hjalti P. Finnsson grafískur hönnuður og listamaður efndi nýverið til leiks á Facebook þar sem notendum samskiptasíðunnar gefst kostur á að vinna verk eftir listamanninn. Leikurinn hefur vakið mikla athygli og komið Hjalta nokkuð á óvart. Hjalti stundaði nám í grafískri hönnun við Dan- marks Designskole og starfaði við fagið þar til hann missti vinnuna í kjölfar hrunsins. Hann ákvað þá að snúa sér alfarið að myndlist og hefur nú sinnt henni í tæp þrjú ár. „Mig langaði alltaf að verða listamaður en lét skynsemina ráða og fór í grafíska hönnun því ekki getur maður lifað á listinni,“ segir Hjalti hlæjandi og bætir við: „Ég byrjaði á þessu eftir að ég missti vinnuna og gerði þetta fyrst og fremst til að halda geðheilsunni. Ég hafði upplifað atvinnuleysi áður og vildi ekki sökkva í vonleysið aftur.“ Verk Hjalta eru klippimyndir og er markmið hans með listinni að skapa frásögn, en ekki endilega heildstæða sögu. Verkin minna um margt á verk listamannsins Errós og kannast Hjalti vel við þá samlíkingu. „Ég hef verið hrifinn af verkum hans alveg frá því ég var barn og stúderað Erró í mörg ár. Það mætti kannski segja að við notum sama tungu- málið í verkum okkar en við erum ekki að skrifa sömu bókina. Þeir sem þekkja aðeins lítillega til Errós setja gjarnan sama sem merki á milli okkar en þeir sem þekkja verk hans vel greina strax mun.“ Inntur eftir því hvort samlíkingin við Erró hafi reynst honum vel segir Hjalti hana vera tvíeggjað sverð. „Hún hefur hjálpað þannig að fólk þekkir stílinn og er hrifið af honum en hamlað mér á þann hátt að fólk heldur stundum að ég sé að herma eftir honum.“ - sm Málar til að halda geðheilsu VINSÆLL Hjalti P. Finnsson hefur sinnt listinni frá því hann missti vinnuna í hruninu. Hann er vinsæll meðal notenda Facebook-samskiptasíðunnar. „Það hefur alltaf verið ódýrara að koma á sunnudeginum en núna fengum við Herjólf í samstarf með okkur og settum í fyrsta skipti upp næturferðir aftur í land aðfaranótt mánudagsins,“ segir Tryggvi Már Sæmundsson meðlimur í skipu- lagningarnefnd Þjóðhátíðar í Vest- mannaeyjum. Sunnudagskvöldið hefur hingað til verið það fjölmennasta á hátíð- inni og búast Tryggvi og hans menn ekki við neinni breytingu þar á núna. „Þetta verður í fyrsta skipti sem við erum með erlenda stórstjörnu á sviði en það er búið að vera í umræðunni í marga ára- tugi,“ segir hann og á þar við Boy- zone-söngvarann Ronan Keating sem stígur einmitt á svið á sunnu- dagskvöldinu. Ingó Veðurguð, Páll Óskar og Botnleðja koma einnig fram það kvöldið, auk þess sem brekkusöngurinn verður á sínum stað, svo búast má við þrusu- skemmtun. „Fólk hefur oft ákveðið í skyndi að skella sér yfir á sunnu- deginum en lendir svo jafnvel í því að komast ekki til baka fyrr en á þriðjudeginum. Þessar nýju næturferðir leysa það vandamál vonandi,“ segir Tryggvi en tvær ferðir verða í boði, klukkan tvö og fjögur. Aðspurður hvort innflutningur á stórstjörnunni borgi sig fyrir hátíðina segir Tryggvi ómögulegt að svara því fyrr en eftir að henni ljúki. Salan yfir til Eyja hefur þó verið mikil í ár sem endranær, en enn eru til miðar. „Þetta er að fyll- ast smám saman. Ronan er án efa að laða að, enda stórstjarna sem hefur selt á þriðju milljón platna. Við reiknuðum þetta lauslega saman og fundum út að það væru um 70 plötur á hvern Íslending,“ segir Tryggvi hlæj- andi. - trs Ein kvöldstund með Ronan í boði ÞRUSUDAGSKRÁ Stór- stjörnurnar Ronan Keating og Páll Óskar eru meðal þeirra sem fram koma