Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.07.2012, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 27.07.2012, Qupperneq 24
KYNNING − AUGLÝSINGMaraþon FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 20124 HREINSA HUGANN EÐA HLUSTA Á TÓNLIST Flestir geta gert tvennt í einu og þess vegna er tilvalið að finna sér eitthvað til að gera á meðan hlaupið er. Flestir nýta tímann til þess að tæma hugann eða hugleiða allt milli himins og jarðar. Margir hlusta á tónlist eða á góða hljóðbók. Einnig er gott að fara með vini út að hlaupa og spjalla saman. Það felst líka ákveðinn stuðningur í að hlaupa með öðrum og sam- keppnin getur verið góð. Allar helstu líkamsræktarstöðvar eru með hlaupahópa sem hlaupa saman nokkrum sinnum í viku. Þar er maður í góðum félagsskap og kynnist nýju fólki. Þjálfarar Laugaskokks eru Björn Margeirsson og Rakel Ingólfsdóttir en þau búa bæði yfir mikilli reynslu og þekk- ingu á brautar-, götu- og utanvega- hlaupum. Bæði hafa þau keppt fyrir hönd Íslands í 800 – 5000 m hlaupum á braut og hafa hlaupið Laugavegshlaupið frá Land- mannalaugum í Þórsmörk sam- tals fjórum sinnum. Æfingar fjölmennar Björn segir allt að 70 manns hafa verið að mæta á æfingar Lauga skokks í sumar. „Flestir finna sér hlaupafélaga við hæfi því hópurinn er mjög breiður, spannar allt frá tiltölulega hægum skokkurum og 10 km hlaupurum til spretthlaupara, maraþon- hlaupara og jafnvel 100 kílómetra hlaupara.“ Fjölbreytni í hávegum höfð Þjálfarar Laugaskokks leggja mikið upp úr fjölbreyttum æfingum í viku hverri til að forðast það sem gjarna vill gerast þegar óvanir hlauparar reima á sig skóna og fara út að hlaupa: sami hringurinn er hlaupinn og allt of oft einfaldlega rembst við að bæta besta tímann á hringnum. „Það er marg sannað mál að æfingar á mismunandi hraða, bæði yfir keppnishraða, á keppnishraðanum sjálfum og loks undir keppnishraða, gefa besta raun með tilliti til skammtíma- og langtímabætinga auk þess sem meiðslahættu vegna einhæfs álags er haldið í skefjum,“ bendir Björn á. Þrjár Laugaskokks æfingar í viku, þ.e. hraðaæfing, tempó- æfing og langi túrinn taka mið af þessu en auk þessara þriggja æf- inga með þjálfara æfa með limir hópsins gjarna saman á öðrum dögum, taka t.d. stuttar, rólegar hlaupaæfingar, lyfta saman eða mæta í spinning. Teygjur mikilvægar Björn minnir á mikilvægi þess að teygja vel á í lok hlaups til að fyrir- byggja meiðsli. „Í lok hverrar æf- ingar teygjum við vel á.“ Skokkarar nýta sér vel aðstöðuna í Laugum til styrktar- og teygjuæfinga en einnig er mikið úrval jógatíma sem eru frábærir á móti hlaupum. „Í Laugum hefur verið boðið upp á jóga fyrir hlaupara en sá tími hentar okkur frábærlega,“ segir Björn. Góður félagsskapur Frábær andi er í hlaupa hópnum og virkt félagsstarf. Skokkarar hittast talsvert fyrir utan æfingar, fara í útilegur og ferðalög, halda saumaklúbba (jafnvel til að ræða eitthvað annað en hlaup!) og iðu- lega fer hópurinn saman í Bað- stofu Lauga til að endurnæra líkama og sál. Aðstaða á heimsklassa Allir korthafar World Class geta hlaupið með Laugaskokki eða öðrum hlaupahópum World Class án endurgjalds. Korthafar hafa einnig aðgang að 10 heilsuræktarstöðvum og sí- fellt er verið að bæta aðstöðuna. Þar má meðal annars nefna nýjan 500 m2 fjölnota sal í Kringlunni og stækkun stöðvarinnar í Ögur- hvarfi en í nágrenni stöðvarinnar eru frábærar hlaupaleiðir við Elliða vatn og nánasta umhverfi. Tekið er vel á móti nýliðum á æf- ingum hlaupahópa og nánari upp- lýsingar um hlaupahópana er að finna á heimasíðu World Class, www.worldclass.is. Góður undirbúningur lykilatriði hlaupara Laugaskokk er einn stærsti og virkasti hlaupahópurinn á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur verið starfandi síðan 2004 eða síðan World Class opnaði í Laugum. Björn Margeirsson og Rakel Ingólfsdóttir eru þjálfarar Laugaskokks. Frábær andi er í hlaupahópnum og virkt