Fréttablaðið - 19.09.2012, Blaðsíða 12
19. september 2012 MIÐVIKUDAGUR12
Miðasala harpa.is - midi.is og í síma 528 50 50
HARPA 3. FEBRÚAR
,,Magically Real“
NME
,,Sheer Technical Perfection“
The Evening Standard
,,Adam Hastings er
skuggalega líkur
John og syngur
eins og hann“
Glastonbury - ´94, ´95, ´97, ´07 og 2010
Royal Albert Hall – 18 hljómleikar
Hróarskelda- þrisvar sinnum.
Budokan Stadium í Japan - uppselt
Wembley Stadium
40 ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar
Oasis á frægum tónleikum þeirra í Earl´s Court og fluttu svo
,,I Am The Walrus“ með Oasis í lok hljómleikana.
Travis
David Bowie
Rod Stewart
Simple Minds
Hit
að
up
p f
yri
r t
.d.
,,Frábærir hljómleikar.
Ég skemmti mér konunglega“
George Martin
upptökustjóri Bítlana
,,Þið kunnið hljómana
örugglega betur en ég“
George Harrison
Hit
að
up
p f
yri
r t
.d.
,,Flawless“
Mojo
,,Brilliant“The Sun
Á ráðstefnunni mun Jeroen De Flander
kynna rannsóknir sínar og vinnu með
þúsundum stjórnenda um allan heim
um hvernig hægt sé að taka skrefið frá
stefnumörkun til aðgerðaáætlunar, frá
stefnu til árangurs.
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka
og Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips segja
frá sinni reynslu af innleiðingu stefnu.
Ný rannsókn verður kynnt þar sem
íslenskir stjórnendur voru spurðir um
innleiðingu stefnumótunar.
Skráning og nánari upplýsingar á capacent.is
Stjórnendaviðburður ársins | 20.9.2012 | Hörpu
FRÁ STEFNU TIL ÁRANGURS
Þetta er einstakur viðburður og kjörið tækifæri fyrir alla stjórnendur sem hafa
áhuga á að bæta færni sína og getu til innleiðingar stefnumarkandi verkefna.
Jeroen De Flander
Birna Einarsdóttir Gylfi Sigfússon
Save the Children á Íslandi
EFNAHAGSMÁL Íslenska krónan er
jafnan fremur til þess fallin að
magna upp sveiflur hér á landi en
að stuðla að stöðugleika. Þrátt fyrir
það er óvíst hvort fjármálastöðug-
leiki myndi aukast hér á landi með
upptöku evrunnar. Þetta er meðal
þess sem er til umfjöllunar í nýju
sérriti Seðlabanka Íslands sem
nefnist Valkostir Íslands í gjald-
miðils- og gengismálum. Þar er
fjallað um reynslu Íslands og ríkja
evrusvæðisins af alþjóðlegu fjár-
málakreppunni og tilraun gerð til
að svara þeirri spurningu hvort
fjármálastöðugleiki er betur
tryggður með krónu eða evru.
Eins og kunnugt er hefur alþjóð-
lega fjármálakreppan leikið nokkur
ríki evrusvæðisins, svo sem Grikk-
land og Spán, grátt á síðustu miss-
erum. Í ritinu segir að það blasi við
að aðrir þættir en aðild að evru-
svæðinu hafi ráðið úrslitum um
áhrif kreppunnar á þjóðarbúskap
einstakra ríkja. Í því samhengi má
nefna að hið opinbera, heimili og
fyrirtæki hafi verið mjög skuldsett
og bankakerfið hlutfallslega stórt.
Enn fremur kemur fram að
reynsla evruríkjanna hafi sýnt
fram á að aðild að myntbandalagi
geti verið vörn gegn lausafjár-
kreppu en um leið torveldað aðlög-
un í kjölfar alvarlegra áfalla í fjár-
málakerfinu. Þá er ekki dregin dul
á að yfirstandandi fjármálakreppa
hefur varpað ljósi á ákveðna kerf-
isgalla í evrusamstarfinu. Ef illa
tekst til við lagfæringar gæti evr-
usvæðið í versta falli liðast í sundur
en ef vel tekst til gætu umbæturnar
hins vegar eflt samstarfið.
Þá er einnig fjallað um reynslu
ríkja sem búa við sveigjanlegan
gjaldmiðil, þar á meðal Íslands. Er
í ritinu fjallað um rannsóknir sem
benda til þess að sveigjanlegt gengi
krónunnar sé að jafnaði fremur til
þess fallið að auka sveiflur í þjóð-
arbúskapnum en stuðla að stöðug-
leika. Þá er þessi vandi ekki tal-
inn sérstakur fyrir krónuna heldur
fremur einkenni mjög lítilla gjald-
miðla en bent er á að nánast öll smá-
ríki heims hafa valið að tengjast
stærra myntsvæði.
Enn fremur kemur fram í ritinu
að þessar niðurstöður útiloki ekki
að sveigjanlegt gengi krónunnar
geti stundum reynst gagnlegt eins
og í kjölfar aflabrests eða nú í kjöl-
far alþjóðlegu fjármálakreppunn-
ar. Á öðrum stundum geti sveigjan-
leikinn þó aukið vanda eins og færa
megi rök fyrir að hafi átt sér stað á
fyrstu stigum fjármálakreppunnar.
Að lokum segir í riti Seðlabank-
ans að takist evruríkjunum og ESB
að leysa úr núverandi vanda evru-
svæðisins sé ef til vill auðveldara að
tryggja fjármálastöðugleika innan
evrusvæðisins en utan þess þar sem
gjaldmiðilsáhætta minnkar.
Sá mögulegi ávinningur er hins
vegar talinn skilyrtur að því leyti
að hagstjórn hér á landi þyrfti að
einkennast af nokkurri aðhalds-
semi. Þannig þyrfti meðal ann-
ars að halda opinberum skuld-
um í skefjum og tryggja að aðilar
vinnumarkaðarins hefðu getu til
að aðlagast ytri áföllum sem gæti
þurft að gerast í gegnum óvinsælar
launalækkanir.
magnusl@frettabladid.is
Krónan magn-
ar upp sveiflur
Óvíst þykir að fjármálastöðugleiki myndi aukast hér-
lendis með upptöku evrunnar að því er segir í nýrri
skýrslu Seðlabankans um gjaldmiðils- og gengismál.
Í SEÐLABANKANUM Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson
aðalhagfræðingur kynntu umfangsmikla skýrslu Seðlabankans um kosti í gjaldmiðils-
málum á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI