Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.07.2012, Blaðsíða 12
27. júlí 2012 FÖSTUDAGUR12 M álefni hælisleit- enda hafa verið mikið í fréttum undanfarið. For- stjóri Útlendinga- stofnunar hefur kallað eftir auknum fjárframlögum og telur að ráða þurfi fjóra lögfræð- inga til stofnunarinnar. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist margoft hafa gert fjárþörf stofnun- arinnar að umtalsefni. „Þetta er einn viðkvæmasti mála- flokkurinn sem er undir regnhlíf innanríkisráðuneytisins. Þessi mál hafa verið mikið í fréttum núna að undanförnu vegna málefna ein- stakra hælisleitenda en ekki síður vegna fjárhagsþrenginga Útlend- ingastofnunar sem ég hef skilning á. Það er alveg hárrétt sem stofn- unin bendir á að hröð vinnsla á málum í Útlendingastofnun sparar okkur peninga. Það er auk þess yfir- lýst markmið okkar hér í innan- ríkis ráðuneytinu að enginn þurfi að bíða lengur en 6 mánuði til að fá úrlausn sinna mála. Það er ekki síst af mannúðarástæðum.“ Aðhald bitnar á afgreiðslu Ögmundur samþykkir að nokkuð langt sé í að þetta markmið náist. Aðhaldsaðgerðir í kjölfar kreppunnar hafi tekið sinn toll. „Því miður er þetta raunin en hið sama á við víða í stjórnsýslunni. Tekjufallið sem varð hjá ríki og sveitarfélögum í kjölfar hrunsins varð þess valdandi að við þurfum að bregðast við með aðhaldsaðgerðum og það hefur komið niður á Útlend- ingastofnun sem öðrum stofnunum. Við höfum hins vegar gert eitt. Við höfum aðskilið í fjárlögum annars vegar starfsemi Útlend- ingastofnunar og tilkostnaðinn við hælisleitendur hins vegar. Þetta var strax skref í rétta átt, en ég vonast til þess að við getum eflt Útlend- ingastofnun í sínu starfi enda gerum við til hennar ríkar kröfur. Fyrir liggur tillaga mín um aukafjárveit- ingu sem myndi leysa að nokkru leyti þann bráðavanda sem hefur myndast.“ Ný löggjöf í haust Ráðherra segir að útlendingalög- gjöfin sé flókin. Starfshópur hafi unnið að endurskoðun hennar og skilað skýrslu og byggt sé á henni í lagafrumvarpi sem nú sé í smíðum og verði lagt fyrir Alþingi í haust. „Það er von mín að boðað frum- varp verði að lögum svo fljótt sem verða má því endurskoðun er afar brýn og eru þau mál sem rata í fréttir reglulega til marks um það. Starfshópurinn sem ég skipaði í fyrrasumar leggur til að sameina í einni löggjöf dvalarleyfi útlend- inga og atvinnuleyfi. Núverandi löggjöf er sundurtætt og hornótt, þar er marga þröskulda að finna sem gera bæði þeim sem vinna með lög gjöfina og hinum sem löggjöfin tekur til erfitt um vik. Við munum eftir sem áður í þessari löggjöf tryggja aðkomu Vinnumálastofnunar hvað varðar atvinnumarkaðinn, en meginleiðar- ljósið í löggjöfinni er hins vegar mannúð og mannréttindi. Við erum einnig að horfa til þess að breyta öllu regluverki sem snýr að mál- efnum útlendinga sem hér vilja dveljast um lengri eða skemmri tíma. Ég sé þetta fyrir mér sem gríðarlega réttindabót í mál efnum útlendinga utan EES. Það var fagnaðar efni að þegar við kynntum skýrslu okkar voru samankomin nánast öll samtök sem málið varða og luku þau öll lofsorði á áherslur okkar. Við erum að reyna að taka á þess- um málum sem leiðir síðan hugann að öðru málefni sem við höfum sett á oddinn, ríkisstjórnin. Það snýr að mannréttindamálum almennt.“ Mannúð og mannréttindi Ögmundur segir núverandi ríkis- stjórn hafa unnið á markvissari hátt að mannréttindamálum en áður hafi verið gert. Með því sé hann ekki að lasta gott starf sem áður hefur verið unnið, en nú sé starfið tekið fastari tökum. „Þar vísa ég til Landsáætlunar um mannréttindi sem mörg ráðu- neyti koma að, en er undir verk- stjórn innanríkisráðuneytisins.“ Ríkisstjórnin ákvað í vor að kort- leggja mannréttindastarf íslenskrar stjórnsýslu jafnt innanlands sem utan. Kannað yrði hvernig kröftum Íslands er varið á erlendri grundu og unnar tillögur um með hvaða hætti hægt væri að hafa áhrif á mannréttindamál heima og heiman. „Þá er unnið að því að móta og leggja fyrir ríkisstjórn stefnu um framtíðarskipan Mannréttinda- dómstóls Evrópu, í samhengi við þær tillögur sem ræddar hafa verið á vettvangi Evrópuráðsins. Hvað þetta varðar viljum við sérstaklega kanna með hvaða hætti við getum fylgt eftir, með tilliti til lagasetn- ingar og sambands okkar við dóm- stólinn, þeim niðurstöðum sem frá honum koma. Þessi vinna er nú að fara í gang og mun samtvinnast lands áætluninni og ég vonast til þess að hafa í höndum áfangaskýrslu í upphafi þings um tillögur í þessum efnum.“ Schengen hefur kosti og galla Vinstrihreyfingin grænt framboð lagðist á sínum tíma gegn aðild Íslands að Schengen-samstarfinu. Þar var vísað til kostnaðar og einnig þess að kerfið væri Íslendingum ekki endilega hagstætt. Ögmundur segir að samstarfið hafi hins vegar einnig kosti í för með sér. „Við viljum koma í veg fyrir að glæpamenn leiti hingað og þar erum við í samstarfi við lögregluyfirvöld annarra ríkja. Stundum finnst mér menn rugla saman Schengen annars vegar og Föstudagsviðtaliðföstuda gur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Sjálfur er ég landa- mæramaður. Ég vil frekar eftirlit á landa- mærum, en inni í samfélaginu. Áhersla á mannúð og réttindi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir markmiðið að hælisleitendur bíði ekki lengur en 6 mánuði eftir úrlausn sinna mála. Von er á nýjum útlendingalögum í haust sem hann vonast til að greiði úr flækjum í málaflokknum sem of mikið sé um. Hann sagði Kolbeini Óttarssyni Proppé frá því að hann vildi að Ísland nýtti sér í ríkari mæli eigið vald við landamæragæslu. INNANRÍKISRÁÐHERRA Ögmundur Jónasson telur að Íslendingar eigi í ríkari mæli að taka sjálfstæða ákvörðun um hvernig þeir beita valdi sínu á landamærum, þrátt fyrir veruna í Schengen. Hann boðar breytingar á útlendingalögum í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Líkt og fram kemur á forsíðu blaðsins vill Ögmundur afnema ívilnanir sem veittar voru til að hægt væri að ná leigusamningum við Huang Nubo vegna Gríms- staða á Fjöllum. Hann segir nauðsynlegt að móta stefnu varðandi ásælni útlendinga í land og auðlindir hér á landi. Málið sé ekki einkamál þeirra sveitarfélaga sem að því komi, heldur snerti það alla landsmenn. „Við höfum stundum verið að deila um hvort það eigi að vera flugvöllur í Reykjavík og Reykvíkingar hafa rétti- lega bent á að þeir fari með skipulagsvaldið í Reykjavík. Síðan eru aðrir, og ég er í þeim hópi, sem hafa haldið fram þeirri skoðun að þetta sé mál af slíkri stærðargráðu að það komi landsmönnum öllum við. Spurningar um stórfelldar erlendar fjárfestingar í landi og auðlindum eru svo aftur mun stærri og örlagaríkari en einn flugvöllur. Þar erum að tala um framtíðarhags- muni Íslands, hvorki meira né minna. Þegar það gerist að auðkýfingur sem