Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 19. september 2012 25
Mynd Hauks Margeirs Hrafnssonar, Mission
to Mars, hlaut 1. verðlaun á Stuttmyndadögum
fyrir skemmstu og hafði áður fengið verð-
laun og viðurkenningar á þremur kvikmynda-
hátíðum.
„Þetta er ekki stórverðlaunamynd en hún
er áhorfendavæn,“ segir Haukur brosandi.
Hann stundar nám við alþjóðlegan kvikmynda-
skóla í Póllandi, ásamt konu sinni Ástu Maríu
Guðjónsdóttur, en þau hafa dvalið á landinu í
sumar og unnið í leikmyndadeild myndarinnar
Nóa, sem Russel Crow leikur aðalhlutverkið í.
„Við teljum okkur heppin því leikstjórinn og
myndatökumaðurinn eru miklar hetjur í okkar
augum,“ segir Haukur. „Svo var Ásta að taka
upp mynd á Suðurlandi sem er liður í hennar
námi í kvikmyndatökum.“
Næsta mál hjá Hauki er að frumsýna stutt-
myndina Holu í vegg sem hann náði að taka í
vor, eftir að hafa efnt til samskota sem gengu
vel og hann er afar þakklátur fyrir. Myndin er
BA-verkefni hans við skólann og hefur verið
á klippiborðinu í sumar. „Hola í vegg verður
frumsýnd 28. september í skólanum og þá fer
hún fyrir átján manna dómnefnd. Ég tek mér
tíma í að bæta úr því sem hinir alvitru kenn-
arar benda á og svo prófa ég að senda hana á
einhverjar hátíðir,“ segir höfundurinn.
Haukur og Ásta segja skólann með þeim
bestu í Evrópu. Þau eiga þar þrjú ár að baki og
ætla að verða tvö ár enn því Ásta er í mast-
ersnámi. „Í Póllandi er margra áratuga hefð
í kvikmyndagerð og mikil virðing borin fyrir
henni sem listgrein,“ segir Haukur. „Svo er
margt líkt með Pólverjum og Íslendingum.
Sama þrautseigjan.“ - gun
Sýna stuttmyndina Holu í vegg í næstu viku
SAMHENT Haukur Margeir og Ásta María unnu við
myndina um Nóa í sumar, auk þess að taka upp mynd
Ástu Maríu og fylgjast með klippingum á mynd Hauks.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
www.landsnet.is
Í óveðrinu sem gekk yfir landið í upphafi síðustu viku varð
flutningskerfi Landsnets á Norð-Austurlandi fyrir
víðtækustu skemmdum sem orðið hafa á
meginflutningskerfi raforku í landinu um áratuga skeið.
Með miklu og samstilltu átaki fjölmargra tókst
að koma flutningskerfinu aftur í samt lag á skemmri tíma
en menn höfðu þorað að vona.
Við biðjumst velvirðingar á þeim truflunum, sem afleiðingar
óveðursins höfðu fyrir atvinnulíf og íbúa svæðisins.
Landsnet þakkar björgunarsveitum, bændum, verktökum,
starfsmönnum annarra veitna og starfsmönnum
fyrirtækisins fyrir frábæra frammistöðu við erfið skilyrði.
AT
H
YG
LI
Eva Longoria ætlar ekki að snúa
aftur í sjónvarpið á næstunni.
Þáttaröðinni Desperate House-
wives lauk fyrr á þessu ári eftir
átta ára sigurgöngu.
Longoria, sem lék Gabrielle
Solis í þáttunum, hefur ekki
ákveðið hvað tekur við. „Það sem
ég sakna líklega mest við þætt-
ina er rútínan og vinnan við þá.
En held að ég hafi meira að gera
núna eftir að þeim er lokið,“ sagði
hún. „Ég hefði gaman af því að
prófa að leika aftur í sjónvarpi
en ekki strax vegna þess að ég er
nýkomin úr átta ára sambandi.“
Ekki aftur í
sjónvarpið
KOMIN Í FRÍ Eva Longoria er hætt í
sjónvarpinu í bili eftir átta ár í Desperate
Housewives.
Hljómsveitin Robert the Room-
mate spilar á Café Haítí í kvöld
klukkan 21. Frítt er inn á tón-
leikana.
Robert the Roommate er skip-
uð þeim Daníel Helgasyni, Jóni
Óskari Jónssyni, Rósu Guðrúnu
Sveinsdóttur og Þórdísi Gerði
Jónsdóttur og leikur sveitin svo-
kallað þjóðlagapopp.
Á tónleikunum munu meðlimir
sveitarinnar flytja frumsamið
efni af væntanlegri hljómplötu
sveitarinnar í bland við gamla
smelli sem færðir verða í nýjan
búning.
Þjóðlaga-
popp á Haítí
Söngvarinn Robbie Williams
hefur hrósað félaga sínum Gary
Barlow úr Take That fyrir að
hafa sýnt mikinn styrk að undan-
förnu. Dawn, eiginkona Barlows,
fæddi andvana barn í síðasta
mánuði. Barlow dró sig í hlé til að
syrgja en sneri aftur í sviðsljósið
á GQ-verðlaunahátíðinni 4. sept-
ember. „Gaz er traustasti maður
sem ég þekki, miklu traustari
en ég. Hann getur flokkað hluti
niður í hólf. En þetta er örugg-
lega það erfiðasta sem hann
hefur gengið í gegnum,“ sagði
Williams.
Barlow sýndi
mikinn styrk
GARY BARLOW Popparinn hefur sýnt
mikinn styrk.