Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 6
19. september 2012 MIÐVIKUDAGUR6 NOREGUR Norska lögreglan kvaðst í gær ætla að óska eftir því að tveir menn sem grunaðir eru um að hafa myrt 16 ára stúlku, Sigrid Giskegjerde Schjetne, yrðu áfram í gæsluvarðhaldi. Á vef norska ríkisútvarpsins segir að það sé mat lögreglunnar að fleiri en hinir handteknu viti hvað gerðist. Vegna rannsóknar- hagsmuna þurfi þeir að vera áfram í einangrun. Hinn 4. september staðfesti lögreglan að lík sem fannst í skógarlundi við iðnaðarsvæði væri af stúlkunni. - ibs Morðið á Sigrid Schjetne: Fleiri en hinir handteknu búa yfir vitneskju KJARAMÁL Nokkur hundruð hjúkr- unarfræðingar söfnuðust saman í gærmorgun við skrifstofu Land- spítalans á Egilsgötu til að hvetja samninganefnd félagsins sem þá átti fund með fulltrúum sjúkra- hússins vegna svokallaðs stofn- anasamnings sem gera á í kjölfar miðlægs kjarasamnings allra heil- brigðisstofnana á landinu. Elsa B. Friðfinnsdóttir, for- maður Félags hjúkrunarfræð- inga, segir samkomuna hafa verið stuðnings- og hvatningarfund en ekki mótmæli. „En auðvitað er horft til þess að velferðarráðherra greip inn í kjör eins manns á Land- spítalanum; kjör sem kjararáð á að ákvarða, og hækkaði laun forstjóra um nærri 25 prósent,“ segir Elsa og bendir á að hjúkrunarfræðing- ar og aðrar stéttir á spítalanum hafi sætt skerðingum og bætt á sig auknum verkefnum. Að sögn Elsu lögðu almennir félagsmenn í hendur trúnaðar- manns hugmyndir um hvernig bæta mætti kjör hjúkrunarfræð- inga. „Það er ekkert launungar- mál að það horfa allir til þeirrar prósentutölu sem forstjórinn fékk í hækkun,“ segir Elsa. - gar Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum vilja sömu launahækkun og forstjórinn: Krefjast yfir fjórðungs launahækkunar AÐ LOKNUM FUNDI Hluti tólf hundruð hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum brá sér í gærmorgun á fund utan við skrifstofur spítalans þar sem forstjórinn er með aðsetur. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR FÓLK Annað árið í röð er Aron vinsælasta eiginnafn drengja og Emilía vinsælasta stúlkunafnið. Þetta kemur fram í tölum Hag- stofu Íslands. Þá er færri nýfæddum börnum gefið aðeins eitt nafn. Tíu vinsælustu einnefnin árið 2012 eru þau sömu og árið 2007. Þrjú vinsælustu karlanöfnin, þegar litið er til einnefna eru Jón, Sigurður og Guðmundur, en hjá konum Guðrún, Anna og Sigríður. Þór er vinsælasta annað nafnið hjá drengjum, þá Ingi og síðan Freyr. Eins og undanfarin ár eru nöfnin María og Ósk vinsælust sem annað nafn hjá stúlkum. - kóp Vinsælust annað árið í röð: Aron og Emilía vinsælust nafna LANDBÚNAÐUR Bændur á Norð- austurlandi hafa urðað hundruð dauðra kinda og lamba í giljum og hólum á fjöllum eftir fárviðrið fyrr í mánuðinum. Slíkt er óheimilt, en Matvælastofnun hefur að sögn bónda gefið munnlegt leyfi fyrir slíkri förgun. Samkvæmt lögum á að fara með dýrahræ á viðurkennda urðunarstaði og sorpbrennslu- stöðvar til förgunar. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal, segir að dautt fé hafi verið sett í gjár eða urðað á staðnum þar sem hægt er. „Sumt er bara enn í sköflunum,“ segir hann. „Við komumst ekki einu sinni burt með lifandi fé, menn finna bara hrúgu og grafa það sem er dautt. Við erum búnir að fá munnlegt leyfi fyrir því frá Matvælastofnun, því það er ekki fræðilegur möguleiki að komast með féð burt. Við megum bara grafa þetta þar sem það er.“ Tveir löggiltir urðunarstaðir eru á svæðinu; Sorpbrennslustöð Suður- Þingeyinga á Húsavík og Urðunar- stöðin á Kópaskeri. Hvorugur stað- urinn hafði tekið á móti hræjum til urðunar í gær. Magnús Stefánsson, hjá Sorp- brennslustöðinni á Húsavík, segir allt hafa verið frágengið í marga daga til að taka á móti hræjunum til brennslu. „Við erum reyndar orðnir vanir því að undanþágur séu veittar fyrir urðun á dauðu fé í sveitum, svo þetta er ekkert nýtt. En þegar við óskum eftir svörum bendir Umhverfis- stofnun á Matvælastofnun, sem bendir á dýralækni sem bendir svo á Umhverfisstofnun. Við fáum engin svör.“ Þorsteinn Ólafsson, sérgreina- dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir stofnunina ekki líta svo á að um sé að ræða hættulegan úrgang. „Menn hafa í sjálfu sér engin tök á því að fjarlægja féð, en það þarf þó að koma því undan varginum,“ segir hann. „Matvælastofnun lítur svo á að þetta sé ekki hættulegur eða sóttmengaður úrgangur. Það er málefni Umhverfisstofnunar hvern- ig frá þessu er gengið. Við [Matvælastofnun] höfum hvorki amast við þessu né veitt sérstaka heimild. En það er óskaplega erfitt að gera þetta eins og allar ströngustu reglur segja til um.