Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 46
19. september 2012 MIÐVIKUDAGUR30 BÓKIN VIÐ FELLSMÚLA, 108 REYKJAVÍK - SÍMI: 585 2888 50% afsláttur AF ÚTILJÓSUM Í KOPAR OG GYLLTU OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9 -18 Laugard. kl. 10 -16 Sunnud. kl. 12-16 5.995 2.997 6.995 3.497 3.995 1.997 4.995 2.497 TÖFR ANDI · HLAUT HIN VIRTU ORANGE-VERÐLAUN 2011 · VALIN EIN BESTA BÓK ÁRSINS 2011 AF MÖRGUM FJÖLMIÐLUM · SAT LENGI Á METSÖLULISTA NEW YORK TIMES – BETRI HEILSA ER BETRA LÍF MEÐ BECEL – Halldór Baldursson, skopteiknari Fréttablaðsins, er einn af sex handritshöfundum Áramótaskaups- ins í ár. Hann segist hlakka til þess að fá loks tækifæri til að vinna með öðrum í hópi í stað þess að sitja einn að vinnu sinni. Halldór semur handritið ásamt Sævari Sigur- geirssyni, Önnu Svövu Knútsdóttur, Hjálmari Hjálmarssyni, Gunnari Helgasyni og Gunnari Birni Guðmundssyni leikstjóra Skaupsins. „Það verður spennandi að fá að vinna með svona skapandi og skemmtilegu fólki, að sjá hvort ég finni nýja hlið á minni kímni og hvort hópvinnan kveiki í fleirum þarna inni. Svo er þetta líka mikill heiður,“ segir Halldór. Hann segir Gunnar Björn hafa borið hug- myndina undir sig fyrir nokkrum vikum og hefur hópurinn þegar hist einu sinni. Aðspurður segist hann viss um að vinna hans sem skopteiknari muni nýtast við handritaskrifin. „Pólitískt spé er allsráðandi á báðum vettvöngum. Það kemur líka fyrir að brandararnir mínir ganga ekki upp sem teikningar og þá get ég kannski notað þá í Skaup- ið,“ segir Halldór en þverneitar að eiga brand- ara á lager. „Ég er algjörlega hugmyndasnauð- ur og eins og undin tuska dag hvern. Það kemur þó alltaf eitthvað þegar maður sest niður og fer að skapa og búa til, en það er ekki þannig að ég haldi áfram og safni í lager. Ég er bara feginn að vera búinn.“ Þegar hann er að lokum spurður hvort hann muni ekki sitja límdur við sjónvarpsskjáinn á gamlárskvöld segir hann: „Ég missi aldrei af Skaupinu og það ætti enginn að missa af því, þetta er skylduáhorf.“ - sm Skopmyndateiknari skrifar Skaupið VINNUR Í HÓP Halldór Baldursson skopmynda- teiknari er einn af handritshöfundum Áramóta- skaupsins í ár. Hann hlakkar til að prófa að vinna í hópi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég á von á hörkukeppni enda tel ég að ungmenni séu betur að sér í ár en nokkru sinni fyrr,“ segir Atli Freyr Steinþórsson, sem senn tekur sæti við hlið Þórhildar Ólafsdóttur sem spurningahöfund- ur og dómari í Gettu betur, hinni sívinsælu spurningakeppni fram- haldsskólanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Atli starfar í sjónvarpi en hann er þó vel kunnur keppninni og Ríkis- sjónvarpinu. Atli hefur starfað sem útvarpsþulur á Rás 1 síðan 2005, en þar les hann meðal ann- ars dánarfregnir og jarðarfar- ir, auglýsingar, kynningar milli þátta og stjórnar útsendingum. „Ég held að flestir landsmenn ættu að kannast við röddina í mér og ég uni mér vel bak við hljóð- nemann í Efstaleitinu. Auglýsing- ar frá ónefndum hamborgarastað ættu til dæmis að vera útvarps- hlustendum að góðu kunnar,“ segir Atli hlæjandi. Hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um er honum bauðst að taka að sér hið ábyrgðarfulla starf dómara og er þess fullviss að reynsla hans úr Gettu betur hafi skipt máli. Sjálfur