á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð í Eyjum. Arnar Ingi Viðarsson, nem- andi í listrænni stjórnun við IED Escuela Superior skólann í Barcelona, seldi útskriftar- verkefni sitt til borgarstjórnar Barcelona. Arnar Ingi og sam- nemendur hans hönnuðu ímynd nýs menningarhúss sem staðsett er í Garcia-hverfinu í Barcelona. Arnar Ingi vann verkefnið í samstarfi við tvo skólafélaga sína frá Kólumbíu og Perú og segir hann að það hafi komið heima- mönnum á óvart að erlendir námsmenn gætu gert menningu Katalóníubúa svo góð skil. Borgin hafði nýverið fest kaup á gömlu húsi í Garcia- hverfinu sem átti að gera upp og nota undir menningarstarfsemi. Borgar yfirvöld höfðu þegar ráðið arkitektastofu og auglýsingastofu til að sinn verkefninu en voru svo ánægð með vinnu Arnars Inga og samnemenda hans að hætt var við þau áform og ákveðið að nota heldur hönnun þeirra. Inn blásturinn sóttu þeir meðal annars til veggspjalda frá 18. öld og í gamlar myndir frá götuhá- tíðum. „Við erum ekki að selja fólki gosdrykk heldur að reyna að fá fólk til að taka virkan þátt í gömlum menningararfi og þess vegna þurftum við að gera þetta af mikilli virðingu. Við eyddum miklum tíma í rannsóknarvinnu og það borgaði sig svona því- líkt. Ég sökkti mér alveg í menn- inguna og drakk hana í mig eins og svampur og fannst það brjál- æðislega gaman,“ segir Arnar Ingi og viðurkennir að kaupin hafi komið þeim í opna skjöldu. Inntur eftir því hvort hann hafi fengið ríkulega greitt fyrir hönnun sína segir Arnar það ekki komið á hreint. „Ég held að þetta verði mánaðarlegar afborg- anir. Skólinn fær helminginn og við þrjú skiptum svo rest á milli okkar. Við erum ekki komin með lokatölu en ég held þetta sé ágæt summa.“ Menningarhúsið sjálft verður opnað í næsta mánuði og verður Arnar Ingi viðstaddur opnunina. Hann hyggst dvelja í Barcelona fram að jólum og halda þá til Ástralíu þar sem hann ætlar að vinna í nokkra mánuði. „Eftir það langar mig til Japan. Aug- lýsingarnar þar eru allt öðruvísi en við þekkjum og mig langar að kynnast því betur,“ segir hann að lokum. sara@frettabladid.is ARNAR INGI VIÐARSSON: ÉG SÖKKTI MÉR ALVEG Í MENNINGUNA Seldi útskriftarverkefnið til borgaryfirvalda Barcelona SELDI ÚTSKRIFTARVERKEFNI SITT Arnar Ingi Viðarsson seldi útskriftarverkefni sitt til borgaryfirvalda í Barcelona. Hann hannaði ímynd menningarhúss í Garcia-hverfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það er eitt skátalag sem heitir Hresstu þig við sem kemur mér alltaf í stuð. Svo er ég mjög hrifinn af lagi sem krakkarnir hér á mótinu eru búnir að búa til og heitir Það geta allir verið skátar og er sungið við lagið hans Páls Óskars, Það geta ekki allir verið gordjöss.“ Hrólfur Jónsson, mótsstjóri Landsmóts skáta. Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins krakkar@frettabladid.is Einar Bragi Aðalsteinsson hefur haft áhuga á stang- veiði frá þriggja ára aldri, elskar að borða fisk og langar að vinna í fiskbúð Meiri Vísir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á vísi. Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu fréttir, ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um veiði, hvort heldur sem er stangveiði eða skotveiði. Fylgstu með í sumar og nýttu þér allt sem Vísir hefur upp á að bjóða. Skólinn fær helm- inginn og við þrjú skiptum svo rest á milli okkar. Við erum ekki komin með lokatölu en ég held þetta sé ágæt summa. ARNAR INGI VIÐARSSON NEMI Í LISTRÆNNI STJÓRNUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.