Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag NEYTENDAMÁL Íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig gagnvart Eftirlitssstofnun EFTA (ESA) til að endurskoða lög um stimpilgjöld til að draga úr kostnaði og hindrunum þegar viðskiptavinir fjármálafyrir- tækja vilja færa sig á milli þeirra. Jafnframt á nefnd að endurskoða neytendavernd á fjármálamark- aði og skila tillögum um hvernig styrkja megi stöðu neytenda gagn- vart fjármálastofnunum. Starfshópur á að skila fjármála- ráðherra tillögu um breytingu á stimpilgjöldum í formi frumvarps- draga í síðasta lagi í október. Verði drögin að lögum munu þeir sem eru með húsnæðislán eða annars konar veðskuldabréf geta fært sig á milli fjármálastofnana í leit að sem best- um kjörum án þess að þurfa að greiða ríkinu skatt vegna þess. Í júní tilkynnti ESA ákvörðun sína að samþykkja þá ríkisaðstoð sem veitt var við endurskipulagn- ingu á nýju viðskiptabönkunum þremur: Landsbanka, Íslandsbanka og Arion banka. Þar kom fram að stjórnvöld og bankarnir sjálfir þyrftu að grípa til fullnægjandi ráðstafana til að draga úr röskun á samkeppni vegna tilurðar þeirra. Ákvörðunin var síðan birt í heild fyrir nokkrum dögum. Þar eru útlistuð með nákvæmari hætti þau skilyrði sem sett voru fyrir ríkisað- stoðinni. Fréttablaðið beindi fyrir- spurn til fjármálaráðuneytis um málið og spurði hvort frumvarps- drög um afnám stimpilgjalda þegar viðskiptavinir vilja færa sig á milli fjármálastofnana myndu liggja fyrir í október. Í svari ráðuneytisins segir að fjármálaráðherra hafi síð- astliðið vor ákveðið að stofna starfs- hóp til að endurskoða stimpilgjalda- lögin. „Markmiðið var að einfalda álagningu þeirra og framkvæmd, jafnframt því að skapa samkeppn- ishæfara umhverfi og sanngjarnari gjaldtöku, án þess að skerða tekjur ríkissjóðs. Hópnum var sérstaklega ætlað að skoða afnám gjaldtöku á útgáfu skuldabréfa einstaklinga þegar skipt er um kröfuhafa,” segir í svarinu. Ráðuneytið segir að þegar frum- varpsdrögin séu komin fram, muni fjármálaráðherra taka afstöðu til málsins „og þá eftir atvikum, hvort tilefni sé til að leggja fram frum- varp er feli í sér breytingar á stimp- ilgjaldalögunum“. - þsj / sjá síðu 8 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Sparneytnir bílar 19. september 2012 220. tölublað 12. árgangur milljarðar króna er sú upphæð sem Íslendingar munu greiða í stimpilgjöld á árunum 2009- 2013. 15,8 H amborgarar mánaðarins á Texas borgurum við Granda-garð taka gjarnan mið af árstíð-unum og því hráefni sem best býðst hverju sinni. Magnúsi Inga Magnússyni veitingamanni fannst því blasa við að bjóða upp á hamborgara úr hreinni ís-lenskri villibráð nú í haust. Nýjasti rétt-urinn er gómsætur hreindýraborgari.„Við fáum frábært hreindýrakjöt frá Snæ-felli fyrir austan og mótum hamborgara úr 100% gæðahakki,“ segir Magnús Ingi. „Borgararnir eru grillaðir á funheitu grilli til að kjötið njóti sín sem best. Við berum þá svo fram í hamborgarabrauði með kryddsósu, týtuberjarjómaosti jöklati rauðl Hamborgararnir eru heimagerðir og stórir, 140 gr., úr 100% gæðahráefni án allra aukaefna. Á matseðlinum er að finna ýmsar útgáfur af klassískum nautaborgurum en líka ostafyllta borgara með camembert, gráðosti eða cheddar, lambaborgara, laxaborgara og græn-metisborgara. Bæði er hægt að borða á staðnum og panta og taka matinn með sér heim. Auk þess er boðið upp á veislu- þjónustu þannig að fólk getur fengið allt sem þarf í grillveisluna í einum pakka.„Við lögðum upp með að opna klass- íska ameríska hamborgarabúllu þar seallt er vel útilátið HIMNESKIR HREIN-DÝRABORGARARTEXASBORGARAR KYNNA Nýjasti rétturinn á matseðli Texasborgara er hreindýrahamborgari. Staðurinn nýtur sívaxandi vinsælda og á marga fasta viðskiptavini sem kjósa gæðahamborgara á góðu verði. FLESTIR DÝRAGARÐAR Í ÞÝSKALANDI Þjóðverjar státa af flestum dýragörðum í heimi en þeir eru 414 talsins. Dýragarðurinn í Berlín státar af flestum dýra- tegundum en þær eru yfir 1500. HREINDÝR Hreindýraborgari fæst nú hjá Texasborgurum við Grandagarð. MYND/GVA DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍM Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara BRÚÐKAUPSGJAFIR TILBOÐ - mikið af frábærum boðumtil Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 Suðurlandsbraut 50 • Bláu húsin v/FaxafenSími 553 7355 • www.selena.is Glæsilegt úrval af sundfatnaði.Verð frá 6.800-17.300 kr.Nýtt kortatímabil. Vertu vinurGóð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is Vandaðir þýskir herraskór úr leðri í úrvali Til dæmis: Teg: 305302/241 - Litur: svart - Stærðir: 40 - 47 Verð: 15.885.- Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18.Laugardag 10-14. Chevrolet Aveo er nú fáanlegur með dísilvél sem eyðir ekki nema 3,6 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Hann er öruggasti bíllinn í sínum flokki og einkar glæsilega hannaður, hlaðinn aukabúnaði og á góðu verði. Kynningarblað Dísilbílar, rafbílar, metanbílar, tvinnbílar, smábílar og aðrir eyðslugrannir bílar. SPARNEYTNIR MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2012 BÍLAR Nú er enn þá lengra í tóman tank á Chevrol t AveoChevrolet Aveo Eco fæst nú með ótrúlega sparneytinni dísilvél sem eyðir aðeins 3,6 lítrum á hundraðið. Hann hefu hlotið viðurnefnið draumabíll foreldranna og er fyrsti smábíllinn sem fengið hefur fimm stjörnur í öllum árekstrarprófum, bæði í Evrópu og Ameríku. á garni og prjónum-30% Dig in! er hvatning um að „taka hraustlega til matar síns‘‘ í Ameríku nyrðri. Knorr kemur með góða bragðið! 8 glæsilegir ferðavinningar TAKTU ÞÁTT Í MYNDALEIKNUM islandermedetta.is UMHVERFISMÁL Ekkert af þeim hundruðum sauð- fjár sem hafa drepist á Norðurlandi hefur verið fært á sorpbrennslustöð til förgunar. Hræin eru urðuð í hólum og giljum. Bóndi segir fulltrúa frá Matvælastofnun hafa gefið munnlegt samþykki fyrir slíkri förgun, en samkvæmt lögum hefur Umhverfis stofnun yfirumsjón með eftir- liti með því að dýrahræjum sé komið á viðurkennda urðunarstaði. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðal- dal, segir að dautt fé hafi verið sett í gjár eða urðað á staðnum þar sem hægt er. „Við komumst ekki einu sinni burt með lifandi fé, menn finna sér bara hrúgu og grafa það sem er dautt,“ segir hann. Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir hjá Mat- vælastofnun, segir stofnunina ekki líta á úrganginn sem hættulegan. „Það er málefni Umhverfisstofnun- ar hvernig frá þessu er gengið. Við [Matvælastofnun] höfum hvorki amast við þessu né veitt sérstaka heim- ild fyrir því. En það er óskaplega erfitt að gera þetta eins og allar ströngustu reglur segja til um.“ Hjá Umhverfisstofnun fékkst upplýst að engar undanþágur frá reglum um förgun hræja hefðu verið veittar og engar beiðnir um slíkt borist. - sv / sjá síðu 6 Umhverfisstofnun segir skýrt að dauðu fé skuli fargað á löggiltum sorpstöðvum: Hræin urðuð í giljum og hólum Skelltu þér í áskrift! 568 8000 | borgarleikhus.is SJÓNVARP „Það verður spenn- andi að fá að vinna með svona skapandi og skemmtilegu fólki, að sjá hvort ég finni nýja hlið á minni kímni og hvort hópvinnan kveiki í fleirum þarna inni,“ segir Hall- dór Baldurs- son, skop- myndateiknari Fréttablaðsins. Hann skrif- ar Áramóta- skaupið í ár ásamt Sævari Sigurgeirs- syni, Önnu Svövu Knútsdóttur, Hjálmari Hjálmarssyni, Gunnari Helgasyni og Gunnari Birni Guð- mundssyni leikstjóra. Halldór er viss um að reynsla skopteiknarans nýtist við skrifin. „Það kemur líka fyrir að brandar- arnir mínir ganga ekki upp sem teikningar og þá get ég kannski notað þá í Skaupið.“ - sm / sjá síðu 30 Skopteiknari skrifar handrit: Óteiknað grín nýtist í Skaupi HALLDÓR BALDURSSON GOTT VEÐUR Í dag verður víðast hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað og minnkandi úrkoma NA-til en annars bjartviðri. Hiti 5-12 stig. VEÐUR 4 5 6 8 11 6 Hroki, dans og draumar Leikarar fara á kostum í leikritinu Með fulla vasa af grjóti að mati gagnrýnanda. menning 22 EM-sætið blasir við Ísland mætir Noregi ytra í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppni EM 2013. sport 26 Opnaði nýjar gáttir Hildur Hákonardóttir var heiðruð við afhendingu Sjónlistaverðlaunanna. tímamót 18 ESA vill styrkja stöðu neyt- enda gagnvart bönkunum Stjórnvöld hafa skuldbundið sig gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA til að endurskoða stimpilgjöld þeirra sem vilja flytja sig á milli fjármálafyrirtækja. Nefnd á að skila tillögum um bætta neytendavernd á fjármálamarkaði. KÍNABÖRN Hingað til lands hafa 165 börn verið ættleidd frá Kína. Börnin hittu Chu Xiaoying, aðstoðarforstjóra ættleiðingarstofnunarinnar í Kína, ásamt sendinefnd ættleiðingaryfirvalda ytra í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.