er nátengdur stjórnvöldum í Kína, einu mesta stórveldi heimsins, er að tala um gríðarlegar framkvæmdir hér uppi á mörkum öræfa Íslands, talar um miklar byggingar og flugvöll og umboðsmaður hans talar um stórskipahöfn og olíuhreinsistöð og að það sé eðlilegt að kínversk stjórnvöld hafi hönd í bagga með þróun þessara mála hér á landi, er þá ekki kominn tími til að staldra við? Ég er að leggja til að einmitt það gerum við núna. Förum okkur hægt. Endurmetum öll þessi áform og höfðum til ábyrgðarkenndar sveitarstjórnarmanna á Norðausturlandi og alls staðar í landinu og reynum að draga lærdóma af mistökum liðinna ára. Nákvæmlega þetta átti sér stað í aðdraganda hrunsins, engan tíma mátti missa, Ísland væri í þann veginn að leggja heiminn að fótum sér með patentlausnum fjármálamanna. Það gleymdist að við erum fámenn þjóð sem þarf að kunna fótum sínum forráð. Við eigum dýrmætt land og okkur ber skylda til að varðveita það, náttúru þess og auðlindir. Við eigum ekki að láta glepjast af villuljósum. Kínverski auðmaðurinn Nubo segir að Íslendingar komi sér fyrir sjónir sem hrædd og hnípin þjóð. Ég ætla ekki að gefa honum einkunn eins og hann gefur okkur. Ég segi hins vegar að ekki eigi að rugla saman ótta og varfærni. Á henni þurfum við nefnilega að halda og eigum ekki að biðja neinn afsökunar á því að vilja fara varlega í sam- skiptum við fjármagn og völd.“ Grímsstaðaáform ekki einkamál sveitarfélaganna veru okkar í EES hins vegar. Það er þar sem landamæraopnunin á sér stað, vegna þess að einn megin- þátturinn í ESS-samstarfinu er að opna á flæði fólks. Þess vegna vek ég athygli á því að þegar við erum að tala um nýja útlendingalöggjöf þá er það löggjöf sem tekur einvörðungu til fólks sem stendur utan Evrópska efnahagssvæðisins, því að þar er allt í föstum skorðum. Þessu finnst mér oft vera ruglað saman.“ Sjálfstæðar ákvarðanir Ögmundur segir að ríkin innan Schengen leggi æ meiri áherslu á að þau hafi svigrúm til sjálfstæðrar ákvarðanatöku um hvernig þau beiti valdi sínu á landamærum. Hann telur þá þróun til góðs. „Ef við ætlum að fylgjast með fólki á annað borð – og það hljótum við að vilja gera gagnvart þeim sem vilja flýja réttvísina vegna alvar- legra glæpa, hvort sem það eru stríðsglæpir, mansal eða stór felldur þjófnaður, þá viljum við ekki láta slíkt fólk leika lausum hala, þá er spurningin hvar við viljum fylgjast með. Sjálfur er ég landamæra- maður. Ég vil frekar eftirlit á landa- mærum, en inni í samfélaginu. Það eru ýmsir sem vilja einmitt fara hina leiðina, að afnema landamæra- vörslu og vera síðan hundeltandi fólk innan landamæranna. Það er val- kostur sem mér líkar illa. Þetta er mjög til umræðu innan Schengen-samstarfsins. Annars vegar eru miðstýringarsinnarnir og hins vegar hinir sem vilja slaka á miðstýringunni og hafa meiri vald- heimildir hjá aðildarríkjunum. Ég er í þeim hópi.“ Ögmundur vísar til þess að Íslend- ingar hafi tekið sér þetta vald þegar kemur að brottvísun Hells Angels úr landi. Þeir hafi komið frá EES-landi, en íslensk stjórnvöld ákveðið að vísa þeim úr landi þar sem grunur lék á að þeir væru hér í vafasömum erindagjörðum. „Við getum tekið okkur þetta vald og eigum að íhuga það að nýta okkur það í ríkari mæli en gert hefur verið. Þar eigum við ágæta samleið með ýmsum ríkjum innan Schengen- samstarfsins.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.