“ Ólafur Jónsson, hér- aðsdýralæknir á Norð- austurlandi, segir einn- ig að málið sé á hendi Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins. Menn hafi safnað saman dauðu fé í sveitunum en hann hafi ekki frekari upplýsingar um stöðu mála. Kalt sé í veðri, og allur gang- ur á því hvað menn geri við hræin. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun átti að fara með öll hræin sem fundust í brennsluna á Húsavík. Sigríður Kristjáns dóttir, deildarstjóri Hollustuverndar, segir engar undanþágur hafa verið veitt- ar er varða urðun á hræjum, enda engar beiðnir um slíkt borist.„Það á að fara með þetta allt á viður- kennda móttökustöð,“ segir hún. Spurð hvort eftirmál verði ef fólk urði hræin á víðavangi, svarar Sig- ríður: „Það er hægt að kæra til lög- reglu ef menn brjóta lögin.“ sunna@frettabladid.is „Menn finna bara hrúgu og grafa það sem er dautt“ Hundruð hræja hafa verið grafin á víð og dreif í fjöllum Norðurlands eftir vetrarhörkurnar. Umhverfis- stofnun segir skýrt að einungis eigi að farga slíku hjá viðurkenndum aðilum. Þúsundir fjár enn týndar. MIKIÐ TJÓN Ljóst er að hundruð ef ekki þúsundir fjár hafa drepist á Norðurlandi eftir fárviðrið og segja bændur illmögulegt að koma hræjunum til byggða til förgunar. MYND/EGILL AÐALSTEINSSON VITA er lífið Madrid VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is 11. - 14. okt. 3 nætur Verð frá 102.800 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í tvíbýli. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn. * Verð án Vildarpunkta 112.800 kr. ÍS LE N SK A/ SI A. IS V IT 6 08 69 0 8/ 12 Svæðin sem verst urðu úti í fárviðrinu fyrr í mánuðinum eru Mývatnssveit, Reykjahverfi, Aðaldalur, Fnjóskadalur og hluti Bárðardals. Á milli 80 og 100 sauð- fjárbændur eru á svæðunum, segir Vignir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búgarðs á Akureyri. Ætla má að hver bóndi sé að meðaltali með á milli 600 og 700 fjár. Bændur í Mývatnssveit og Aðaldal funduðu á mánudagskvöld, þar sem fram kom að flesta vantaði enn tuttugu til þrjátíu prósent af fé sínu. Þó er enn ekki ljóst hversu margt af því hefur drepist og enn finnst fé á lífi. Til stendur að halda fleiri fundi á næstu dögum, meðal annars með forsvarsmönnum Bjargráðasjóðs. Mörg þúsund kindur enn týndar Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddi fjárskaðann á Alþingi í gær og benti á að fé úr Bjargráðasjóði hefði verið ráðstafað til bænda vegna eldgosanna árin 2010 og 2011. Steingrímur J. Sigfússon atvinnumálaráðherra sagði Bjargráðasjóð verða nýttan til að bæta bændum tjónið. „Ráðuneytið hefur átt fundi með bændasamtökunum og Bjargráðasjóði. Það er ljóst að það mun koma til kasta sjóðsins,“ sagði Steingrímur á Alþingi. Enn eru eftirstöðvar í Bjargráðasjóði. „Þeim verður ráðstafað til að mæta þessu tjóni og meiru ef til þarf. Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt fyrir sitt leyti að nýta þessar eftirstöðvar til að bæta tjón vegna óveðursins,“ sagði Steingrímur enn fremur. Bjargráðasjóður bæti bændum tjónið STJÓRNMÁL Stofnuð hafa verið Samtök um nýja stjórnarskrá skammstafað SANS. Félags- skapurinn mun kynna frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnar- skrá í aðdraganda þjóðaratkvæða- greiðslu þann 20. október næst- komandi. Þorvaldur Gylfason, formað- ur samtakanna, kynnti SANS á blaðamannafundi í gær. Við sama tækifæri var opnuð vefsíðan Sans. is þar sem kjósendur munu geta nálgast upplýsingar um stjórnar- skrártillögur stjórnlagaráðs. - bþh Samtök um nýja stjórnarskrá: SANS opnar kynningarvef KJÖRKASSINN Hefur þú séð íslenska kvikmynd í bíó á þessu ári? Já 19% Nei 81% SPURNING DAGSINS Í DAG: Átt þú iPhone? Segðu skoðun þína á Visir.is. Við komumst ekki einu sinni burt með lifandi fé. SÆÞÓR GUNNSTEINSSON BÓNDI Í PREST- HVAMMI Í AÐALDAL Íslenskt hugvit í útrás Fyrirtækið DataMarket mun kynna nýjan hugbúnað í Hvíta húsinu í byrjun næsta mánaðar. Hugbúnaður- inn er gerður til þess að safna saman öllum upplýsingum um orkumál í Bandaríkjunum í eina vefgátt. Hug- búnaðurinn var forritaður að beiðni Hvíta hússins. TÆKNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.