félagsstarf. Hot yoga. Hreyfing er öllum holl. Því eru flestir sammála. Hún verður þó að vera í sam- ræmi við getu því annars getur fólk lent í vandræðum. Leitað var til Harðar Ólafssonar læknis en hann hefur verið á vaktinni í Laugavegshlaupinu og Reykja- víkurmaraþoninu undan farin ár. Svava Oddný Ásgeirsdóttir, hlaupstjóri Reykjavíkurmara- þonsins, var sömuleiðis tekin tali. „Laugavegshlaupið er 55 kíló- metrar og því umtalsvert lengra en maraþon. Þar hefur hins vegar verið minna um vandamál en í Reykjavíkurmaraþoninu enda er fólk sem tekur þátt í því yfirleitt í mjög góðri þjálfun. Það veit hvað þetta er langt og er búið að æfa sig vel og lengi. Ef undirbúning- urinn er góður koma sjaldan upp vandamál. Það er helst að fólk hafi þornað ef það er mjög heitt í veðri. Þá gefum við vökva í æð og er það yfirleitt fljótt að jafna sig eftir það,“ segir Hörður. Þátttakendur í Reykjavíkur- maraþoninu eru miklu f leiri og getan mismunandi. Þar er meira um að upp komi vanda- mál. „Yfirleitt hefur fólk þá látið hugann bera sig lengra en getan leyfir. Við það klárast orkan og vökvaskortur gerir vart við sig. Þá er fólk tekið inn í tjald og því gefinn vökvi.” Hörður segir slík tilfelli koma upp á hverju ári en yfirleitt jafni fólk sig að fullu. „Þetta þykir ekki óeðlilegt og þess vegna er þessi við búnaður til staðar. Ef við teljum að fólk þurfi frekari meðferð eða eftirlit hringjum við á sjúkrabíl, en þess gerist sjaldan þörf.“ Hörður segir þetta frekar gerast í langhlaupum en á styttri vega- lengdum. „Það góða við Reykja- víkurmaraþonið er að það er boðið upp á margar vega lengdir. Ég mæli eindregið með því að fólk taki þátt og hreyfi sig en velji leiðir sem henta og ætli sér ekki um of.“ Alvarleg atvik sem hafa komið upp í lang hlaupum er- lendis tengjast að sögn Harðar oft miklum hita og undirliggjandi sjúkdómum. „Þeir geta vissulega verið til staðar og fólk verður að hlusta á eigin líkama. Ef það er nýstigið upp úr lungnabólgu til dæmis ætti það að láta háleit markmið bíða betri tíma.“ Góður viðbúnaður Svava Oddný Ásgeirsdóttir er öllum hnútum kunnug þegar kemur að Reykjavíkurmara- þoninu en hún hefur verið hlaup- stjóri frá árinu 2006. Hún er sömuleiðis þrælvanur hlaupari og hlaupaþjálfari. Hún segir að þeir sem séu vel undirbúnir klári hlaupin yfirleitt með glans og uppskeri bara ánægjuna á eftir. „Það eru langflestir búnir að undirbúa sig vel en vissulega getur fólk misreiknað sig. Lík- aminn getur líka verið óútreikn- anlegur og dagsformið er mis- jafnt. Sumir ungir einstaklingar eru líka kappsamir og geta meira en þeir hafa gott af. Ef dags formið er ekki sem skyldi getur fólk lent í smá árekstri við sjálft sig. Við erum hins vegar með brautar- verði og starfsmenn um alla braut auk þess sem bæði læknir og hjúkrunarfólk eru á staðnum svo því er hægt að kippa öllu fljótt í liðinn. Svava segir þá hlaupa- bylgju sem hefur átt sér stað á undanförnum árum bara hafa verið til góðs og er það hennar til- finning að þeim sem ofreyna sig fari fækkandi. „Það er svo mikið af upplýsingum til bæði á netinu og sem ganga manna á milli. Fólk er því vel upplýst um hvernig best sé að undirbúa sig.” Vökvaskortur kemur fyrir Flestir leggja vel undirbúnir í langhlaup og klára það með glans. Sumir lenda þó í vandræðum og því er viðbúnaður í skipulögðum langhlaupum. Svava Oddný segir góðan undirbúning fyrir öllu. Hún segir flesta vera búna að æfa sig vel fyrir langhlaup. Hörður hefur verið á vaktinni í Reykjavíkurmaraþoninu undanfarin ár. MYND/VILHELM - getur m.a. hjálpað ef þú finnur fyrir: Sjúkraþjálfari framkvæmir göngugreiningu hjá Heilsulandi Aumum hælum Beinhimnubólgu Verkjum í iljum Þreytuverkjum og pirring í fótum Verkjum í hnjám Verkjum í baki eða mjöðmum Hásinavandamálum Sérfræðingar Heilsulands eru Ásmundur Arnarsson og Jónas Grani Garðarsson sjúkraþjálfarar GÖNGUGREINING

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.