er Atli tvöfald- ur meistari í spurningakeppninni en hann keppti fyrir hönd Mennta- skólans í Reykjavík árin 2002 og 2003. Atli var einnig í liðinu er MR tapaði eftirminnilega fyrir Borgarholtsskóla árið 2004. „Ein- hverra hluta vegna muna flest- ir eftir þeirri dramatísku viður- eign, enda var það í fyrsta sinn í mörg herrans ár sem MR tapaði í Gettu betur,“ segir Atli en kveðst þó bara eiga góðar minningar úr keppninni. „Ég eignaðist marga góða vini og þetta var mjög góður tími. Í raun mætti kalla þetta and- lega fegurðarsamkeppni.“ Þrátt fyrir að vera fyrrverandi MR-ingur ætlar Atli ekki að hygla neinum og segist verða nokkuð harður í horn að taka sem dómari. „Mig langar að hækka nördastuð- ulinn í keppninni. Við Þórhildur ætlum að hittast í október á Akur- eyri og eiga eina góða vinnuhelgi þar. Þetta verður bara fjör.“ alfrun@frettabladid.is NÝR DÓMARI Í GETTU BETUR: ÚTVARPSÞULUR Í SJÓNVARPIÐ Andleg fegurðarsamkeppni HLAKKAR TIL Atli Freyr Steinþórsson er nýtt andlit á skjánum en hann tekur sæti í dómaratvíeyki Gettu betur. Hann er þó vel kunnur Ríkissjónvarpinu þar sem hann hefur starfað sem útvarpsþulur á Rás 1 í sjö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ásdís Ben vinkona mín kenndi mér að lesa eitt ljóð og eina mataruppskrift fyrir svefninn, sem ég geri oft, en núna er ég sokkinn í bókina Að endingu eftir Julian Barnes.“ Kristján Freyr Halldórsson verslunarstjóri í bókabúð Máls og menningar. ■ Framleiðandinn Andrés Indriða- son, sem hefur séð um keppnina frá upphafi, lætur af störfum í ár og við keflinu tekur Elín Sveins- dóttir. Elín vann síðast að gerð sjónvarpsþáttanna Með okkar augum. ■ Keppnin hefur verið haldin árlega síðan árið 1986. ■ Í fyrstu keppninni sigraði Fjöl- brautaskóli Suðurlands. Þá voru þeir Jón Gústafsson og Þorgeir Ástvaldsson spyrlar. ■ Meðal annarra spyrla í keppninni má nefna Stefán Jón Hafstein, Ómar Ragnarsson, Davíð Þór Jónsson, Sigmar Guðmundsson og Evu Maríu Jónsdóttur. ■ Menntaskólinn í Reykjavík hefur oftast farið með sigur af hólmi, eða sautján sinnum. ANDRÉS INDRIÐASON DREGUR SIG Í HLÉ „Þetta verður örugglega geð- veikt,“ segir trommarinn Magnús Trygvason Eliassen. Magnús, sem lemur húðir með Moses Hightower, og bassaleik- arinn Gunnar Jónsson úr hljóm- sveitunum 1860 og Coral spila með Damo Suzuki, söngvara hinnar sögufrægu þýsku hljóm- sveitar Can, í Gamla bíói 3. októ- ber. Þar leika þeir undir hinu þögla meistaraverki Metropolis og er sýningin hluti af Riff-kvik- myndahátíðinni. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu auglýsti Suzuki eftir svokölluðum „hljóðberum“ til að spila með sér á Íslandi og svaraði Magnús kallinu á óhefð- bundinn hátt. „Ég sendi mjög fyndinn tölvupóst á þau [stjórn- endur Riff]. Þar stóð: „Hæ, ég heiti Magnús. Mig langar að spila með Damo Suzuki. Er það eðlilegt?“,“ segir Magnús, sáttur við að hafa fengið „giggið“ enda mikill aðdáandi Can. Aðspurður hvenær æfingar hefjast reiknar Magnús ekki með neinu svoleiðis. „Mér skilst að hann sé ekki mikið gefinn fyrir að æfa. Ég verð einhvern veg- inn að hlaða frídjassbyssurnar mínar áður en þetta byrjar allt saman.“ - fb Slær taktinn með Damo Suzuki HLAKKAR TIL Magnús hlakkar mikið til að spila með Damo Suzuki og félögum í Gamla bíói. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.