Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGSparneytnir bílar MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 20124
Toyota Prius Plug-In er heillandi farkostur; grænn, umhverfisvænn og spar-
neytinn. Að auki er hann ákaflega
laglegur útlits og útbúinn nýjasta
tækni- og öryggisbúnaði.
Toyota á Íslandi hefur gert
margvíslegar tilraunir til að sann-
reyna Prius Plug-In við íslenskar
aðstæður og nýir eigendur Prius
Plug-In bera honum allir góða sög-
una.
„Meira að segja rafmagns-
hræddasta fólk er óragt við að
hlaða raf hlöðu bílsins,“ segir
Sigur rós Pétursdóttir, vörustjóri
Toyota á Íslandi, en Prius Plug-In
fylgir sérstakt hleðslubox sem upp-
fyllir ströngustu öryggiskröfur hér
á landi. Boxið má tengja beint í raf-
magnstöflu.
„Því er bæði einfalt og aðgengi-
legt að stinga snúrunni í samband
og hlaða raf hlöðuna á aðeins
einum og hálfum tíma.“
Sigurrós segir hleðslu rafhlöð-
unnar duga allt að 25 kílómetra
leið miðað við bestu skilyrði en
reynslan hérlendis sýni að hún
dugi um 20 kílómetra við algeng-
ar aðstæður.
„Hleðsla ætti að duga bíleigend-
um úr og í vinnu á höfuðborgar-
svæðinu og í minni bæjarfélögum
til flestra erinda án þess að þurfa
nokkurn tímann að grípa í bensín-
tankinn,“ útskýrir Sigurrós.
„Með skynsemi og nánari um-
gengni við bílinn lærist fljótt hvern-
ig komast á sem lengst á hverri
hleðslu og nýta bílinn sem best. Í
inngötum hverfa er þannig ekið á
rafmagni en við akstur á hraðbraut-
um skipt yfir í blendingsvélina með
því einu að ýta á takka. Þá geymist
rafmagn á rafhlöðunni á sama tíma
og keyrt er á sparneytnu hybrid-
kerfi.“
Sigurrós segir bíleigendur seint
verða tilbúna til að verða stopp úti
á miðri götu og því sé kostur að geta
stillt yfir á hybrid-kerfi Prius sem er
í senn traust og hagkvæmt.
„Ég held að Íslendingar stökkvi
ekki í einu vetfangi yfir í rafmagns-
væðingu bíla heldur taki hana í
skrefum. Toyota tekur það allt með í
reikninginn og bendir meðal annars
á að bensín megi ekki verða of gam-
alt á tankinum og því varasamt að
fylla bílinn þar sem daglegar vega-
lengdir eru stuttar. Þá er veðurfar
hér kalt á vetrum og sparar rafmagn
að ræsa bílinn á hybrid-kerfinu þar
til skilyrði fyrir rafmagnsakstur eru
uppfyllt. Þannig fæst besta spar-
neytnin og nýting bílsins.“
Í Prius Plug-In má meðal annars
fylgjast með nýtingu rafmagns og
bensíneyðslu á stórum skjá í mæla-
borði og skoða myndrænt hvernig
ökumaður byrjar smám saman að
safna skógi og því næst dýrum og
blómum með umhverfisvænum
sparakstri.
„Umhverfisvitund ökumanna
eykst sjálfkrafa við akstur hybrid-
bíla og fara þeir ósjálfrátt í keppni
við sjálfa sig um að gera enn betur,“
segir Sigurrós.
„Bensíneyðsla Prius + er uppgef-
in 2,1 lítri miðað við besta akstur
en þegar menn komast enn neðar
hleypur í þá enn meira kapp því það
finnst svo rækilega á buddunni.“
Stingdu honum í samband
Ferskasti meðlimur Prius-fjölskyldunnar er tvinnbíllinn Prius Plug-In. Eins og nafnið gefur til kynna er hægt að stinga bílnum í
samband og keyra allt að 25 kílómetra eftir hleðslu í aðeins eina og hálfa klukkustund. Prius Plug-In safnar líka skógi og dýrum.
Toyota Prius Plug-In má stinga í samband til að hlaða rafhlöðuna í einn og hálfan tíma. Eftir það er hægt að keyra á rafmagni allt að 25 kílómetra vegalengd. Skoða má Prius-línuna í nýju húsi Toyota í Kauptúni 6 í Garðabæ.
MYNDIR/ANTON
NÝIR FJÖLSKYLDUMEÐLIMIR HJÁ PRIUS
Saga Prius-tvinnbílsins hófst fyrir
fjörutíu árum þegar japanski bílafram-
leiðandinn Toyota hugsaði til framtíðar
og um hvaða bíl fyrirtækið vildi kynna til
sögunnar á 21. öldinni. Framtíðarsýnin
reyndist sannspá og farsæl og nú er komin
til landsins þriðja kynslóð Prius-tvinnbíla
auk Prius-rafbíls að hluta.
„Prius kom fyrst til landsins 1997. Þá var
hann glænýr af færibandinu og lá svo
mikið á að sýna Íslendingum framtíðar-
bílinn að eintakið var með vinstri handar
stýri,“ segir Sigurrós Pétursdóttir vöru-
stjóri hjá Toyota á Íslandi. Þess má geta að
Priusinn sem um ræðir var nýlega gefinn
Borgarholtsskóla til skrafs og ráðagerða í
bíliðngreinum. Prius fékk strax góðar við-
tökur og reynslan hefur verið góð.
„Toyota hefur farið sér hægt í framleiðslu
tvinnbíla og viljað sannreyna hybrid-kerfin
áður en nýjungum hefur verið bætt við.
Prius hélst því óbreyttur til ársins 2010
en nýtt módel leit dagsins ljós árið 2006,“
útskýrir Sigurrós.
Toyota framleiddi einnig hybrid-bílinn
Auris árið 2010 og þriðja kynslóð Prius
kom á markað í fyrra.
„Í dag hefur Toyota tekist að ná niður
kostnaði í framleiðslu tvinnbíla. Í ljósi
kreppunnar hefur verið lögð áhersla á
framleiðslu minni og sparneytnari bíla og
nýlega bættist við Yaris Hybrid. Hann hefur
slegið rækilega í gegn enda í hentugum
stærðarflokki fyrir landsmenn sem eru að
byrja að endurnýja bílaflota sinn og horfa
einna helst til sparneytinna, minni bíla.“