Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 4
19. september 2012 MIÐVIKUDAGUR4 Hluthafafundur Bakkavör Group ehf. verður haldinn fimmtudaginn 27. september nk. kl. 17:00 á Hótel Sögu, Hagatorgi, 107 Reykjavík Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins: 1. Tillaga um að staðfesta ákvörðun aðalfundar félagsins 2012 að lækka hlutafé félagsins að nafnverði um kr. 20.843.309.476. 2. Tillaga um að slíta félaginu í framhaldi samþykktar aðalfundar félagsins 2012. 3. Önnur mál. Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir hluthafafundinn. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á hluthafafundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir hluthafafund. Fundargögn verða afhent frá kl. 16:30 á fundarstað. Athygli er vakin á að atkvæðisréttur miðast við hlutaskrá að morgni 25. september 2012. Reykjavík 18. september 2012 Stjórn Bakkavör Group ehf. Hluthafafundur Bakkavör Group ehf. FRÉTTASKÝRING Hvernig má best koma í veg fyrir slys og tjón af völdum gasnotkunar? Margs konar öryggisbúnaður er í boði til að koma í veg fyrir óhöpp og skaða af völdum gasnotkunar á heimilum. Auk þess leggja sölu- fyrirtæki áherslu á að frágangur sé vandaður og vel sé fylgst með öllum búnaði í kringum gas. Sprengingin sem varð í íbúð við Ofanleiti í Reykjavík um helgina og kostaði mann lífið hefur vakið marga til umhugsunar. Ómar Örn Jónsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Öryggismiðstöðvarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að þeir bjóði upp á tvenns konar lausnir í þessum málum og nokkur aukning hafi verið á sölu skynjara síðustu daga. „Í húsnæði þar sem er gaselda- vél mælum við með að settur sé skynjari tengdur kerfinu okkar. Hann gerir stjórnstöð viðvart ef gasleki verður. Fyrir þá sem ekki eru tengdir kerfinu erum við með staka skynjara sem virka eins og reykskynjarar og láta vita með hljóðmerki ef vart verður við gas- leka.“ Gasnotkun á heimilum hefur aukist verulega síðustu ár, meðal annars þar sem fleiri nota nú gas- eldavélar. Frá miðjum tíunda ára- tugnum og fram til 2007 varð til dæmis áttatíu prósenta aukning á gasnotkun heimila, og Guðmundur K. Rafnsson, framkvæmdastjóri Ísaga, sem selur gas meðal annars til heimilisnota, segir að notkunin hafi enn farið vaxandi síðustu ár. Guðmundur segir Ísaga koma skýrum tilmælum til sinna við- skiptavina um meðferð á gasi og búnaði fyrir gasnotkun. „Við leggjum til dæmis áherslu á að kútar séu alltaf uppréttir, slöng- ur séu skoðaðar reglulega og skipt um þær á tveggja til þriggja ára fresti og þegar skipt er um hylki sé alltaf gerð lekaleit við samskeyti annaðhvort með sérstöku spreyi eða einfaldlega með sápuvatni.“ Guðmundur bætir því við að þeir mælist líka til þess að gaskútar við eldavélar séu geymdir utandyra og tengdir inn með eirlögnum, slöng- ur við endana séu ekki meira en metri að lengd og sérstaklega sé fylgst með slöngum sem sólarljós fellur á því þær skemmist fyrr. „Það er enginn skyldaður til neins, en við mælum með því að fólk komi upp skynjurum sem láta vita af gasleka.“ thorgils@frettabladid.is Skynjarar og eftirlit besta vörnin gegn gasóhöppum Gassprengingin sem varð í íbúð við Ofanleiti hefur vakið almenning til umhugsunar um slysavarnir. Far- sælast er talið að setja upp skynjara, vanda til verka við uppsetningu búnaðar og stunda reglulegt eftirlit. GASVARNIR Sala á gasskynjurum hefur aukist síðustu daga eftir sprengingu sem kostaði einn mann lífið í íbúðarblokk á sunnudag. Gas er varasamt í umgengni og hafa mörg slys orðið vegna þess háttar sprenginga af ýmsum orsökum. Hér á eftir fylgja nokkur dæmi. ■ Júlí 1970 Maður brenndist illa er gassprenging varð í húsi við Álfheima. ■ Ágúst 1981 Bílskúr við Bröttu- kinn í Hafnarfirði sprakk í loft upp þegar leki kom að gaskút á logsuðuverkstæði. Annar bílskúr skemmdist og rúður í nærliggjandi húsum brotnuðu. Engan sakaði. ■ Október 1992 Neðri hæð í íbúð- arhúsi á Reyðarfirði gjöreyðilagðist eftir sprengingu sem orsakaðist af leka úr gaskút í geymslurými. Engan sakaði. ■ Október 1994 Viðbygging sprakk frá húsi á Siglufirði eftir að leki komst að gaskúti í geymslu. Engan sakaði. ■ Febrúar 1996 Fjögur ungmenni brenndust í gassprengingu í bíl- skúr