Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGSparneytnir bílar MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson, tp.: benediktj@365.is, s: 512 5411. | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Opel býr yfir traustum, fal-legum og dugandi bílum sem ár eftir ár tróna í efstu sætum yfir söluhæstu bíla Evrópu. Það segir sitt um endingu og gæði Opel og því fagnaðarefni að fá aftur nýja bíla frá Opel í BL,“ segir Hörð- ur Þ. Harðarson, sölustjóri Opel hjá BL. Í tilefni innreiðar Opel á Íslands- markað hefur BL opnað glæsilegan Opel-sýningarsal í Ármúla 17. Þar má sjá nýjustu línur Opel Corsa, Opel Astra, Opel Zafira og Opel Insigna sem kosinn var bíll ársins 2009 í Evrópu og hefur ekki sést áður á Íslandi. „Síðast en ekki síst má nefna rafbílinn Opel Ampera sem hefur bensínvél sem drægnis- auka sem aka má allt að 560 kíló- metra á fullri hleðslu og fullum tanki sem síðan er fyllt á aftur og áfram haldið án þess að þurfa að stinga í samband. Annars fer bíll- inn allt að 80 kílómetra. á hleðsl- unni einni saman en hver hleðsla kostar ekki nema rúmar 100 krón- ur. Þannig að ef bíllinn er einung- is notaður á rafhlöðunni kostar það ekki nema 36.500 krónur á ári.“ Breið vörulína Hörður segir BL bjóða upp á breiða vörulínu frá Opel en bílarnir eiga það sameiginlegt að vera spar- neytnir og glæsilega hannaðir. „Við bjóðum upp á sparneytna bíla í öllum stærðarflokkum, allt frá smá- bílum til sjö manna bíla. Það telst vissulega til tíðinda hérlendis að umboðin bjóði upp á jafn fjölbreytt úrval þegar kemur að sparneytnum „grænum“ bílum.“ Hörður nefnir sem dæmi Opel Corsa sem er bæði seldur sem bens- ín- og dísilbíll. „Dísilbíllinn er um- hverfisvænni og með aðeins 95 grömm í útblæstri. Bensínbílinn er einnig svokallaður klukkubíll með eyðslu upp á 5,1 lítra. Þetta eru því umhverfisvænir bílar.“ Opel Astra er annað dæmi um umhverfisvænan bíl segir Hörður. „Astra er í boði sem 5-dyra hlaðbak- ur og 5-dyra wagon. Dísilbílinn er 130 hestöfl en engu að síður með 95 grömm í útblæstri sem er ansi lítið fyrir svo stóran bíl auk þess sem hann hefur eyðslu upp á 3,7 lítra.“ Opel Insigna var kosinn bíll ársins í Evrópu árið 2009. Bíllinn hefur ekki áður verið í sölu hér- lendis segir Hörður. „Insigna hefur meðal annars tveggja lítra vél og er 130 hestöfl. Hann hefur einung- is 114 grömm í útblástur og eyðir bara 4,4 lítrum á hundraði og fær frítt í stæði í höfuðborginni.“ Bíll- inn er einnig í boði með stærri 160 hestafla vél og sjálfskiptur. Insignia er í boði 4-dyra og 5-dyra og einnig í wagon-útgáfu. Opel leggur einnig mikið upp úr hagkvæmum en öflugum dísilvél- um. Þannig eru flestir grænir bílar í dag með 1,5-1,7 lítra vél en Opel- bílarnir eru með 2,0 lítra vél. „Þetta er alvöru afl en samt um leið græn- ar vélar.“ Einn af nýju bílunum í Opel- f lotanum er Opel Zafira Tourer. Um er að ræða sjö manna bíl sem er mun rúmbetri en forverinn auk þess að hafa nýtt útlit. „Bíllinn er komin í sölu hjá okkur. Hann er beinskiptur og um leið grænn bíll með tveggja lítra mótor, 130 hestöfl og 4,5 lítra í eyðslu sem er ansi gott fyrir sjö manna bíl.“ Zafiran er líka í boði sjálfskiptur og í Cosmo-út- gáfu sem er með panorama-fram- rúðu og glerþaki ásamt að vera með flottara sætafyrirkomulagi. Bíllinn verður til sýnis um helgina. Umhverfisvænni neytendur Að sögn Harðar eru neytendur al- mennt að verða umhverfisvænni þegar kemur að ákvörðunum um bílakaup. „Fólk spáir miklu meira í þessum þætti en áður. Fjármögn- unarfyrirtækin verðlauna líka lán- takendur sem kaupa græna bíla enda engin lántökugjöld á slík- um bílum. Þetta er umtalsverður sparnaður eða um 70.000-100.000 krónur.“ Opel-bílar hafa ekki verið seld- ir hérlendis síðan árið 2008. Hörð- ur segir marga fagna endurkomu bílanna enda nutu þeir mikilla vinsælda áður fyrr. Opel-bílar eru þýskir í gegn enda hannaðir og smíðaðir í Þýskalandi. Frágang- ur og efnisval Opel er einfaldlega í lúxusflokki og hægt að fullyrða að gæði Opel eru eins og þau ger- ast best að sögn Harðar. „Hönn- un bílanna er frábær og mikið er lagt upp úr öryggisþættinum og allir bílarnir með fimm stjörnur í árekstrarprófunum. Einangrunin er líka mjög góð. Þetta er góð, þýsk gæðavara út í gegn. Margar spenn- andi nýjungar eru á leiðinni þann- ig að viðskiptavinir okkar eiga von á góðu í vetur.“ Nýr sýningarsalur var opnaður í Ármúla 17 fyrr á þessu ári. Þar má skoða fjölbreytt úrval Opel-bíla en aðra þjónustu, viðgerðir og vara- hluti sækja bíleigendur til höfuð- stöðva BL við Sævarshöfða. Umhverfisvænir bílar í öllum stærðarflokkum hjá Opel Íslendingar hafa farið á mis við trausta gæðinga Opel í hartnær fjögur ár. Þökk sé BL halda þeir nú innreið sína á Íslandsmarkað á ný með ómótstæðilegt úrval traustra og glæsilegra bíla. Þar á meðal er Bíll ársins 2012 í Evrópu; rafbíllinn Opel Ampera sem fylgir bylting í sparneytni og umhverfisvitund. Nýr sýningarsalur Opel var opnaður nú í sumar í Ármúla 17. BL hefur opnað glæsilegan Opel sýningarsal í Ármúla. Guðmundur Finnbjarnarson sölumaður og Hörður Þ. Harðarson, sölustjóri Opel hjá BL. MYND/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.