við Vatnsenda. ■ Nóvember 1999 Fjögur ung- menni brenndust í gassprengingu í bíl við Sandgerði. Sprengingin varð þegar eitt þeirra kveikti í sígarettu. ■ Apríl 2003 Þrjú ungmenni slösuðust í gassprengingu í bílskúr í Garðabæ. Bílskúrshurðin hentist út á hlað í heilu lagi. ■ Október 2008 Fimm ungmenni brenndust í gassprengingu í Grundargerði í Reykjavík. Alvarleg slys DANMÖRK 27 ára kona sem starfaði sem íþróttakennari við Himmer- lands Ungdomsskole, skammt frá Álaborg á Jótlandi, á yfir höfði sér fangelsisdóm vegna kynferðissam- bands sem hún átti við tvo sextán ára nemendur sína. Piltarnir hafa hins vegar verið ákærðir fyrir fjárkúgun, en þeir hótuðu að gera viðvart um sambandið nema kenn- arinn greiddi hvorum þeirra sem svarar um 65 þúsundum íslenskra króna, sem hann og gerði. Kynferðissamband kennar- ans við piltana stóð um nokkurra mánaða skeið undir lok síðasta árs. Samkvæmt frétt BT komst sambandið í hámæli innan skól- ans í upphafi árs þegar piltarnir stærðu sig af sambandinu við sam- nemendur sína. Kennarinn játaði sök þegar á hann var gengið og var umsvifalaust vísað úr starfi. Pilt- arnir fengu hins vegar sálfræði- hjálp og luku skólaárinu. Það var svo við rannsókn máls- ins að upp komst um fjárkúgunina. Piltarnir gengust við því og hafa endurgreitt kennaranum fjár- hæðina. Þeir fengu auk þess fjár- sekt sem nemur rúmum 30 þús- und krónum. Ekki er vitað hvenær dómur gæti fallið en málarekstur- inn gæti tekið marga mánuði. - þj Óvenjulegt misbeitingarmál skekur heimavistarskóla í Álaborg: Fjárkúguðu kennara eftir kynlíf ÓSÆMILEGT SAMBAND Hneykslismál skekur nú Himmerlands Ungdomsskole. Myndin er úr skólastarfinu en tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. GENGIÐ 18.09.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 219,3818 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,70 122,28 197,74 198,70 158,93 159,81 21,322 21,446 21,284 21,410 18,536 18,644 1,5468 1,5558 188,14 189,26 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is NOREGUR Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka tollvernd ýmissa landbúnaðarvara og setja á prósentutoll í stað krónutolls. Á vefnum e24.no segir að breyting- arnar taki gildi um áramót. Nauta- filet, lambakjöt og harðir ostar munu njóta aukinnar tollverndar. Trygve Vedum landbúnaðarráð- herra segir að markmiðið sé að auka matvælaframleiðslu í Noregi um tuttugu prósent á næstu árum. Vegna þess sé prósentutollur á mikilvægum landbúnaðarafurðum mikilvægur. - ibs Tollabreytingar í Noregi: Vernda nauta- og lambakjöt SÝRLAND, AP Sýrlenskir flótta- menn í Jórdaníu mótmæltu og köstuðu steinum að sérstökum erindreka Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands í gær. Erindrekinn, Lakdar Brahimi, sem tók við af Kofi Annan, heim- sótti flóttamannabúðir í Jórd- aníu. Í ferð sinni fundar hann einnig með Bashar Assad, forseta Sýrlands, en því mótmæltu flótta- mennirnir harðlega. Þeir köll- uðu að Brahimi að með fundinum framlengdi hann líf ríkisstjórnar Assads. 200 þúsund Sýrlendingar eru flóttamenn í Jórdaníu. - þeb Sýrlenskir flóttamenn: Mótmæltu komu erindreka MÓTMÆLI Sýrlensk börn í flóttamanna- búðum mótmæltu komu erindreka SÞ. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 22° 16° 15° 16° 15° 15° 15° 27° 16° 28° 22° 30° 15° 18° 18° 13° Á MORGUN 3-8 m/s. FÖSTUDAGUR Vaxandi S-átt. 4 6 6 6 6 2 8 11 8 7 52 3 3 4 4 7 7 8 5 4 3 7 7 9 9 10 8 9 9 10 10 HAUSTBLÍÐA Í dag og á morgun verður sannkölluð blíða, víða glaða- sólskin og hægur vindur. Hitinn verð- ur ágætur, allt að tólf stigum syðra en heldur svalara norðaustan til. Á föstudag gengur í stífa sunnanátt með vætu sunnan og vestan til. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður TÆKNI Þýska ríkið hvatti almenn- ing í gær til að hætta að nota vafr- ann Internet Explorer frá Micro- soft, að minnsta kosti tímabundið. Ástæðan er alvar- legur öryggisgalli sem uppgötvað- ist um helgina og gerir tölvur ber- skjaldaðar fyrir árásum hakkara. Gallinn hefur enn ekki verið lagfærður. Fulltrúar Microsoft hafa neitað að tjá sig um yfirlýsingu Þjóð- verjanna. - sh Óttast alvarlegan öryggisgalla: Þýska ríkið vill Explorer í salt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.